Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

3. fundur 15. nóvember 2022 kl. 16:30 - 18:35 í Grunnskóla Stykkishólms
Nefndarmenn
  • Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
  • Sigurður Grétar Jónasson aðalmaður
  • Steinunn Helgadóttir (SH) aðalmaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson aðalmaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Axelsdóttir (BA) skólastjóri grunnskóla
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Klaudia S. Gunnarsdóttir fulltrúi frá regnbogalandi
  • Þórný Alda Baldursdóttir fulltrúi foreldrafélags grunnskólans
Fundargerð ritaði: Kristín Rós Jóhannesdóttir ritari
Dagskrá

1.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans. Skólastjóri upplýsti nefndina um ákvörðun sína að stíga til hliðar sem skólastjóri.

2.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Tónlistarskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans
Lögð fram skýrsla Tónlistarskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.

3.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemi safnsins.
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemi Regnbogalands. Rædd var sú hugmynd að hafa Regnbogaland opið á starfsdögum grunnskólans. Nokkrir starfsmenn myndu vinna í Regnbogalandi á starfsdegi og aðrir starfsmenn myndu taka starfsdag, á næsta starfsdegi yrði síðan skipt.

4.Fagháskólanám í leikskólafræðum

Málsnúmer 2211009Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn í tengslum við viljayfirlýsing um fagháskólanám í leikskólafræðum sem hefur það að markmiði að efla menntun starfsfólks leikskóla um land allt.
Málinu frestað til næsta fundar með leikskólanum.

5.Áform um frumvörp til nýrra heildarlaga um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun

Málsnúmer 2211014Vakta málsnúmer

Lögð fram frumvörp til nýrra heildarlaga um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun sem kynnt voru í samráðsgátt stjórnvalda í október 2022. Markmið með setningu nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu er að tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum ásamt því að efla þverfaglega samvinnu milli skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu í þágu nemenda með hliðsjón af farsældarlögum og Barnvænu Íslandi. Kynning áformanna er fyrsta skrefið í víðtæku samráðsferli um útfærslu skólaþjónustu til framtíðar. Þá er lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um áformin.
Lagt fram til kynningar. Jákvæð umræða skapaðist um frumvarpið.

6.Agastefna Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2210011Vakta málsnúmer

Lögð fram agastefna Grunnskólans í Stykkishólmi.
Skólastjóri segir frá aðdraganda stefnunnar.
Nefndin samþykkir agastefnu Grunnskólans í Stykkishólmi.

7.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum. Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélasg Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun og gjaldskrá hvað varðar skólamál.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun hvað varðar skólastarfsemi en vill leggja áherslu á að álögum á fjölskyldufólk sé haldið í lágmarki.

8.Skólastarf leikskólans um jólin 2022

Málsnúmer 2211002Vakta málsnúmer

Líkt og í fyrra mun leikskólinn kalla eftir skráningum barna sem verða í leikskólanum á milli hátíðanna. Foreldrar þurfa því að skrá þau börn sem mæta annars er ekki gert ráð fyrir þeim í leikskólann og leikskólagjöld eru felld niður fyrir þessa daga. Er þetta gert til að auðvelda leikskólanum skipulag starfsins því alla jafna eru færri börn þessa daga en venjulega. Upp er komin sú hugmynd að skráningartímabilið verði lengt og ná einnig yfir seinustu vikuna fyrir jól. Nefndin gerir ekki athugasemdir við þá tillögu.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við þá tillögu.
Í lok fundar fór skólastjóri með fundarmönnum í skoðunarferð um neðstu hæð skólans þar sem framkvæmdir standa yfir.

Fundi slitið - kl. 18:35.

Getum við bætt efni síðunnar?