Fara í efni

Austurgata 6 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2211047

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 6. fundur - 12.01.2023

Lögð er fram til afgreiðslu umsókn Rerum ehf., f.h. Helga Björgvins Haraldssonar, um leyfi fyrir svölum á suðvesturhlið Austurgötu 6 með hurð úr stofunni. Samkvæmt aðaluppdrætti dags. 14.11.2022, eru svalirnar 8,3 m2 og ná 3 m út frá húsinu. Gert er ráð fyrir stiga af svölunum niður í garð.

Austurgata 6 er steinsteypt hús byggt 1936. Í deiliskipulagi fyrir reitinn frá 2022 er ekki gert ráð fyrir svölum á húsinu. Deiliskipulagið heimilar hinsvegar svalir á nýbyggingum sitt hvoru megin við það og mega svalirnar ná 1 m út fyrir byggingarreit. Form og grunnflötur Austurgötu 6 svipar til Austurgötu 6A.

Þar sem umrædd breyting er ekki í samræmi við deiliskipulagsskilmála, vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á umsókn Rerum ehf. um byggingu svala á grunni núverandi gagna þar sem fjarlægð þeirra út frá húsinu er ekki í samræmi við skilmála í gildandi deiliskipulagi.

Óski umsækjandi eftir að vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með hliðsjón af framlögðum uppdráttum, tekur nefndin fyrir sitt leiti jákvætt í það og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna skipulagsbreytinguna fyrir lóðarhöfum Austurgötu 4, Skúlagötu 2 og Skúlagötu 4 í samræmi við 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Berist athugasemdir úr grenndarkynningu skal taka málið aftur fyrir í skipulagsnefnd. Berist engar athugasemdir, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild skv. að uppfylltum skilyrðum 2.4.3. gr. byggingarreglugerðar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Lögð er fram umsókn Rerum ehf., f.h. Helga Björgvins Haraldssonar, um leyfi fyrir svölum á suðvesturhlið Austurgötu 6 ásamt frekari gögnum. Þar sem umrædd breyting er ekki í samræmi við deiliskipulagsskilmála, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd gat ekki, á 6. fundi sínum, fallist á umsókn Rerum ehf. um byggingu svala þar sem fjarlægð þeirra út frá húsinu var ekki í samræmi við skipulagsskilmála í gildandi deiliskipulagi. Óski umsækjandi eftir að vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með hliðsjón af framlögðum uppdráttum, tekur nefndin fyrir sitt leyti jákvætt í það og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna skipulagsbreytinguna fyrir lóðarhöfum Austurgötu 4, Skúlagötu 2 og Skúlagötu 4 í samræmi við 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Berist athugasemdir úr grenndarkynningu skal taka málið aftur fyrir í skipulagsnefnd. Berist engar athugasemdir, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild skv. að uppfylltum skilyrðum 2.4.3. gr. byggingarreglugerðar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 9. fundur - 26.01.2023

Lögð er fram umsókn Rerum ehf., f.h. Helga Björgvins Haraldssonar, um leyfi fyrir svölum á suðvesturhlið Austurgötu 6 ásamt frekari gögnum. Þar sem umrædd breyting er ekki í samræmi við deiliskipulagsskilmála, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd gat ekki, á 6. fundi sínum, fallist á umsókn Rerum ehf. um byggingu svala þar sem fjarlægð þeirra út frá húsinu var ekki í samræmi við skipulagsskilmála í gildandi deiliskipulagi. Óski umsækjandi eftir að vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með hliðsjón af framlögðum uppdráttum, tekur nefndin fyrir sitt leyti jákvætt í það og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna skipulagsbreytinguna fyrir lóðarhöfum Austurgötu 4, Skúlagötu 2 og Skúlagötu 4 í samræmi við 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Berist athugasemdir úr grenndarkynningu skal taka málið aftur fyrir í skipulagsnefnd. Berist engar athugasemdir, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild skv. að uppfylltum skilyrðum 2.4.3. gr. byggingarreglugerðar.

Bæjarráð staðfesti, á 7. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.

Lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?