Fara í efni

Stefnumótun í sjávarútvegi (sjávarútvegsstefna)

Málsnúmer 2211013

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2. fundur - 11.11.2022

Lögð fram greinargerð um stöðu vinnu við gerð sjávarútvegsstefnu sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í október 2022 (mál nr. 201/2022) þar sem matvælaráðuneytið gefur í gegnum samráðsgátt stjórnvalda áhugasömum kost á að koma á framfæri hugmyndum og athugasemdum sem nýst geta við stefnumótun í sjávarútvegi, ásamt greinargerð sem lýsir áherslum og fyrirhuguðu verklagi matvælaráðherra við stefnumótun á sviði matvæla og lögð var fram í samráðsgátt stjórnvalda í vor (mál nr. 49/2022) og umsögn fyrirtækja í Stykkishólmi um það mál.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur áherslu á að handhafar skelbóta fái í stað bótanna varanlegan nýtingarrétt í aflahlutdeild sem verði án framsalsréttar og krafa um veiðar og vinnslu bundin við þá staði við Breiðafjörð þar sem veiðarnar fóru fram á sínum tíma, í samræmi við tillögu 3.1.6. í niðurstöðu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi, dags. 17. mars 2022.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lögð fram greinargerð um stöðu vinnu við gerð sjávarútvegsstefnu sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í október 2022 (mál nr. 201/2022) þar sem matvælaráðuneytið gefur í gegnum samráðsgátt stjórnvalda áhugasömum kost á að koma á framfæri hugmyndum og athugasemdum sem nýst geta við stefnumótun í sjávarútvegi, ásamt greinargerð sem lýsir áherslum og fyrirhuguðu verklagi matvælaráðherra við stefnumótun á sviði matvæla og lögð var fram í samráðsgátt stjórnvalda í vor (mál nr. 49/2022) og umsögn fyrirtækja í Stykkishólmi um það mál.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði, á 2. fundi sínum, áherslu á að handhafar skelbóta fái í stað bótanna varanlega aflahlutdeild, enda verði hún bundin við þá staði við Breiðafjörð þar sem veiðarnar fóru fram á sínum tíma, í samræmi við tillögu 3.1.6. í niðurstöðu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi, dags. 17. mars 2022.
Bæjarráð tekur undir og staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar með þó með þeirri breytingu að framsalsréttur verði heimilaður innan svæðisins.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 24.11.2022

Lögð fram greinargerð um stöðu vinnu við gerð sjávarútvegsstefnu sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í október 2022 (mál nr. 201/2022) þar sem matvælaráðuneytið gefur í gegnum samráðsgátt stjórnvalda áhugasömum kost á að koma á framfæri hugmyndum og athugasemdum sem nýst geta við stefnumótun í sjávarútvegi, ásamt greinargerð sem lýsir áherslum og fyrirhuguðu verklagi matvælaráðherra við stefnumótun á sviði matvæla og lögð var fram í samráðsgátt stjórnvalda í vor (mál nr. 49/2022) og umsögn fyrirtækja í Stykkishólmi um það mál.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði, á 2. fundi sínum, áherslu á að handhafar skelbóta fái í stað bótanna varanlega aflahlutdeild án framsalsréttar, enda verði hún bundin við þá staði við Breiðafjörð þar sem veiðarnar fóru fram á sínum tíma, í samræmi við tillögu 3.1.6. í niðurstöðu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi, dags. 17. mars 2022.

Bæjarráð tók, á 5. fundi sínum, undir og staðfesti afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar með þó með þeirri breytingu að framsalsréttur verði heimilaður innan svæðisins. Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn hefur ávallt lagt þunga áherslu á mikilvægi skelbóta fyrir atvinnulífið í sveitarfélaginu og staðfestir að öðru leyti afgreiðslu bæjarráðs.

Ragnar Már sat hjá.

Til máls tóku:HH,HG,JBJ,RMR og RHS

Fundarhlé.
Getum við bætt efni síðunnar?