Fara í efni

Skipulagsnefnd

5. fundur 28. nóvember 2022 kl. 16:30 - 17:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gretar D. Pálsson aðalmaður
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Ásgeir Gunnar Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Grétar Jónasson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalgata 20 - breyting á notkun hluta húss

Málsnúmer 2211045Vakta málsnúmer

Eggert og Siggi ehf. sækir um breytingu á notkun matshluta 020101 á Aðalgötu 20 úr skrifstofu í íbúð.

Samkvæmt Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 er Aðalgata 20 á reit sem skilgreindur er sem "miðsvæði" og nær yfir Aðalgötu 20, 22 og 24 ásamt Þvervegi 2. Engir frekari skipulagsskilmálar eru fyrir þennan tiltekna reit í aðalskipulaginu.

Á deiliskipulagsuppdrætti fyrir svæðið "Stykkishólmur miðbær" frá 2003 er húsið skráð fyrir "þjónusta og 3 íbúðir". Engir frekari skipulagsskilmálar eru fyrir fasteignina.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða frekar skipulagsforsendur og framtíðarsýn umrædds miðsvæðis og leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndarinnar með tillögu að afgreiðslu.

2.Aðalgata 20 - breyting á notkun hluta húss

Málsnúmer 2211046Vakta málsnúmer

Björgvin Guðni Sigurðsson, fyrir hönd AU44 ehf., óskar eftir breytingu á skráningu eignarhluta 010101 Aðalgötu 20 úr iðnaði í íbúð.

Samkvæmt Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 er Aðalgata 20 á reit sem skilgreindur er sem "miðsvæði" og nær yfir Aðalgötu 20, 22 og 24 ásamt Þvervegi 2. Engir frekari skipulagsskilmálar eru fyrir þennan tiltekna reit í aðalskipulaginu.

Á deiliskipulagsuppdrætti fyrir svæðið "Stykkishólmur miðbær" frá 2003 er húsið skráð fyrir "þjónusta og 3 íbúðir". Engir frekari skipulagsskilmálar eru fyrir fasteignina.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða frekar skipulagsforsendur og framtíðarsýn umrædds miðsvæðis og leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndarinnar með tillögu að afgreiðslu.

3.Hamraendi 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Lögð er fram sneiðmynd fyrir Hamraenda 4, sem unnin hefur verið sérstaklega að beiðni nefndarinnar vegna fyrirhugaðrar grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum Hamraenda 1, 2, 3 og 6-8.

Einnig er lagt fram, til upplýsingar, minnsblað bæjarstjóra, sem lagt var fram á 5. fundi bæjaráðs vegna úrskurðar ÚUA í tengslum við uppbyggingu á Nesvegi 22a og áhrifa sem úrskurðurinn kann að hafa á uppbyggingu á Hamraendum.

Forsaga:
Sótt er um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði við Hamraenda 4 Stykkishólmi. Húsið er 769,6m2 og 3748,1m3. Húsið verður á steyptum grunni og megin burðargrind hússins verður límtré, útveggir og þak verður klætt með yleiningum.

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Á 2. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin að grenndarkynna byggingaráform Rjúkandi ehf. skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim fyrirvara að húsið verði fært frá lóðarmörkum Hamraenda 2 um a.m.k. 2 metra á sléttu landi þannig að hægt verði að sinna viðhaldi hússins. Einnig þarf hæð hússins að vera þannig að gólfkóti þess verði í samræmi við lóð 6-8. Að auki felur nefndin byggingarfulltrúa að útbúa, til glöggvunar, sneiðmynd sem sýnir gólfkóta og hæð í götu fyrir lóðir 2, 4 og 6-8.

Að þessum skilyrðum uppfylltum verður grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hamraenda 1, 2, 3 og 6-8. Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að engar athugasemdir hafi borist, vísar nefndin málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna umsókn um byggingarheimild og byggingarleyfi í samræmi við gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 111/2012 m.s.br. samkvæmt framlagðri sneiðmynd, sem sýnir rauðmerktan byggingarreit með GK 11.00 og að fenginni skriflegri staðfestingu lóðarhafa Hamraenda 2.

4.Deiliskipulag hafnarsvæðis við Skipavík

Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar skipulagsvinnu á hafnarsvæði viið Skipavík.

Forsaga:
Á 4. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin samhljóða að svæði, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem hafnarsvæði við Skipavík, verði deiliskipulagt og eftir atvikum gerðar samhliða breytingar á aðalskipulagi. Vinna og verklag verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að vinna drög að skipulagslýsingu og leggja fyrir fund nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að lýsingu, með minniháttar breytingum samkvæmt tillögum nefndarinnar, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna hafnarsvæðis við Skipavík og tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sama svæði sem unnið verður samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna í samræmi við skipulagslög og leita umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra lögboðinna umsagnaraðila.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni síðunnar?