Fara í efni

Úlfarsfell - framkvæmdaleyfi fyrir nýrri aðkomuleið

Málsnúmer 2309009

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 15. fundur - 15.11.2023

Lagt er fram til afgreiðslu umsókn Andrésar Þórs Hinrikssonar um framkvæmdaleyfi fyrir vegi í landi Úlfarsfells í Álftafirði.Í lok ágúst sl. barst skipulagsfulltrúa ábending um vegagerð í landi Úlfarsfells án framkvæmdaleyfis. Skipulagsfulltrúi setti sig tafarlaust í samband við landeiganda og stöðvaði framkvæmdirnar í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar þar til vettvangsskoðun hefði farið fram.Vettvangsskoðun fór fram 8. september sl. og kom þá í ljós að framkvæmdir við veginn voru mjög langt komnar. Í framhaldi af vettvangsskoðun sótti landeigandi um framkvæmdaleyfi. Skipulagsfulltrúi vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til formleg umsókn um framkvæmdarleyfi ásamt tilskyldum fylgiskjölum skv. reglugerð um framkvæmdarleyfi 772/20212 berst. Skipulagsnefnd ítrekar að landeigendum beri að afla tilskilinna leyfa áður en ráðist er í framkvæmdir.
Getum við bætt efni síðunnar?