Fara í efni

Aðalgata 20 - breyting á notkun mannvirkis

Málsnúmer 2211045

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 5. fundur - 28.11.2022

Eggert og Siggi ehf. sækir um breytingu á notkun matshluta 020101 á Aðalgötu 20 úr skrifstofu í íbúð.

Samkvæmt Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 er Aðalgata 20 á reit sem skilgreindur er sem "miðsvæði" og nær yfir Aðalgötu 20, 22 og 24 ásamt Þvervegi 2. Engir frekari skipulagsskilmálar eru fyrir þennan tiltekna reit í aðalskipulaginu.

Á deiliskipulagsuppdrætti fyrir svæðið "Stykkishólmur miðbær" frá 2003 er húsið skráð fyrir "þjónusta og 3 íbúðir". Engir frekari skipulagsskilmálar eru fyrir fasteignina.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða frekar skipulagsforsendur og framtíðarsýn umrædds miðsvæðis og leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndarinnar með tillögu að afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 6. fundur - 12.01.2023

Lögð fram að nýju umsókn Eggerts og Sigga ehf. um breytingu á notkun eignarhluta 020101 á Aðalgötu 20 úr skrifstofu í íbúð ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa um túlkun á skipulagsskilmálum fyrir lóðina.

Samkvæmt Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 er Aðalgata 20 á reit sem skilgreindur er sem "miðsvæði" og nær yfir Aðalgötu 20, 22 og 24 ásamt Þvervegi 2. Engir frekari skipulagsskilmálar eru fyrir þennan tiltekna reit í aðalskipulaginu.

Á deiliskipulagsuppdrætti fyrir svæðið "Stykkishólmur miðbær" frá 2003 gera skipulagsskilmálar ráð fyrir að í húsinu sé "þjónusta og 3 íbúðir". Engir frekari skipulagsskilmálar eru fyrir fasteignina. í húsinu eru nú þegar þrjár íbúðir á efri hæð.

Forsaga:
Á 5. fundi skipulagsnefndar 28. nóvember s.l. fól nefndin skipulagsfulltrúa að skoða frekar skipulagsforsendur og framtíðarsýn umrædds miðsvæðis í aðalskipulagi og leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndarinnar með tillögu að afgreiðslu.
Skipulagsnefnd hafnar umsókn Eggerts og Sigga ehf. um breytingu á skilgreiningu í deilskipulagi úr "þjónusta" í íbúðarhúsnæði. Jafnframt hafnar nefndin fyrir sitt leiti að gerð verði breyting á deiliskipulagi.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Lögð fram umsókn Eggerts og Sigga ehf. um breytingu á notkun eignarhluta á Aðalgötu 20 úr skrifstofu í íbúð ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa um túlkun á skipulagsskilmálum fyrir lóðina og frekari gögn.

Skipulagsnefnd hafnaði, á 6. fundi sínum, umsókn Eggerts og Sigga ehf. um breytingu á skilgreiningu í deilskipulagi úr "þjónusta" í íbúðarhúsnæði. Jafnframt hafnar nefndin fyrir sitt leiti að gerð verði breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð óskar eftir lagalegu minnisblaði vegna málsins til viðbótar við minnisblað skipulagsfulltrúa. Þar til það liggur fyrir er afgreiðslu málsins frestað.

Vegna þess tíma sem liðinn er frá því að erindið var sent til sveitarfélagsins leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að bæjarráði verði falið fullnaðarumboð til ákvörðunar vegna málsins þegar minnisblaðið liggur fyrir.
Getum við bætt efni síðunnar?