Fara í efni

Hraunháls - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2209016

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 25. fundur - 19.10.2022

Jóhannes Eyberg Ragnarsson sækir um leyfi fyrir frístundarhúsi i landi Hraunháls, samkv. aðaluppdráttum frá Emil Þór Guðmundssyni, dags. 20.06.2022.
Húsið er á forsteyptum undirstöðum og timburgólfi. Timburgrind útveggja verður klædd með 9 mm. krossvið og standandi viðarlituðum greni panel.
Húsið verður 52 m2 og 125.1 m3
Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísar byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

Skipulagsnefnd - 4. fundur - 09.11.2022

Jóhannes Eyberg Ragnarsson sækir um leyfi fyrir frístundarhúsi i landi Hraunháls skv. aðaluppdráttum frá Emil Þór Guðmundssyni, dags. 20.06.2022. Húsið verður á forsteyptum undirstöðum og með timburgólfi. Timburgrind útveggja verður klædd með 9 mm krossviði og standandi viðarlituðum grenipanel. Húsið verður 52 m2 og 125.1 m.

Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

Skv. Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir samtals fjórum íbúðarhúsum á jörðum (lögbýlum) 10 ha eða stærri og samtals þremur frístundahúsum (sjá skilmála á bls. 87 og töflu á bls. 44) nema að sérstakt íbúðar- eða frístundahúsavæði hafi verið skilgreint. Íbúðarhús og frístundahús skulu standa á sérstaklega afmörkuðum lóðum.

Hraunháls er 213 ha jörð skráð sem "jörð í byggð" (L136941 og F2115456). Skv. Fasteignaskrá er eitt íbúðarhús er skráð á jörðinni og annað á Hraunhálsi 2 (L173664 og F2218152), sem 1 ha íbúðarhúsalóð. Ekkert frístundahús er skráð á jörðinni.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við áform um byggingu frístundahúss í landi Hraunháls. Heimilt er að reisa þrjú frístundahús skv. aðalskipulagi.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að gefa út byggingarheimild að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Jóhannes Eyberg Ragnarsson sækir um leyfi fyrir frístundarhúsi i landi Hraunháls skv. aðaluppdráttum frá Emil Þór Guðmundssyni, dags. 20.06.2022. Húsið verður á forsteyptum undirstöðum og með timburgólfi. Timburgrind útveggja verður klædd með 9 mm krossviði og standandi viðarlituðum grenipanel. Húsið verður 52 m2 og 125.1 m.

Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

Skv. Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir samtals fjórum íbúðarhúsum á jörðum (lögbýlum) 10 ha eða stærri og samtals þremur frístundahúsum (sjá skilmála á bls. 87 og töflu á bls. 44) nema að sérstakt íbúðar- eða frístundahúsavæði hafi verið skilgreint. Íbúðarhús og frístundahús skulu standa á sérstaklega afmörkuðum lóðum.

Hraunháls er 213 ha jörð skráð sem "jörð í byggð" (L136941 og F2115456). Skv. Fasteignaskrá er eitt íbúðarhús er skráð á jörðinni og annað á Hraunhálsi 2 (L173664 og F2218152), sem 1 ha íbúðarhúsalóð. Ekkert frístundahús er skráð á jörðinni.

Skipulagsnefnd gerði, á 4. fundi sínum, ekki athugasemd við áform um byggingu frístundahúss í landi Hraunháls. Heimilt er að reisa þrjú frístundahús skv. aðalskipulagi. Skipulags- og bygginganefnd samþykkti erindið og fól byggingafulltrúa að gefa út byggingarheimild að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 24.11.2022

Lögð fram umsókn Jóhannesar Eybergs Ragnarssonar um leyfi fyrir frístundarhúsi i landi Hraunháls skv. aðaluppdráttum frá Emil Þór Guðmundssyni, dags. 20.06.2022, ásamt afgreiðslu skipulagsnefndar vegna málsins sem bæjarráð samþykkti á 5. fundi sínum.

Í samræmi við afgreislu bæjarráðs er afgreiðsla skipulagsnefndar lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?