Fara í efni

Samgöngumál

Málsnúmer 2505001

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn unga fólksins - 2. fundur - 07.05.2025

Fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins taka samgöngumál til umræðu.
Bæjarstjórn unga fólksins hvetur bæjarstjórn Stykkishólms til að beita sér fyrir því að ferðum í skólaakstri Fjölbrautarskóla Snæfellinga verði fjölgað, m.a. til að auka valmöguleika nemenda til þess að komast heim, og að verð rútumiða verði lækkað.

Bæjarráð - 33. fundur - 12.05.2025

Fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins tóku, á 2. fundi sínum, samgöngumál til umræðu.



Bæjarstjórn unga fólksins hvatti bæjarstjórn Stykkishólms til að beita sér fyrir því að ferðum í skólaakstri Fjölbrautarskóla Snæfellinga verði fjölgað, m.a. til að auka valmöguleika nemenda til þess að komast heim, og að verð rútumiða verði lækkað.
Bæjarráð vísar tillögum um lækkun á gjaldi fyrir rútumiða og aukna þjónustu skólaaksturs Fjölbrautaskóla Snæfellinga til skólanefndar Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Bæjarstjórn - 37. fundur - 15.05.2025

Fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins tóku, á 2. fundi sínum, samgöngumál til umræðu.



Bæjarstjórn unga fólksins hvatti bæjarstjórn Stykkishólms til að beita sér fyrir því að ferðum í skólaakstri Fjölbrautarskóla Snæfellinga verði fjölgað, m.a. til að auka valmöguleika nemenda til þess að komast heim, og að verð rútumiða verði lækkað.



Bæjarráð vísaði, á 33. fundi sínum, tillögum um lækkun á gjaldi fyrir rútumiða og aukna þjónustu skólaaksturs Fjölbrautaskóla Snæfellinga til skólanefndar Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?