Fara í efni

Skipulagsnefnd

6. fundur 12. janúar 2023 kl. 16:30 - 20:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson varamaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Grétar Jónasson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalgata 20 - breyting á notkun mannvirkis

Málsnúmer 2211045Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsókn Eggerts og Sigga ehf. um breytingu á notkun eignarhluta 020101 á Aðalgötu 20 úr skrifstofu í íbúð ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa um túlkun á skipulagsskilmálum fyrir lóðina.

Samkvæmt Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 er Aðalgata 20 á reit sem skilgreindur er sem "miðsvæði" og nær yfir Aðalgötu 20, 22 og 24 ásamt Þvervegi 2. Engir frekari skipulagsskilmálar eru fyrir þennan tiltekna reit í aðalskipulaginu.

Á deiliskipulagsuppdrætti fyrir svæðið "Stykkishólmur miðbær" frá 2003 gera skipulagsskilmálar ráð fyrir að í húsinu sé "þjónusta og 3 íbúðir". Engir frekari skipulagsskilmálar eru fyrir fasteignina. í húsinu eru nú þegar þrjár íbúðir á efri hæð.

Forsaga:
Á 5. fundi skipulagsnefndar 28. nóvember s.l. fól nefndin skipulagsfulltrúa að skoða frekar skipulagsforsendur og framtíðarsýn umrædds miðsvæðis í aðalskipulagi og leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndarinnar með tillögu að afgreiðslu.
Skipulagsnefnd hafnar umsókn Eggerts og Sigga ehf. um breytingu á skilgreiningu í deilskipulagi úr "þjónusta" í íbúðarhúsnæði. Jafnframt hafnar nefndin fyrir sitt leiti að gerð verði breyting á deiliskipulagi.

2.Aðalgata 20 - breyting á notkun mannvirkis

Málsnúmer 2211046Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa vegna umsóknar Björgvins Guðna Sigurðssonar, fyrir hönd AU44 ehf., um breytingu á skráningu eignarhluta 010101 Aðalgötu 20 úr iðnaði í íbúð.

Samkvæmt Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 er Aðalgata 20 á reit sem skilgreindur er sem "miðsvæði" og nær yfir Aðalgötu 20, 22 og 24 ásamt Þvervegi 2. Engir frekari skipulagsskilmálar eru fyrir þennan tiltekna reit í aðalskipulaginu.

Á deiliskipulagsuppdrætti fyrir svæðið "Stykkishólmur miðbær" frá 2003 er húsið skráð fyrir "þjónusta og 3 íbúðir". Engir frekari skipulagsskilmálar eru fyrir fasteignina.

Forsaga:
Á 5. fundi skipulagsnefndar 28. nóvember sl. fól nefndin skipulagsfulltrúa að skoða frekar skipulagsforsendur og framtíðarsýn umrædds miðsvæðis og leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndarinnar með tillögu að afgreiðslu.

Í kjölfar fundar nefndarinnar kom fram í samtali við umsækjanda að ekki væri um að ræða breytingu á skipulagsskilmálum heldur eingöngu skráningu rýmisins hjá HMS úr iðnaðarhúsnæði í þjónustu n.t.t. rekstur gistiheimilis. Þar sem að breyting á skráningu eignarhlutans uppfyllir skipulagsskilmála vísaði skipulagsfulltrúi erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

3.Austurgata 6 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2211047Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu umsókn Rerum ehf., f.h. Helga Björgvins Haraldssonar, um leyfi fyrir svölum á suðvesturhlið Austurgötu 6 með hurð úr stofunni. Samkvæmt aðaluppdrætti dags. 14.11.2022, eru svalirnar 8,3 m2 og ná 3 m út frá húsinu. Gert er ráð fyrir stiga af svölunum niður í garð.

Austurgata 6 er steinsteypt hús byggt 1936. Í deiliskipulagi fyrir reitinn frá 2022 er ekki gert ráð fyrir svölum á húsinu. Deiliskipulagið heimilar hinsvegar svalir á nýbyggingum sitt hvoru megin við það og mega svalirnar ná 1 m út fyrir byggingarreit. Form og grunnflötur Austurgötu 6 svipar til Austurgötu 6A.

Þar sem umrædd breyting er ekki í samræmi við deiliskipulagsskilmála, vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á umsókn Rerum ehf. um byggingu svala á grunni núverandi gagna þar sem fjarlægð þeirra út frá húsinu er ekki í samræmi við skilmála í gildandi deiliskipulagi.

Óski umsækjandi eftir að vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með hliðsjón af framlögðum uppdráttum, tekur nefndin fyrir sitt leiti jákvætt í það og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna skipulagsbreytinguna fyrir lóðarhöfum Austurgötu 4, Skúlagötu 2 og Skúlagötu 4 í samræmi við 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Berist athugasemdir úr grenndarkynningu skal taka málið aftur fyrir í skipulagsnefnd. Berist engar athugasemdir, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild skv. að uppfylltum skilyrðum 2.4.3. gr. byggingarreglugerðar.
Arnar Geir yfirgefur fund.

4.Birkilundur 27 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2212018Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu umsókn Hafnargata ehf. fyrir stækkun á frístundarhúsi við Birkilund 27 ásamt innanhúss breytingum skv. aðaluppdrætti dags. 18.12.2022. Húsið er skráð 33,m2 og verður eftir stækkun 68,4m2. Stækkunin er á steyptum staurum og meginburðarvirki hússins er timbur.

Lóðarmörk eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi uppdrætti eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag en þau eru teiknuð með hliðsjón af tillögu að breytingu á deiliskipulagi frá 2006. Staðsetning stækkunarinnar er einnig að hluta til innan við 10 m frá lóðarmörkum og því ekki í samræmi við gr.5.3.2.12 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Til stendur að halda áfram með deiliskipulagsgerðina þegar félag lóðarhafa og eigenda hefur verið stofnað (sjá mál 2209002 og afgreiðslur skipulagnefndar, bæjarráðs og bæjarstjórnar frá september 2022).

Þar sem ekkert er kveðið á um byggingarmagn í gildandi deiliskipulagi frá 1984, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd hafnar umsókn Hafnargötu ehf. um stækkun á frístundahúsi þar sem staðsetning hússins er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og gr. 5.3.2.12 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Aron Bjarni víkur af fundi.

5.Hamraendar 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu athugasemd úr grenndarkynningu vegna byggingaráforma og byggingarleyfis fyrir Hamraenda 4.

Rarik gerir athugasemdir við staðsetningu og stærð fyrirhugaðrar byggingar og mælist til þess að byggingin verði færð nær spennistöð/götu og stytt þannig að hún passi hlutfallslega betur á lóðina. Rarik telur að slík breyting komi til með að hafa jákvæðari sjónræn áhrif séð frá Hamraendum 2 og falli betur að núverandi götumynd. Rarik fer fram á að fjarlægð frá lóðarmörkum nemi a.m.k. 1-2 metrum. Jafnframt bendir Rarik á að ekki hafi verið gengið frá lóðaleigusamningi við Rarik ohf. vegna minnkunar á lóð svo þessi framkvæmd verði möguleg.

Forsaga:
Rjúkandi ehf. um byggingarheimild og byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði við Hamraenda 4 Stykkishólmi í samræmi við gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 111/2012 m.s.br.

Húsið er 769,6m2 og 3748,1m3. Það verður á steyptum grunni og megin burðargrind hússins verður límtré, útveggir og þak verður klætt með yleiningum.

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Á 2. fundi skipulagsnefndar 15. ágúst sl., samþykkti nefndin að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum við Hamraenda 1, 2, 3 og 6-8 skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi fyrirvörum: að húsið verði fært frá lóðarmörkum Hamraenda 2 um a.m.k. 2 metra á sléttu landi þannig að hægt verði að sinna viðhaldi þess og að hæð hússins verði þannig að gólfkóti þess verði í samræmi við lóð 6-8 (sami landhalli). Einnig fól nefndin byggingarfulltrúa að útbúa, til glöggvunar, sneiðmynd sem sýnir gólfkóta og hæð í götu fyrir lóðir 2, 4 og 6-8. Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að engar athugasemdir hafi borist, vísaði nefndin málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 2. fundi, 18. ágúst sl.

Á 5. fundi skipulagsnefndar 28. nóvember sl., var umbeðin sneiðmynd vegna fyrirhugaðrar grenndarkynningar lögð fram til kynningar. Nefndin samþykkti að grenndarkynna umsókn um byggingarheimild og byggingarleyfi í samræmi við gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 111/2012 m.s.br. samkvæmt framlagðri sneiðmynd, sem sýnir rauðmerktan byggingarreit með GK 11.00 og að fenginni skriflegri staðfestingu lóðarhafa Hamraenda 2.

Einnig var lagt fram til upplýsingar minnsblað bæjarstjóra, sem lagt var fram á 5. fundi bæjaráðs vegna úrskurðar ÚUA í tengslum við uppbyggingu á Nesvegi 22a og áhrifa sem úrskurðurinn kann að hafa á uppbyggingu á Hamraendum.

Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 6. fundi sínum þann 1. desember sl. og bæjarstjórn á 7. fundi sínum þann 8. desember sl.

Í tölvupósti frá Rarik (Haukur Garðarsson) dags. 1. desember sl. staðfestir Rarik lóðarmörk samkvæmt uppdrætti. Þar með teljast öll skilyrði skiplagsnefndar frá 2. fundi 15. ágúst sl. og 5. fundi 28. nóvember uppfyllt.

Grenndarkynning fyrir lóðarhöfum við Hamraenda 1, 2, 3 og 6-8 fór fram 5. desember til og með 3. janúar sl.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að fyrirhuguð bygging verði færð nær spennistöð á lóð Rarik en þó ekki nær en 2 metrum frá lóðarmörkum. Nefndin gerir kröfu um að langveggur byggingarinnar sem snýr að lóð Rarik verði steyptur sem nemur hæðarmörkum lóðar Rarik og gengið frá lóð með fyllingu að byggingu.
Aron Bajarni kemur inn að nýju.

6.Áskinn 6 - fyrirspurn

Málsnúmer 2211034Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgeiðslu fyrirspurn Erlu Friðriksdóttur til byggingarfulltrúa frá 14. nóvember 2022 um breytingu á skipulagsskilmálum fyrir Áskinn 6 úr einnar hæðar einbýli, tvíbýli eða þríbýli í raðhús með fjórum íbúðareiningum. Áætlað byggingarmagn er samtals um 216.5 m2.

Þar sem tímafrestur lóðarhafa til að skila inn byggingarnefndarteikningum, skv. gr. 3.5 í úthlutunarreglum lóða fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði, myndi renna út 23. desember og ekki náðist að taka fyrirspurnina fyrir á 5. fundi skipulagsnefndar (28.11.2022), óskaði lóðarhafi eftir fresti til þess að leggja byggingarteikningar fram þar til skipulagsnefnd og bæjarstjórn hefðu tekið afstöðu til fyrirspurnarinnar. Þar sem um var að ræða tafir af hálfu sveitarfélagsins, veitti bæjarstjóri lóðarhafa umbeðna framlengingu í tölvupósti 29.11.2022.

Forsaga:
Áform um stofnun lóðar við Áskinn 6, voru grenndarkynnt í ágúst 2020 fyrir íbúum í nágrenninu og var í kynningargögnum gerð grein fyrir skipulagsskilmálum lóðarinnar og var skv. þeim heimilt að byggja á lóðinni einnar hæðar einbýli, parhús eða þríbýli. Jafnframt kom fram í kynningunni að þar sem ekki sé til deiliskipulag fyrir svæðið, þurfi að grenndarkynna byggingarteikningar skv. 44. gr. skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust frá íbúum.

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar 27. apríl 2022 og var úthlutað 23. júní 2022.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirspurn lóðarhafa. Sækji lóðarhafi um breytingu á notkun lóðar, samkvæmt framlögðum gögnum, felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu fyrir lóðarhöfum Áskinn 3,4,5 og 7 og Ásklif 5, 7 og 9 skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Berist ekki athugasemdir úr grenndarkynningu, felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að útbúa nýtt lóðarblað og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr.2.4.4. byggingarreglugerðar 112/2012 m.s.br.

7.Deiliskipulag Skipavíkursvæðis

Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem borist hafa við skipulagslýsingu fyrir Skipavíkursvæðið.
Lagt fram til kynningar

8.Skipulag athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda.

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem borist hafa við skipulagslýsingu vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda. Engar athugasemdir bárust frá íbúum eða öðrum hagsmunaaðilum.
Lagt fram til kynningar.

9.Önnur mál í vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði

Málsnúmer 2203017Vakta málsnúmer

Farið verður yfir stöðuna í ýmsum málum sem eru í vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?