Fara í efni

Bæjarstjórn

39. fundur 28. ágúst 2025 kl. 17:00 - 17:35 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Forseti
  • Heiðrún Höskuldsdóttir (HHÖ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Jón Sindri Emilsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.

Forseti bar upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:

- 2401022 - Samstarf um uppbyggingu í Víkurhverfi

Samþykkt samhljóða.

Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 5 á dagskrá fundarins.

1.Bæjarráð - 35

Málsnúmer 2508001FVakta málsnúmer

Lögð fram 35. fundargerð bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

2.Skipulagsnefnd - 32

Málsnúmer 2508002FVakta málsnúmer

Lögð fram 32. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026 - 2029

Málsnúmer 2508013Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026 og 2027-2029. Forsendurnar taka mið af nýútgefni þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Lagt fram til kynningar.

4.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2505056Vakta málsnúmer

Lagðar fram endurskoðaðar reglur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um sérstakan húsnæðistuðning og drög að reglum um fjárhagsaðstoð.



Bæjarráð samþykkti reglurnar á 34. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Á 38. fundi sínum, vísaði bæjarstjórn reglunum til síðari umræðu.

Bæjarráð samþykkti reglurnar á 35. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja reglur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um sérstakan húsnæðistuðning og reglur um fjárhagsaðstoð.
Bæjarstjórn samþykkir reglur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um sérstakan húsnæðistuðning og reglur um fjárhagsaðstoð.

5.Samstarf um uppbyggingu í Víkurhverfi

Málsnúmer 2401022Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti á 35. fundi sínum að auglýsa eftir aðilum til samstarfs um áframhaldandi uppbyggingu íbúðahverfis í Víkurhverfi í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi auglýsingu. Auglýsingin var birt 11. ágúst og var veittur tveggja vikna umsóknarfrestur. Einn umsókn barst sveitarfélaginu frá Skipavík ehf.



Lögð er fram umsókn Skipavíkur ehf. um samstarf um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi.
Bæjarstjórn samþykkir að hefja viðræður við Skipavík ehf. um samstarf um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi á grunni fyrirliggjandi gagna. Þar sem einungis ein umsókn barst er ekki þörf á sérstöku mati milli umsóknaraðila, en bæjarstjórn felur bæjarráði að meta almenn og sérstök hæfisskilyrði umsækjanda. Bæjarstjórn vísar samningaviðræðum við Skipavík ehf. til vinnslu í bæjarráði og að haft verði samráð við skipulagsnefnd um skipulagshluta samningsins. Bæjarstjórn mælist til þess að fulltrúar Skipavíkur ehf. fái sem fyrst tækifæri til þess að kynna áform sín og hugmyndir nánar á sameiginlegum fundi bæjarráðs og skipulagsnefndar.

6.Lóð R1 í Víkurhverfi

Málsnúmer 2306038Vakta málsnúmer

Á 34. fundi bæjarráðs var lagt til að lóðin R1 í Víkurhverfi verði auglýst laus til umsóknar með það að markmiði að umsækjandi sæki til sveitarfélagsins um heimild til uppbyggingar á lóðinni á grunni gr. 4.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins með þeirri forsendu að miðað verði við 600 fm2 byggingarmagn, bílastæði snúi að Borgarbraut og íbúðir verði allt að fjórar með bílskúrsheimild. Forgangsröðun úthlutunnar til áhugasamra aðila skuli byggja á gr. 4.2.2. í lóðarreglum sveitarfélagsins.



Bæjarstjórn samþykkti, á 38. fundi sínum, að auglýsa eftir áhugasömum aðilum á framangreindum forsendum til samtals um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi sem gæti orðið grundvöllur að lóðarúthlutun í framhaldinu.



Auglýst var eftir áhugasömum til samtals um uppbyggingu á lóðinni 27. júní sl. Einn aðili, Skipavík ehf., sóttist eftir samtali við sveitarfélagið um uppbyggingu á lóðinni. Á fundinum var lagt fram minnisblað bæjarstjóra ásamt tillögu að afgreiðslu málsins.



Bæjarráð vísaði, á 35. fundi sínum, tillögunni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að hefja samtal við Skipavík ehf. um uppbyggingu á lóð R1 í Víkurhverfi á grunni fyrirliggjandi tillögu. Í ljósi yfirstandandi viðræðna við Skipavík ehf. um uppbyggingu íbúðahverfis í Víkurhverfi samþykkir bæjarstjórn að samtal um lóðina R1 verði hluti af viðræðum við Skipavík ehf. um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi.

7.Fundaáætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs

Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar seinni huta árs 2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Ósk Íslenska Gámafélagsins um landsvæði til afnota

Málsnúmer 2508002Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Íslenska gámafélagsins þar sem óskað er eftir stækkun á lóð við Flugvallaveg 20. Bæjarráð tók erindið fyrir á 35. fundi sínum og óskaði umsagnar skipulagsnefndar.



Á 32. fundi skipulagsnefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að gerður verði afnotasamningur við Íslenska gámafélagið, sbr. tillögu skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2025. Afnotasamningur verði í gildi þar til deiliskipulag hefur verið unnið af öllu svæðinu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

9.Austurgata 4

Málsnúmer 2504006Vakta málsnúmer

Á 32. fundi skipulagsnefndar var lögð fram að nýju tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu.



Tillagan hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og var hún kynnt lóðarhöfum Austurgötu 1, 2, 3, 4a og 6 og Smiðjustíg 2 og 2a.



Athugasemdir bárust frá eigendum Smiðjustígs 2 og Austurgötu 4a.



Skipulagsfulltrúi lagði fram, til samþykktar, athugasemdir og bókun að svari við athugasemdirnar.



Skipulagsnefnd samþykkti svör við athugasemdum og framlagða deiliskipulagsbreytingu að lokinni grenndarkynningu. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og deiliskipulagið taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsefndar um að samþykkja framlagða deiliskipulagsbreytingu að lokinni grenndarkynningu og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingar og staðfestir að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar.

10.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028

Málsnúmer 2508003Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028.

Bæjarráð samþykkti, á 35. fundi sínum, tilfærslur á fjárfestingarliðum og vísaði þeim til vinnslu við viðauka 2.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028.

Samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H-listans. Bæjarfulltrúar Í-listans sitja hjá.

Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Annar viðauki ársins er fyrst og fremst millifærslur á milli liða og þar vegur mest hækkun kostnaðar vegna framkvæmda við viðbótarskólahúsnæði og fráveitu.

Undirrituð eru ekki sammála þeirri fjárhagsáætlun sem fulltrúar H-lista samþykktu fyrir yfirstandandi ár og viðauki 2 byggir á.

Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins.

Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir

11.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.

Fundi slitið - kl. 17:35.

Getum við bætt efni síðunnar?