Fara í efni

Samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Málsnúmer 2208025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 18.08.2022

Lögð fram samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til fyrri umræðu.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samþykkt og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 25.08.2022

Lögð fram samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Bæjarráð samþykkti á 2. fundi sínum fyrirliggjandi samþykkt og vísaði til síðari umræðu í bæjarstjórn
Bæjarstjórn samþykkir nýja samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Skóla- og fræðslunefnd - 2. fundur - 11.10.2022

Lögð fram ný samþykkt um sjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Samkvæmt 48. gr. samþykktarinnar fjallar safna- og menningarmálanefnd um málefni Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi en sá málaflokkur tilheyrði áður skóla- og fræðslunefnd. Einnig er lagt fram uppfært erindisbréf skóla- og fræðslunefndar í samræmi við þetta.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn - 23. fundur - 21.03.2024

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 20. fundi sínum að samþykkt um stjórn sveitarfélagsins verði breytt í samræmi við nýju þátttöku sveitarfélagsins um barnaverndarmál.Með vísan til afgreiðslu bæjarráðs er lögð fram til fyrri umræðu tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms sem felur í sér viðauka við samþykktina í tengslum við samstarf um barnaverndarþjónustu, þar á meðal framsal á valdi í barnaverndarþjónustu frá sveitarfélaginu til Borgarbyggðar.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 20. fundi sínum að samþykkt um stjórn sveitarfélagsins verði breytt í samræmi við nýju þátttöku sveitarfélagsins um barnaverndarmál. Með vísan til afgreiðslu bæjarráðs er lögð fram til fyrri umræðu tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms sem felur í sér viðauka við samþykktina í tengslum við samstarf um barnaverndarþjónustu, þar á meðal framsal á valdi í barnaverndarþjónustu frá sveitarfélaginu til Borgarbyggðar.Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 24. fundur - 24.04.2024

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 20. fundi sínum að samþykkt um stjórn sveitarfélagsins verði breytt í samræmi við nýju þátttöku sveitarfélagsins um barnaverndarmál. Með vísan til afgreiðslu bæjarráðs er lögð fram til fyrri umræðu tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms sem felur í sér viðauka við samþykktina í tengslum við samstarf um barnaverndarþjónustu, þar á meðal framsal á valdi í barnaverndarþjónustu frá sveitarfélaginu til Borgarbyggðar.Bæjarstjórn samþykkti að vísa tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms til síðari umræðu í bæjarstjórn.Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, að vísa tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykktir breytingar á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra frágang málsins í samráði og samvinnu við önnur sveitarfélög og auglýsa breytinguna í B-deild stjórnartíðinda.
Getum við bætt efni síðunnar?