Fara í efni

Bæjarstjórn

13. fundur 04. maí 2023 kl. 17:00 - 18:46 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir forseti
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð - 11

Málsnúmer 2304004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 11. fundar bæjarráðs.
Framlagt til kynningar.

2.Skóla- og fræðslunefnd - 6

Málsnúmer 2303006FVakta málsnúmer

Lögð fram 6. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Framlagt til kynningar.

3.Skipulagsnefnd - 10

Málsnúmer 2303008FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 10. fundar skipulagsnefndar.
Framlagt til kynningar.

4.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag - fundargerðir

Málsnúmer 2304025Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð fyrsta fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélag.
Framlagt til kynningar.

5.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Breiðafjarðarnefndar nr. 212, frá 14. febrúar 2023.
Framlagt til kynningar.
Fylgiskjöl:

6.Fundargerðir stjórnar Náttúrstofu Vesturlands

Málsnúmer 2106024Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá stjórnarfundi Náttúrustofu Vesturlands frá föstudeginum 17. febrúar sl.
Framlagt til kynningar.

7.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var fimmtudaginn 30. mars sl.
Framlagt til kynningar.

8.Aðgengisúttekt

Málsnúmer 2303041Vakta málsnúmer

Lögð fram aðgengisúttekt sem unnin var af Travable sumarið 2022.
Framlagt til kynningar.

9.Bráðabirgauppgjör jan-mars 2023

Málsnúmer 2304024Vakta málsnúmer

Lagt fram bráðabirgðauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2023.
Lagt fram til kynningar.
Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi sveitarfélags kom inn á fundinn.

10.Ársreikningur Sveitarfélagsins Stykkishólms 2022

Málsnúmer 2304028Vakta málsnúmer

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2022.

Á 11. fundi sínum samþykkti bæjarráð ársreikninginn fyrir sitt leyti og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir árinu 2022 hjá sveitarfélaginu og helstu áhrifum ársins 2022 á fjárhag bæjarins og helstu lykiltölum. Þá kom Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi Sveitarfélagsins Stykkishólmur inn á fund og gerðu grein fyrir ársreikningi Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022 og svaraði spurningum.

---

Yfirferð bæjarstjóra um ársreikning Sveitarfélagsins Stykkishólms 2022:

Rekstrartekjur samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta námu 2.271 millj. kr. á árinu en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.947 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 80 millj. kr. en fjárhagsáætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 99 millj. kr. Rekstrartekjur A og B hluta jukust um 11% milli ára. Rekstrargjöld jukust um 7% milli ára og eru 2% lægri en áætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti á fundi sínum þann 27. október 2022 viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022. Með samþykkt viðaukans var tekin ákvörðun um að leggja niður Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi með framlagi til sjóðsins og færslu eigna hans og skulda annars vegar yfir í Eignasjóð og hins vegar í Aðalsjóð. Heildaráhrif þessa á rekstrarniðurstöðu A hluta sveitarfélagsins eru neikvæð sem nemur 113 millj. kr. en um er að ræða einsskiptis aðgerð sem hafði veruleg áhrif á afkomu A hluta sveitarfélagsins á árinu 2022.

Veltufé frá rekstri nam á árinu 2022 244 millj. kr. samanborið við 208 millj. kr. árið áður. Veltufé frá rekstri var 42 millj. kr. umfram fjárhagsáætlun með viðaukum sem gert hafði ráð fyrir að veltufé frá rekstri næmi 202 millj. kr. Handbært fé í árslok nam 135 millj. kr. og lækkaði um 36 millj. kr. á árinu.

Fjárfestingahreyfingar A og B hluta á árinu 2022 námu 108 millj. kr. Lántökur á árinu námu 100 millj. kr. og afborganir langtímalána voru 207 millj. kr.

Skuldaviðmið A og B hluta Sveitarfélagsins Stykkishólmur í árslok 2022 var 107% enr rekstrarjöfnuður síðastliðinna þriggja ára er neikvæður um 218 millj. kr.

Sveitarfélagið innleiddi á árinu 2022 reglugerðarbreytingu nr. 230/2021 á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Breytingin felur í sér að samstarfsverkefni eru nú færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélagsins miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins á rekstri samstarfsverkefnanna. Í ársreikningnum er hlutdeild sveitarfélagsins í einstökum liðum rekstrar og efnahags þessara samstarfsverkefna færð til samræmis við ábyrgð sveitarfélagsins. Í ársreikninginum hefur samanburðarfjárhæðum við árið 2021 verið breytt til samræmis.

Fyrirliggjandi ársreikningur sýnir að sveitarfélagið byggjum á traustum grunni, en á sama tíma liggja fyrir ýmsar áskoranir. Áherslur bæjarstjórnar á árinu 2022 og á yfirstandandi ári er að skapa áfram eftirsóknarvert umhverfi fyrir fólk og fyrirtæki, standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins, sérstaklega um hag barna og fjölskyldna þeirra og eldra fólks, og sækja af ábyrgð fram með samfélagslega mikilvægum fjárfestingum innviða sem komi til með að skapa svigrúm til eflingar samfélagsins á svæðinu á sama tíma og stefnt er að því að tryggja að skuldaviðmið og skuldahlutföll séu að lækka markvisst á tímabilinu. Þessar áherslur og markmið bæjarstjórnar endurspeglast í fyrirliggjandi ársreikningi og samþykktum áætlunum, en það er alltaf áskorun frá degi til dags að tryggja að þessi markmið nái fram að ganga.

Áfram þarf að leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri bæjarins á sama tíma og þjónusta við bæjarbúa verði eins og best verður á kosið. Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins þurfa að vera og eru vakandi fyrir ákveðnum þáttum í rekstri sem endurspeglast í þessum ársreikningi. Það þarf að huga að því og vinna markvisst að því að ná enn meira upp veltufé frá rekstri, sem þarf að standa undir afborgunum skulda og skuldbindinga líkt og endurspeglast í fyrirliggjandi ársreikningi, þannig að rekstur geti áfram staðið undir greiðslu skulda og nauðsynlegum fjárfestingum.

---

Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Sveitarfélagsins Stykkishólms 2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Haraldur vék af fundi.

11.Innleiðing hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 2211024Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra þar vegna fyrirhugaðra grenndarstöðva. Í minnisblaðinu er lögð fram tillaga að útfærslu á grenndarstöð sem talin er snyrtileg og öflug fyrir íslenskar aðstæður. Þá eru jafnframt lagðar fram tillögur að staðsetningum fyrir grenndarstöðvar, en bæjarstjóri leggur til að þeim tillögum verði vísað til meðferðar í skipulagsnefnd.

Á 11. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillögu bæjarstjóra og að fyrstu þrjár staðsetningarnar verði í Lágholti, Búðarnesvegi og Skúlagötu. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

12.Verklagsreglur um ráðningar starfsmanna

Málsnúmer 2304022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga KPMG að uppfærðum verklagsreglum um ráðningu starfsmanna sveitarfélagsins.

Á 11. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillöguna og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærðar verklagsreglur með áorðnum breytingum um ráðningu starfsmanna sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn samþykkir verklagsreglur um ráðningu starfsmanna sveitarfélagsins, með áorðnum breytingum.

13.Sameining Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar - Dreifbýlisráð

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar lagði til að sett yrði á fót sérstakt dreifbýlisráð til tryggja áhrif íbúa í dreifbýli á stjórnsýslu sameinaðs sveitarfélags í tilgangi að draga úr áhyggjum íbúa í dreifbýli af að missa áhrif á verkefni í nærsamfélaginu og annast það sérverkefni sem snúa að íbúum þess hluta sveitarfélagsins.

Strax í upphaf þessa kjörtímabils hófst undirbúningur hins sameinaða sveitarfélags á breytingum á samþykkt um stjórn þess og var gengið frá þeim breytingum með síðari umræðu í ágúst 2022. Í kjölfarið kom í ljós að um sumarið hafði verið lögfest lagaákvæði sem kvað um að setningu reglna um framkvæmd íbúakosninga sveitarfélaga og til að til að tryggja að íbúakosning á vegum sveitarfélags uppfylli grundvallarskilyrði um lýðræðislegar kosningar skuli ráðuneytið setja reglugerð að höfðu samráði við landskjörstjórn þar sem mælt er fyrir um þau lágmarksatriði sem fram skulu koma í reglum sveitarfélaga um íbúakosningar, sbr. 4. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 83/2022.

Sveitarfélagið hefur frá þeim tíma verið að kalla eftir setningu umræddrar reglugerðar þannig að geti haldið íbúakosningu og sett umrætt dreifbýlisráð á fót. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur nú staðfest nýja reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga sem fjallar um þau lágmarksatriði sem þurfa að koma fram í reglum sveitarfélaga um framkvæmd íbúakosninga. Reglugerðin tók gildi 1. apríl 2023.

Lögð fram reglugerð 323/2023 um íbúakosningar sveitarfélaga, ásamt tillögu að reglum sveitarfélagsins um kosningu í dreifbýlisráð.

Bæjarráð samþykkti á 11. fundi sínum tillögu að reglum um íbúakosningu í dreifbýlisráð og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja þær.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að reglum um íbúakosningau í dreifbýlisráð.

14.Samkomulag við Eyja- og Miklaholtshrepp um þjónustu í skólamálum o.fl.

Málsnúmer 2303005Vakta málsnúmer

Á 9. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp varðandi leik- og grunnskólamál. Í erindinu er þess farið á leit að Sveitarfélagið Stykkishólmur veiti leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Bæjarráð tók á fundi sínum jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra, ásamt oddvitum beggja lista, að semja við fulltrúa Eyja-og Miklaholtshrepps um leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Fyrir bæjarstjórn eru lagðar tillögur að samningum sveitarfélaganna.

Á 11. fundi sínum samþykkti bæjarráð samningana og lagði jafnframt til við bæjarstjórn að samþykkja þá.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samninga við Eyja-og Miklaholtshrepp.

15.Landfyllingar, jarðmótun og manir

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Lagar eru fram tillögur að landfyllingum, jaðmótunum og mönum innan sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkti á 11. fundi fyrirliggjandi tillögur að landfyllingum, jaðmótunum og mönum innan sveitarfélagsins og vísaði málinu til frekari vinnslu og útfærslu hjá skipulagsfulltrúa. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

16.Kennslukvóti fyrir skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 2304030Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Grunnskólans í Stykkishólmi um kennslukvóta fyrir skólaárið 2023-2024.

Á 11. fundi sínum samþykkti bæjarráð beiðni skólastjóra um kennslukvóta við Grunnskólann í Stykkishólmi skólaárið 2023-2024 og tillögur skólastjóra um stuðningsfulltrúa og ráðningu í 50% stöðu forfallakennara. Bæjarráð vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

17.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Minnispunktar bæjarstjóra framlagðir.
Yfirferð bæjarstjóra frestað til fundar bæjarstjórnar í næstu viku.

Fundi slitið - kl. 18:46.

Getum við bætt efni síðunnar?