Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting vestan Borgarbrautar (R1)
Málsnúmer 2306038
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 12. fundur - 19.06.2023
Lagðar fram hugmyndir að deiliskipulagsbreytingu vestan Borgarbrautar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Brákar íbúðarfélagsi hses. á grundvelli laga nr. 52/2016, um almennar leiguíbúðir, og reglugerðar nr. 183/2020, um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir, en markmiðið með veitingu stofnframlaga er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi vestan Borgarbrautar (R1) fyrir íbúðir fyrir Brák íbúðafélag hses. í kjölfar samþykktar umsóknar Sveitarfélagsins Stykkishólms, f.h. Brákar íbúðafélag hses., um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023
Lagðar fram hugmyndir að deiliskipulagsbreytingu vestan Borgarbrautar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Brákar íbúðarfélagsi hses. á grundvelli laga nr. 52/2016, um almennar leiguíbúðir, og reglugerðar nr. 183/2020, um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir, en markmiðið með veitingu stofnframlaga er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði.
Skipulagsnefnd samþykkri á 12. fundi sínum að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi vestan Borgarbrautar (R1) fyrir íbúðir fyrir Brák íbúðafélag hses. í kjölfar samþykktar umsóknar Sveitarfélagsins Stykkishólms, f.h. Brákar íbúðafélag hses., um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Skipulagsnefnd samþykkri á 12. fundi sínum að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi vestan Borgarbrautar (R1) fyrir íbúðir fyrir Brák íbúðafélag hses. í kjölfar samþykktar umsóknar Sveitarfélagsins Stykkishólms, f.h. Brákar íbúðafélag hses., um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Bæjarráð stafestir afgreiðslu skipulagsnefndar, þó að þannig að skoða skipulagsbreytingar austan Borgarbrautar í þessu sambandi.
Skipulagsnefnd - 26. fundur - 20.01.2025
Skipulagshönnuður kemur til fundar og gerir grein fyrir hugmyndum að deiliskipulagsbreytingum vestan Borgarbrautar.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna á þeirri vinnu sem fram fór haustið 2021 samhliða öðrum breytingum sem verið var að vinna að á þeim tíma. Vegna áhuga byggingaraðila um samstarf við uppbyggingu á svæðinu til að hraða uppbyggingu er mikilvægt að ákvörðun sveitarfélagsins um slíkt samtarf liggi fyrir áður en vinu við skipulag á svæðinu verði haldið áfram.
Bæjarráð - 29. fundur - 23.01.2025
Á 26. fundi skipulagsnefndar gerði skipulagshönnuður grein fyrir hugmyndum að deiliskipulagsbreytingum vestan Borgarbrautar. Skipulagsnefnd þakkaði fyrir kynninguna á þeirri vinnu sem fram fór haustið 2021 samhliða öðrum breytingum sem verið var að vinna að á þeim tíma. Vegna áhuga byggingaraðila um samstarf við uppbyggingu á svæðinu til að hraða uppbyggingu taldi skipulagsnefnd mikilvægt að ákvörðun sveitarfélagsins um slíkt samtarf liggi fyrir áður en vinnu við skipulag á svæðinu er haldið áfram.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð - 35. fundur - 08.08.2025
Á 34. fundi bæjarráðs var lagt til að lóðin R1 í Víkurhverfi verði auglýst laus til umsóknar með það að markmiði að umsækjandi sæki til sveitarfélagsins um heimild til uppbyggingar á lóðinni á grunni gr. 4.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins með þeirri forsendu að miðað verði við 600 fm2 byggingarmagn, bílastæði snúi að Borgarbraut og íbúðir verði allt að fjórar með bílskúrsheimild. Forgangsröðun úthlutunnar til áhugasamra aðila skuli byggja á gr. 4.2.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins. Bæjarstjórn samþykkti, á 38. fundi sínum, að auglýsa eftir áhugasömum aðilum á framangreindum forsendum til samtals um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi sem getur orðið grundvöllur að lóðarúthlutun í framhaldinu. Auglýst var eftir áhugasömum til samtals um uppbyggingu á lóðinni 27. júní sl. Einn aðili, Skipavík ehf., sóttist eftir samtali við sveitarfélagið um uppbyggingu á lóðinni. Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra ásamt tillögu að afgreiðslu málsins.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn - 39. fundur - 28.08.2025
Á 34. fundi bæjarráðs var lagt til að lóðin R1 í Víkurhverfi verði auglýst laus til umsóknar með það að markmiði að umsækjandi sæki til sveitarfélagsins um heimild til uppbyggingar á lóðinni á grunni gr. 4.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins með þeirri forsendu að miðað verði við 600 fm2 byggingarmagn, bílastæði snúi að Borgarbraut og íbúðir verði allt að fjórar með bílskúrsheimild. Forgangsröðun úthlutunnar til áhugasamra aðila skuli byggja á gr. 4.2.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn samþykkti, á 38. fundi sínum, að auglýsa eftir áhugasömum aðilum á framangreindum forsendum til samtals um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi sem gæti orðið grundvöllur að lóðarúthlutun í framhaldinu.
Auglýst var eftir áhugasömum til samtals um uppbyggingu á lóðinni 27. júní sl. Einn aðili, Skipavík ehf., sóttist eftir samtali við sveitarfélagið um uppbyggingu á lóðinni. Á fundinum var lagt fram minnisblað bæjarstjóra ásamt tillögu að afgreiðslu málsins.
Bæjarráð vísaði, á 35. fundi sínum, tillögunni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti, á 38. fundi sínum, að auglýsa eftir áhugasömum aðilum á framangreindum forsendum til samtals um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi sem gæti orðið grundvöllur að lóðarúthlutun í framhaldinu.
Auglýst var eftir áhugasömum til samtals um uppbyggingu á lóðinni 27. júní sl. Einn aðili, Skipavík ehf., sóttist eftir samtali við sveitarfélagið um uppbyggingu á lóðinni. Á fundinum var lagt fram minnisblað bæjarstjóra ásamt tillögu að afgreiðslu málsins.
Bæjarráð vísaði, á 35. fundi sínum, tillögunni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að hefja samtal við Skipavík ehf. um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi á grunni fyrirliggjandi tillögu. Í ljósi yfirstandandi viðræðna við Skipavík ehf. um uppbyggingu íbúðahverfis í Víkurhverfi samþykkir bæjarstjórn að samtal um lóðina R1 verði hluti af viðræðum við Skipavík ehf. um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi.