Fara í efni

Skólastarf leikskólans um jólin 2022

Málsnúmer 2211002

Vakta málsnúmer

Skóla- og fræðslunefnd - 3. fundur - 15.11.2022

Líkt og í fyrra mun leikskólinn kalla eftir skráningum barna sem verða í leikskólanum á milli hátíðanna. Foreldrar þurfa því að skrá þau börn sem mæta annars er ekki gert ráð fyrir þeim í leikskólann og leikskólagjöld eru felld niður fyrir þessa daga. Er þetta gert til að auðvelda leikskólanum skipulag starfsins því alla jafna eru færri börn þessa daga en venjulega. Upp er komin sú hugmynd að skráningartímabilið verði lengt og ná einnig yfir seinustu vikuna fyrir jól. Nefndin gerir ekki athugasemdir við þá tillögu.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við þá tillögu.
Í lok fundar fór skólastjóri með fundarmönnum í skoðunarferð um neðstu hæð skólans þar sem framkvæmdir standa yfir.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lögð fram drög skólastjórnenda að bréfi til foreldra varðandi afslátt af gjöldum milli jóla og nýárs og þrjá daga fyrir jólin.
Bæjarráð samþykkir fyrirkomulag opnunar skólans fyrir jól og milli jóla og nýárs í samræmi við erindi skólastjóra.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 24.11.2022

Lögð fram drög skólastjórnenda að bréfi til foreldra varðandi afslátt af gjöldum milli jóla og nýárs og þrjá daga fyrir jólin.

Bæjarráð samþykkti, á 5. fundi sínum, fyrirkomulag opnunar skólans fyrir jól og milli jóla og nýárs í samræmi við erindi skólastjóra.

Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?