Fara í efni

Úttekt á kennslumagni Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2501011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 29. fundur - 23.01.2025

Til fundar við bæjarráð kemur Kristrún Birgisdóttir, frá Ásgarði skólaráðgjafarþjónustu, til að gera grein fyrir vinnu Ásgarðs við úttekt á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar og umfjöllunar í skóla- og fræðslunefnd.

Skóla- og fræðslunefnd - 18. fundur - 13.02.2025

Til fundar kemur Kristrún Birgisdóttir, frá Ásgarði skólaráðgjafarþjónustu, til að gera grein fyrir vinnu Ásgarðs við úttekt á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025.



Á 29. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til kynningar og umfjöllunar í skóla- og fræðslunefnd.
Kristrún kynnti vinnu Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu. Fram kom að heildarstaðan í grunnskólanum er góð en tækifæri eru til staðar til að styðja enn frekar við kennara og endurskoða kennsluaðferðir.

Skóla- og fræðslunefnd fagnar vinnu Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu fyrir grunnskólann.

Skóla- og fræðslunefnd - 19. fundur - 18.03.2025

Lögð fram skýrsla Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu vegna úttektar á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025.
Kristrún fer yfir skýrslu Ásgarðs skólaráðgjafarþjónustu.
Rætt var um viðmið kennslumagns, stoðþjónustu, aðstoð við kennara og aðstoð við nemendur inn í bekk. Einnig var rætt um innra mat skólans. Að lokum var rætt um aukin aðkoma Ásgarðs skólaráðgjafar að leikskólanum.

Skóla- og fræðslunefnd samþykkir tvær neðan greindar tillögur.

1. Lagt er til að skóla- og fræðslunefnd samþykki meðfylgjandi viðmið um úthlutun á kennslumagni. Úthlutun á grunnkennslumagni fari framvegis fram samkvæmt þeim. Úthlutun á kennslumagni til grunnskólans byggi á áætlun skólastjóra um nemendafjölda frá 1. mars ár hvert.

2. Lagt er til að skóla- og fræðslunefnd stofni starfshóp um fyrirkomulag úthlutunar á stoðþjónustu allra barna í sveitarfélaginu. Starfshópnum er ætlað að skila tillögu til skóla- og fræðslunefndar 1. nóvember 2025. Í hópnum verði deildarstjóri stoðþjónustu grunnskólans og sérkennslustjóri leikskólans auk verkefnastjóra frá skólaráðgjafarþjónustunni Ásgarði. Skólastjórnendur skólanna verði til samráðs.
Kristrún, Jakob og Sigrún víkja af fundi.

Bæjarráð - 31. fundur - 24.03.2025

Á 19. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram skýrsla Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu vegna úttektar á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025.



Farið var yfir skýrslu Ásgarðs skólaráðgjafarþjónustu og rætt var um viðmið kennslumagns, stoðþjónustu, aðstoð við kennara og aðstoð við nemendur inn í bekk. Einnig var rætt um innra mat skólansog aukina aðkomu Ásgarðs skólaráðgjafar að leikskólanum.



Skóla- og fræðslunefnd samþykkti tvær neðan greindar tillögur.



1. Skóla- og fræðslunefnd samþykti meðfylgjandi viðmið um úthlutun á kennslumagni og að úthlutun á grunnkennslumagni fari framvegis fram samkvæmt þeim. Úthlutun á kennslumagni til grunnskólans skal byggja á áætlun skólastjóra um nemendafjölda frá 1. mars ár hvert.



2. Skóla- og fræðslunefnd samþykkti að stofna starfshóp um fyrirkomulag úthlutunar á stoðþjónustu allra barna í sveitarfélaginu. Starfshópnum er ætlað að skila tillögu til skóla- og fræðslunefndar 1. nóvember 2025. Í hópnum verði deildarstjóri stoðþjónustu grunnskólans og sérkennslustjóri leikskólans auk verkefnastjóra frá skólaráðgjafarþjónustunni Ásgarði. Skólastjórnendur skólanna verði til samráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar og vísað henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð óskar eftir fundi með skólastjóra varðandi skýrslu Ásgarðs.

Bæjarstjórn - 34. fundur - 27.03.2025

Á 19. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram skýrsla Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu vegna úttektar á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025.



Farið var yfir skýrslu Ásgarðs skólaráðgjafarþjónustu og rætt var um viðmið kennslumagns, stoðþjónustu, aðstoð við kennara og aðstoð við nemendur inn í bekk. Einnig var rætt um innra mat skólans og aukina aðkomu Ásgarðs skólaráðgjafar að leikskólanum.



Skóla- og fræðslunefnd samþykkti tvær neðan greindar tillögur.



1. Skóla- og fræðslunefnd samþykkti meðfylgjandi viðmið um úthlutun á kennslumagni og að úthlutun á grunnkennslumagni fari framvegis fram samkvæmt þeim. Úthlutun á kennslumagni til grunnskólans skal byggja á áætlun skólastjóra um nemendafjölda frá 1. mars ár hvert.



2. Skóla- og fræðslunefnd samþykkti að stofna starfshóp um fyrirkomulag úthlutunar á stoðþjónustu allra barna í sveitarfélaginu. Starfshópnum er ætlað að skila tillögu til skóla- og fræðslunefndar 1. nóvember 2025. Í hópnum verði deildarstjóri stoðþjónustu grunnskólans og sérkennslustjóri leikskólans auk verkefnastjóra frá skólaráðgjafarþjónustunni Ásgarði. Skólastjórnendur skólanna verði til samráðs.



Bæjarráð staðfesti, á 31. fundi sínum, afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar og vísað henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar.

Til máls tóku: RMR og SIM.

Bæjarráð - 32. fundur - 23.04.2025

Þóra Margrét Birgisdóttir skólastjóri Grunnskólans mætti á fund.
Á 19. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram skýrsla Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu vegna úttektar á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025. Farið var yfir skýrslu Ásgarðs skólaráðgjafarþjónustu og rætt var um viðmið kennslumagns, stoðþjónustu, aðstoð við kennara og aðstoð við nemendur inn í bekk. Einnig var rætt um innra mat skólansog aukina aðkomu Ásgarðs skólaráðgjafar að leikskólanum. Skóla- og fræðslunefnd samþykkti tvær neðan greindar tillögur.



1. Skóla- og fræðslunefnd samþykti meðfylgjandi viðmið um úthlutun á kennslumagni og að úthlutun á grunnkennslumagni fari framvegis fram samkvæmt þeim. Úthlutun á kennslumagni til grunnskólans skal byggja á áætlun skólastjóra um nemendafjölda frá 1. mars ár hvert.



2. Skóla- og fræðslunefnd samþykkti að stofna starfshóp um fyrirkomulag úthlutunar á stoðþjónustu allra barna í sveitarfélaginu. Starfshópnum er ætlað að skila tillögu til skóla- og fræðslunefndar 1. nóvember 2025. Í hópnum verði deildarstjóri stoðþjónustu grunnskólans og sérkennslustjóri leikskólans auk verkefnastjóra frá skólaráðgjafarþjónustunni Ásgarði. Skólastjórnendur skólanna verði til samráðs.



Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar á 34. fundi sínum.



Þóra Margrét, skólastjóri, kemur til fundar við bæjarráð og gerir grein fyrir málinu.
Bæjarráð þakkar skólastjóra fyrir greinargóða yfirferð. Bæjarráð vísar að öðru leyti til þess að málið er í vinnslu í samræmi við bókun bæjarstjórnar.
Þóra Margrét vék af fundi.

Skóla- og fræðslunefnd - 20. fundur - 05.05.2025

Á 19. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram skýrsla Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu vegna úttektar á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025. Samþykktar voru tvær aðgerðir á fundinum sem bæjarstjórn staðfesti á 34. fundi sínum.



Lagðar eru fram tillögur að kennslukvóta og úrbótum fyrir skólaárið 2025-2026.
Skóla- og fræðslunefnd samþykkir tillögur að kennslukvóta og úrbætur fyrir skólaárið 2025-2026.

Bæjarráð - 33. fundur - 12.05.2025

Á fundinn mætti Kristrún Birgisdóttir.
Á 19. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram skýrsla Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu vegna úttektar á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025. Samþykktar voru tvær aðgerðir á fundinum sem bæjarstjórn staðfesti á 34. fundi sínum.



Á 20. fundi nefndarinnar voru lagðar fram tillögur að kennslukvóta og úrbótum fyrir skólaárið 2025-2026.

Skóla- og fræðslunefnd samþykkti, fyrir sitt leyti, tillögur að kennslukvóta og úrbætur fyrir skólaárið 2025-2026.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að kennslukvóta og úrbætur fyrir skólaárið 2025-2026 og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Kristrún vék af fundi.

Bæjarstjórn - 37. fundur - 15.05.2025

Á 19. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram skýrsla Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu vegna úttektar á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025. Samþykktar voru tvær aðgerðir á fundinum sem bæjarstjórn staðfesti á 34. fundi sínum.



Á 20. fundi nefndarinnar voru lagðar fram tillögur að kennslukvóta og úrbótum fyrir skólaárið 2025-2026.

Skóla- og fræðslunefnd samþykkti, fyrir sitt leyti, tillögur að kennslukvóta og úrbætur fyrir skólaárið 2025-2026.



Bæjarráð samþykkti, á 33. fundi sínum, fyrirliggjandi tillögur að kennslukvóta og úrbætur fyrir skólaárið 2025-2026 og vísaði málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir tillögur að kennslukvóta og úrbætur fyrir skólaárið 2025-2026.
Getum við bætt efni síðunnar?