Beislun sjávarorku til raforkuframleiðslu
Málsnúmer 2208037
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 1. fundur - 19.08.2022
Fyrirtækið Sjávarorka ehf. var stofnað til að rannsaka möguleika á virkjun sjávarfalla í Breiðafirði og að hafa forystu um virkjun. Fyrirtækið hefur á síðustu árum kannað sjávarföllin í röstinni í minni Hvammsfjarðar. Það að beisla sjávarorkuna er ennþá tækni á fósturstigi, rétt eins og var um vindorkuna fyrir rúmum 30 árum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd beinir því til bæjarstjórnar sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að hefja viðræður við Landsvirkjun og RARIK, stærstu eigendur Sjávarorku ehf., um að hefja tilraunir og þróun við að beisla sjávarorku í nágrenni sveitarfélagsins til raforkuframleiðslu.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 15.09.2022
Fyrirtækið Sjávarorka ehf. var stofnað til að rannsaka möguleika á virkjun sjávarfalla í Breiðafirði og að hafa forystu um virkjun. Fyrirtækið hefur á síðustu árum kannað sjávarföllin í röstinni í minni Hvammsfjarðar. Það að beisla sjávarorkuna er ennþá tækni á fósturstigi, rétt eins og var um vindorkuna fyrir rúmum 30 árum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd beindi því til bæjarstjórnar sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á 1. fundi sínum, að hefja viðræður við Landsvirkjun og RARIK, stærstu eigendur Sjávarorku ehf., um að hefja tilraunir og þróun við að beisla sjávarorku í nágrenni sveitarfélagsins til raforkuframleiðslu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd beindi því til bæjarstjórnar sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á 1. fundi sínum, að hefja viðræður við Landsvirkjun og RARIK, stærstu eigendur Sjávarorku ehf., um að hefja tilraunir og þróun við að beisla sjávarorku í nágrenni sveitarfélagsins til raforkuframleiðslu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni atvinnu- og nýsköpunarnefndar að hefja formlegt samtal við stjórnendur stærstu eigendur Sjávarorku ehf. um að hefja tilraunir og þróun við að beisla sjávarorku í nágrenni sveitarfélagsins til raforkuframleiðslu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2. fundur - 11.11.2022
Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundi sínum og formanns atvinnu- og nýsköpunarnefndar með Magnúsi Kristjánssyni, stjórnarformanni Sjávarorku ehf. og framkvæmastjóra Orkusölunnar og Óla Grétari Blöndal Sveinssyni, stjórnarmanni í Sjávarorku og starfsmanni Landsvirkjunar þar sem rædd var aðkoma Sjávarorku, Landsvirkjunar og Orkusölunnar að tilraun í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að fylgja eftir vilyrði um að tilraun verði gerði í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022
Á 2. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir fundi sínum og formanns atvinnu- og nýsköpunarnefndar með Magnúsi Kristjánssyni, stjórnarformanni Sjávarorku ehf. og framkvæmastjóra Orkusölunnar og Óla Grétari Blöndal Sveinssyni, stjórnarmanni í Sjávarorku og starfsmanni Landsvirkjunar þar sem rædd var aðkoma Sjávarorku, Landsvirkjunar og Orkusölunnar að tilraun í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að fylgja eftir vilyrði um að tilraun verði gerði í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að fylgja eftir vilyrði um að tilraun verði gerði í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu.
Lagt fram til kynningar.