Fara í efni

Skipulagsnefnd

22. fundur 05. júní 2024 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gunnar Ásgeirsson (GÁ) aðalmaður
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) aðalmaður
  • Einar Þór Strand
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson varamaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sundabakki 1a - fyrirspurn um að breyta hluta bílskúrs í íbúð

Málsnúmer 2405028Vakta málsnúmer

Lóðarhafar Sundabakka 1a, Snjólfur Björnsson og Björg Gunnarsdóttir, óska eftir afstöðu skipulagsnefndar hvað varðar breytingu á stórum hluta bílskúrs í íbúðarhúsnæði. Umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði.
Skipulagsnefnd líst ágætlega á framlagða ósk um að fá að breyta hluta bílskúrs í íbúð. Nefndin telur breytinguna samræmast almennri landnotkun, byggðamynstri og þéttleika byggðar í þessum bæjarhluta. Leggi lóðarhafar fram formlega umsókn með tilskildum gögnum s.s. lýsingu á áformunum og grunnteikningu, leggur nefndin til við bæjarstjórn að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Bílastæði fyrir íbúðareininguna skulu vera innan lóðar.

2.Umsókn um stöðuleyfi á höfn

Málsnúmer 2405011Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Huldu Hildibrandsdóttur um stöðuleyfi til 31. ágúst nk fyrir smáhýsi á höfninni sem notað verður fyrir miðasölu í bátsferðir.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til 31. ágúst nk.

3.Umsókn um skilti

Málsnúmer 2405010Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Huldu Hildibrandsdóttur um skilti á smáhýsi á höfninni.
Skipulasnefnd samþykkir umsókn um skilti.

4.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2405031Vakta málsnúmer

Mattías Arnar Þorgrímsson, fyrir hönd Sæferða ehf, sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám til að standa á hafnarsvæði við ferjuna Baldur.

Gámurinn er snyrtilegur og verður líklega merktur upp. Sæferðir munu nota hann til að geyma hluti sem nú liggja ýmist á bryggjusvæðinu eða þar í kring. Megintigangurinn er að hafa starfssvæði fyrirtækisins við ferjuna snyrtilegt.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til 12 mánaða eða til 1. júní 2025.

5.Umsókn um stöðuleyfi framan við Hólmgarð

Málsnúmer 2405025Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Hafnarvagnsins slf. um stöðuleyfi til 15. nóvember fyrir ískofa framan við Hólmgarð.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir ískofann til 15. nóvember nk.

Aron Valgeirsson situr hjá.

6.Hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 2405055Vakta málsnúmer

Lagt fram til umfjöllunar fyrirspurn HS Veitna/Instavolt Iceland ehf. um að koma fyrir tveimur hraðhleðslustöðvum í Stykkishólmi.
Skipulagsnefnd leggur til að til viðbótar við tillögu HS Orku, verði einnig skoðaðar staðsetningar í nálægð við spennistöðvar t.d. við Súgandiseyjargötu, milli bragga og bakarís og við Skúrinn. Nefndin leggur einnig til að staðsetning orkugjafa fyrir farartæki verði skoðuð frekar í endurskoðun aðalskipulags.

7.Úlfarsfell - umsókn um frkvleyfi fyrir vegi

Málsnúmer 2309009Vakta málsnúmer

Lagt er fram til afgreiðslu endurnýjuð umsókn Andrésar Þórs Hinrikssonar dags. 03.06.2024 um framkvæmdaleyfi fyrir vegi í landi Úlfarsfells í Álftafirði. Meðfylgjandi er uppdráttur, verklýsing og samþykki Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu. Ekki liggur fyrir deiliskipulag.

Í lok ágúst 2023 barst skipulagsfulltrúa ábending um vegagerð í landi Úlfarsfells án framkvæmdaleyfis. Skipulagsfulltrúi setti sig tafarlaust í samband við landeiganda og stöðvaði framkvæmdirnar þar til vettvangsskoðun hefði farið fram í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa. Vettvangsskoðun fór fram 8. september 2023 og kom þá í ljós að framkvæmdir við veginn voru langt komnar.

Í framhaldi af vettvangsskoðun sótti landeigandi um framkvæmdaleyfi.

Skipulagsfulltrúi vísaði málinu til umræðu og afgreiðslu í skipulagsnefnd, sem á 15. fundi sínum þann 15. nóvember 2023 frestaði afgreiðslu málsins þar til formleg umsókn um framkvæmdarleyfi ásamt tilskyldum fylgiskjölum skv. reglugerð um framkvæmdarleyfi 772/20212 hafi borist. Í bókun sinni ítrekaði nefndin jafnframt að landeigendum beri að afla tilskilinna leyfa áður en ráðist yrði í framkvæmdir.

Þann 26.02.2024 dró framkvæmdaraðili umsókn sína um framkvæmdaleyfi til baka.

Á 20. fundi skipulagsnefndar 13.03.2024 gerði bæjarstjóri grein fyrir samskiptum sínum við framkvæmdaraðila og að verið sé að vinna í að skila umbeðnum gögnum. Hvatti nefndin framkvæmdaraðila til þess að skila inn umbeðnum gögnum í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og vakti á því athygli að berist ekki umbeðin gögn er sveitarfélaginu heimilt að beita úrræðum í samræmi við 3. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita framkvæmdaleyfi fyrir veginum. Nefndin telur að framkvæmdin muni ekki hafa grenndaráhrif og leggur áherslu á að vandað verði til verka við frágang hans þannig að hann falli sem best inn í umhverfið. einnig mælir nefndin með að mótvægisaðgerðum verði beitt t.d. með því að gróðursetja staðbundnar trjátegundir s.s. birki í landi Úlfarsfells í stað þeirra sem brýn nauðsyn er að fjarlægja.

8.Jónsnes - framkvæmdaleyfi fyrir veg

Málsnúmer 2310004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Náttúrustofu Vesturlands með niðurstöðum úr vettvangsskoðun vegna vegagerðar í landi Jónsness.
Lagt fram til kynningar.

9.Kallhamar-Hamraendar-ASK br. 2024

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingar vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin fer fram á að eftirfarandi breytingar verði gerðar á vinnslutillögunni áður en að hún verður lögð fram í bæjarráði: a) mörk A3 verði óbreytt, b) A2 haldi sér óbreytt frá gildandi aðalskipulagi, c) A4 verði aftur stækkað sbr. fyrri tillögu vegna þarfar fyrir efnisgeymslu og d) óbyggt svæði ná meðfram Stykkishólmsvegi fram fyrir lóð Rarik.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?