Fara í efni

Skipulagsnefnd

4. fundur 09. nóvember 2022 kl. 16:30 - 19:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gretar D. Pálsson aðalmaður
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson aðalmaður
  • Ásgeir Gunnar Jónsson varamaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Grétar Jónasson starfsmaður tæknisviðs
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 25

Málsnúmer 2210002FVakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð 25. afgreiðsfundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

2.Hólar 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2210003Vakta málsnúmer

Hannes Páll Þórðarson sækir um leyfi fyrir 43 m2 frístundarhúsi ásamt 30,6 m2 gróðurhúsi á Hólum 5a samkvæmt aðaluppdráttum frá Helga Guðjóni Bragasyni dagsettum 13.03.2022. Burðarkerfiðhússins er timbur og verður klætt með timbri. Þakvirkið er tvíhalla sperruþak og klætt með bárujárni.

Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skv. Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir samtals fjórum íbúðarhúsum á jörðum (lögbýlum) 10 ha eða stærri og samtals þremur frístundahúsum (sjá skilmála á bls. 87 og töflu á bls. 44) nema að sérstakt íbúðar- eða frístundahúsavæði hafi verið skilgreint. Íbúðarhús og frístundahús skulu standa á sérstaklega afmörkuðum lóðum.

Skv. Fasteignaskrá eru í dag skráð eitt íbúðarhús og tvö frístundahús á jörðinni.

Hólar 5a (L221913 og F235099) er 3,2 ha spilda úr landi Hóla. Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er spildan skráð sem landbúnaðarland en ræktarland í Þjóðskrá en skv. aðalskipulagi er mælst til þess að ræktarlandi sé ekki spillt með annarri landnotkun. Engar fasteignir eru skráðar á Hóla 5a en í dag standa þar tvö smáhýsi tengd með palli (11m2 og 14,4m2 með 1,6m2 býslagi).
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að veita byggingarheimild fyrir núverandi smáhýsum að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Jafnframt felur nefndin byggingarfulltrúa að veita byggingarheimild fyrir nýju frístundahúsi og gróðurhúsi að uppfylltum skilyrðum sömu greinar byggingarreglugerðar og að fengnu skriflegu samþykki eiganda Hóla (lögbýlisins). Auk þess felur nefndin U&S sviði að breyta skráningu Hóla 5a í "landbúnaðarland" sbr. landnotkunarflokk í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024.

3.Hraunháls - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2209016Vakta málsnúmer

Jóhannes Eyberg Ragnarsson sækir um leyfi fyrir frístundarhúsi i landi Hraunháls skv. aðaluppdráttum frá Emil Þór Guðmundssyni, dags. 20.06.2022. Húsið verður á forsteyptum undirstöðum og með timburgólfi. Timburgrind útveggja verður klædd með 9 mm krossviði og standandi viðarlituðum grenipanel. Húsið verður 52 m2 og 125.1 m.

Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

Skv. Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir samtals fjórum íbúðarhúsum á jörðum (lögbýlum) 10 ha eða stærri og samtals þremur frístundahúsum (sjá skilmála á bls. 87 og töflu á bls. 44) nema að sérstakt íbúðar- eða frístundahúsavæði hafi verið skilgreint. Íbúðarhús og frístundahús skulu standa á sérstaklega afmörkuðum lóðum.

Hraunháls er 213 ha jörð skráð sem "jörð í byggð" (L136941 og F2115456). Skv. Fasteignaskrá er eitt íbúðarhús er skráð á jörðinni og annað á Hraunhálsi 2 (L173664 og F2218152), sem 1 ha íbúðarhúsalóð. Ekkert frístundahús er skráð á jörðinni.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við áform um byggingu frístundahúss í landi Hraunháls. Heimilt er að reisa þrjú frístundahús skv. aðalskipulagi.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að gefa út byggingarheimild að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

4.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.

Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áætlun og gjaldskrá.

5.Snjómokstur gatna og gönguleiða

Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að snjómokstursáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar ásamt verklagsreglum fyrir götur og gönguleiðir.
Skipulagsnefnd leggur til að Vatnsás verði færður í forgang 3 og að litakóðar verði samþættir. Skipulagsnefnd samþykkir að öðru leyti fyrirliggjandi snjómokstursáætlun.

6.Deiliskipulag Skipavíkursvæðis

Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga skipulagsfulltrúa um að hefja gerð nýs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið við Skipavík.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að svæði, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem hafnarsvæði við Skipavík, verði deiliskipulagt og eftir atvikum gerðar samhliða breytingar á aðalskipulagi. Vinna og verklag verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að skipulagslýsingu í samræmi við framangreint.

Tillaga
Í ljósi sterkra viðbragða íbúa Stykkishólmsbæjar við staðsetningu þörungaverksmiðju á Skipavíkursvæðinu, hvetur Skipulagsnefnd aðstandendur verksmiðjunnar og bæjarstjórn til að skoða alvarlega að staðsetja þörungaverksmiðjuna við fyrirhugað athafnasvæði við Kallhamra.
Gretar D. Pálsson
Steindór Hjaltalín Þorsteinsson

Tillaga felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.

7.Kæra til Ú.U.A. vegna Víkugötu 5

Málsnúmer 2206032Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar úrskurður ÚUA vegna deiliskipulags miðbæjar Stykkishólms - reits austan Aðalgötu.

Lóðarhafi Víkurgötu 5 kærði þá ákvörðun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar frá 9. desember 2021 að samþykkja deiliskipulag miðbæjar Stykkishólms - reitur austan Aðalgötu. Hann krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi en ella að sá hluti deiliskipulagsins sem lúti að tilfærslu á mörkum lóðanna Víkurgötu 3 og 5 yrði felldur úr gildi.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar bæjarstjórnar Stykkishólms frá 9. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

8.Kæra til Ú.U.A. vegna Nesvegar 22a

Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar úrskurður ÚUA vegna byggingarleyfis fyrir Nesveg 22a, dags 28.10.2022.

Lóðarhafar Nestúns 4, ásamt 11 öðrum íbúum við götuna, kærðu þá ákvörðun bæjarráðs Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar frá 18. ágúst 2022 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Nesvegi 22A.
Kröfðust kærendur ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar og stöðvunar framkvæmda til bráðabirgða á meðan málið er væri meðferðar hjá úrskurðarnefndinni.

Úrskurðarnefndin telur að umrædd bygging sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og að deiliskipuleggja hefði þurft svæðið áður en byggingarleyfið var gefið út. Byggir niðurstaðan á því að í aðalskipulaginu sé gert ráð fyrir deiliskipulagningu núverandi hafnar- og athafnasvæða og á því að á engan hátt sé fjallað um hinu umdeildu byggingaráform í aðalskipulaginu.

Lagt fram til kynningar.

9.Endurskoðun aðalskipulags

Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar umsókn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til Skipulagsstofnunar um að hefja endurskoðun á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í eitt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags.

Stefnt er að því að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins í upphafi árs 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?