Fara í efni

Beislun sjávarorku til raforkuframleiðslu

Málsnúmer 2208037

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 1. fundur - 19.08.2022

Fyrirtækið Sjávarorka ehf. var stofnað til að rannsaka möguleika á virkjun sjávarfalla í Breiðafirði og að hafa forystu um virkjun. Fyrirtækið hefur á síðustu árum kannað sjávarföllin í röstinni í minni Hvammsfjarðar. Það að beisla sjávarorkuna er ennþá tækni á fósturstigi, rétt eins og var um vindorkuna fyrir rúmum 30 árum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd beinir því til bæjarstjórnar sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að hefja viðræður við Landsvirkjun og RARIK, stærstu eigendur Sjávarorku ehf., um að hefja tilraunir og þróun við að beisla sjávarorku í nágrenni sveitarfélagsins til raforkuframleiðslu.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 15.09.2022

Fyrirtækið Sjávarorka ehf. var stofnað til að rannsaka möguleika á virkjun sjávarfalla í Breiðafirði og að hafa forystu um virkjun. Fyrirtækið hefur á síðustu árum kannað sjávarföllin í röstinni í minni Hvammsfjarðar. Það að beisla sjávarorkuna er ennþá tækni á fósturstigi, rétt eins og var um vindorkuna fyrir rúmum 30 árum.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd beindi því til bæjarstjórnar sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á 1. fundi sínum, að hefja viðræður við Landsvirkjun og RARIK, stærstu eigendur Sjávarorku ehf., um að hefja tilraunir og þróun við að beisla sjávarorku í nágrenni sveitarfélagsins til raforkuframleiðslu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni atvinnu- og nýsköpunarnefndar að hefja formlegt samtal við stjórnendur stærstu eigendur Sjávarorku ehf. um að hefja tilraunir og þróun við að beisla sjávarorku í nágrenni sveitarfélagsins til raforkuframleiðslu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2. fundur - 11.11.2022

Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundi sínum og formanns atvinnu- og nýsköpunarnefndar með Magnúsi Kristjánssyni, stjórnarformanni Sjávarorku ehf. og framkvæmastjóra Orkusölunnar og Óla Grétari Blöndal Sveinssyni, stjórnarmanni í Sjávarorku og starfsmanni Landsvirkjunar þar sem rædd var aðkoma Sjávarorku, Landsvirkjunar og Orkusölunnar að tilraun í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að fylgja eftir vilyrði um að tilraun verði gerði í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Á 2. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir fundi sínum og formanns atvinnu- og nýsköpunarnefndar með Magnúsi Kristjánssyni, stjórnarformanni Sjávarorku ehf. og framkvæmastjóra Orkusölunnar og Óla Grétari Blöndal Sveinssyni, stjórnarmanni í Sjávarorku og starfsmanni Landsvirkjunar þar sem rædd var aðkoma Sjávarorku, Landsvirkjunar og Orkusölunnar að tilraun í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að fylgja eftir vilyrði um að tilraun verði gerði í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 14. fundur - 25.09.2023

Lögð fram tölvupóstsamskipti varðandi styrki og sjóði Evrópusambandsins sem sveitarfélög á Íslandi geta sótt í og eru opnir fyrir samstarfi.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 3. fundur - 11.12.2023

Lögð fram tölvupóstsamskipti varðandi styrki og sjóði Evrópusambandsins sem sveitarfélög á Íslandi geta sótt í og eru opnir fyrir samstarfi.



Á 14. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til umfjöllunar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur jákvætt í erindið svo lengi sem sveitarfélagið er ekki skuldbundið til útgjalda.

Bæjarstjórn - 25. fundur - 15.05.2024

Á 2. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir fundi sínum og formanns atvinnu- og nýsköpunarnefndar með stjórnarformanni Sjávarorku ehf. ásamt fulltrúum Orkusölunnar og Landsvirkjunar þar sem rædd var aðkoma Sjávarorku, Landsvirkjunar og Orkusölunnar að tilraun í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti bæjarstjórn til að fylgja eftir vilyrði um að tilraun verði gerði í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu.



Lögð er fram skýrsla starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, frá apríl 2024, um bætta orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Í skýrslunni er að finna um 50 tillögur um leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar, meðal annars tillögur sem snúa að nýtingu sjávarorku. Í skýrslunni er bent á mikilvægi þess að huga að undirbúningi hérlendis fyrir nýtingu hennar þar sem miklir náttúrulegir möguleikar á beislun sjávarorku eru til staðar á Íslandi og að stefna ætti á það að árið 2040 ætti árleg orkuframleiðsla með sjávarorku við Ísland að vera allt að 200 GWst.



Bæjarráð fagnaði, á 22. fundi sínum, frumkvæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og niðurstöðum starfshópsins.



Í samræmi við niðurstöðu starfshópsins leggur bæjarráð þunga áherslu á að Orkustofnun hefjist nú þegar handa við vinnu við greinargerðar á nýtingu sjávarorku og á sama tíma að ráðuneytið hefji undirbúningi fyrir hugsanlega nýtingu hennar.



Bæjarráð hvatti á sama tíma Sjávarorku ehf. í samvinnu við Orkusöluna og Landsvirkjun að taka þátt í verkefnum sem þau telja að geti skilað árangri varðandi rannsóknir og þróun á nýtingu sjávarorku hérlendis í samræmi við skýrslu starfshópsins og lýsti yfir vilja og áhuga sveitarfélagsins til að taka þátt í því verkefni.
Bæjarstjórn tekur undir ályktun bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?