Fara í efni

Áskinn 6 - fyrirspurn

Málsnúmer 2211034

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 6. fundur - 12.01.2023

Lögð fram til afgeiðslu fyrirspurn Erlu Friðriksdóttur til byggingarfulltrúa frá 14. nóvember 2022 um breytingu á skipulagsskilmálum fyrir Áskinn 6 úr einnar hæðar einbýli, tvíbýli eða þríbýli í raðhús með fjórum íbúðareiningum. Áætlað byggingarmagn er samtals um 216.5 m2.

Þar sem tímafrestur lóðarhafa til að skila inn byggingarnefndarteikningum, skv. gr. 3.5 í úthlutunarreglum lóða fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði, myndi renna út 23. desember og ekki náðist að taka fyrirspurnina fyrir á 5. fundi skipulagsnefndar (28.11.2022), óskaði lóðarhafi eftir fresti til þess að leggja byggingarteikningar fram þar til skipulagsnefnd og bæjarstjórn hefðu tekið afstöðu til fyrirspurnarinnar. Þar sem um var að ræða tafir af hálfu sveitarfélagsins, veitti bæjarstjóri lóðarhafa umbeðna framlengingu í tölvupósti 29.11.2022.

Forsaga:
Áform um stofnun lóðar við Áskinn 6, voru grenndarkynnt í ágúst 2020 fyrir íbúum í nágrenninu og var í kynningargögnum gerð grein fyrir skipulagsskilmálum lóðarinnar og var skv. þeim heimilt að byggja á lóðinni einnar hæðar einbýli, parhús eða þríbýli. Jafnframt kom fram í kynningunni að þar sem ekki sé til deiliskipulag fyrir svæðið, þurfi að grenndarkynna byggingarteikningar skv. 44. gr. skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust frá íbúum.

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar 27. apríl 2022 og var úthlutað 23. júní 2022.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirspurn lóðarhafa. Sækji lóðarhafi um breytingu á notkun lóðar, samkvæmt framlögðum gögnum, felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu fyrir lóðarhöfum Áskinn 3,4,5 og 7 og Ásklif 5, 7 og 9 skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Berist ekki athugasemdir úr grenndarkynningu, felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að útbúa nýtt lóðarblað og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr.2.4.4. byggingarreglugerðar 112/2012 m.s.br.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Lögð fram fyrirspurn Erlu Friðriksdóttur til byggingarfulltrúa frá 14. nóvember 2022 um breytingu á skipulagsskilmálum fyrir Áskinn 6 úr einnar hæðar einbýli, tvíbýli eða þríbýli í raðhús með fjórum íbúðareiningum. Einnig er lögð fram saga málsins til frekari upplýsinga.

Skipulagsnefnd tók, á 6. fundi sínum, jákvætt í fyrirspurn lóðarhafa. Sækir lóðarhafi um breytingu á notkun lóðar, samkvæmt framlögðum gögnum, felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu fyrir lóðarhöfum Áskinn 3,4,5 og 7 og Ásklif 5, 7 og 9 skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Berist ekki athugasemdir úr grenndarkynningu, felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að útbúa nýtt lóðarblað og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr.2.4.4. byggingarreglugerðar 112/2012 m.s.br.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 9. fundur - 26.01.2023

Erla Friðriksdóttir vék af fundi.
Lögð fram fyrirspurn Erlu Friðriksdóttur til byggingarfulltrúa frá 14. nóvember 2022 um breytingu á skipulagsskilmálum fyrir Áskinn 6 úr einnar hæðar einbýli, tvíbýli eða þríbýli í raðhús með fjórum íbúðareiningum. Einnig er lögð fram saga málsins til frekari upplýsinga.

Skipulagsnefnd tók, á 6. fundi sínum, jákvætt í fyrirspurn lóðarhafa. Sækir lóðarhafi um breytingu á notkun lóðar, samkvæmt framlögðum gögnum, felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu fyrir lóðarhöfum Áskinn 3,4,5 og 7 og Ásklif 5, 7 og 9 skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Berist ekki athugasemdir úr grenndarkynningu, felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að útbúa nýtt lóðarblað og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr.2.4.4. byggingarreglugerðar 112/2012 m.s.br.

Bæjarráð staðfesti á 7. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar.

Lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Erla kom aftur inn á fundinn.
Getum við bætt efni síðunnar?