Fara í efni

Erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp

Málsnúmer 2303005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 9. fundur - 21.03.2023

Lagt fram erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp varðandi leik- og grunnskólamál. Í erindinu er þess farið á leit að Svf. Stykkishólmur veiti leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra, ásamt oddvitum beggja lista, að semja við fulltrúa Eyja-og Miklaholtshrepps um leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp.

Bæjarráð - 11. fundur - 27.04.2023

Á 9. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp varðandi leik- og grunnskólamál. Í erindinu er þess farið á leit að Sveitarfélagið Stykkishólmur veiti leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Bæjarráð tók á fundi sínum jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra, ásamt oddvitum beggja lista, að semja við fulltrúa Eyja-og Miklaholtshrepps um leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Fyrir bæjarráð eru lögð fram tillögur að samningum sveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir samninga við Eyja-og Miklaholtshrepp um skólamál leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þá.

Bæjarstjórn - 13. fundur - 04.05.2023

Á 9. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp varðandi leik- og grunnskólamál. Í erindinu er þess farið á leit að Sveitarfélagið Stykkishólmur veiti leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Bæjarráð tók á fundi sínum jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra, ásamt oddvitum beggja lista, að semja við fulltrúa Eyja-og Miklaholtshrepps um leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Fyrir bæjarstjórn eru lagðar tillögur að samningum sveitarfélaganna.

Á 11. fundi sínum samþykkti bæjarráð samningana og lagði jafnframt til við bæjarstjórn að samþykkja þá.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samninga við Eyja-og Miklaholtshrepp.

Skóla- og fræðslunefnd - 7. fundur - 23.05.2023

Á 9. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp varðandi leik- og grunnskólamál. Í erindinu er þess farið á leit að Sveitarfélagið Stykkishólmur veiti leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Bæjarráð tók á fundi sínum jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra, ásamt oddvitum beggja lista, að semja við fulltrúa Eyja-og Miklaholtshrepps um leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Fyrir bæjarstjórn eru lagðar tillögur að samningum sveitarfélaganna.

Á 13. fundi sínum samþykkti bæjastjórn samningana.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?