Fara í efni

Bæjarstjórn unga fólksins

2. fundur 07. maí 2025 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Heiðrún Edda Pálsdóttir
  • Hera Guðrún Ragnarsdóttir
  • Vignir Steinn Pálsson
  • Viktoría Sif Þráinsdóttir Norðdahl
  • Katrín Mjöll Magnúsdóttir
  • Bæring Nói Dagsson
  • Bryn Thorlacius
Starfsmenn
  • Gyða Steinsdóttir
Fundargerð ritaði: Heiðrún Edda Pálsdóttir formaður
Dagskrá

1.Skólamál

Málsnúmer 2405008Vakta málsnúmer

Fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins taka mötuneytismál í Fjölbrautaskóla Snæfellinga til umræðu.
Bæjarstjórn unga fólksins telur að matarverð í mötuneyti Fjölbrautaskóla Snæfellinga sé of hátt og að maturinn skorti fjölbreytileika. Bæjarstjórn unga fólksins hvetur bæjarstjórn til þess að beita sér fyrir lækkun á verði máltíða til nemenda í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og auknum fjölbreytileika í matarvali.

2.Samgöngumál

Málsnúmer 2505001Vakta málsnúmer

Fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins taka samgöngumál til umræðu.
Bæjarstjórn unga fólksins hvetur bæjarstjórn Stykkishólms til að beita sér fyrir því að ferðum í skólaakstri Fjölbrautarskóla Snæfellinga verði fjölgað, m.a. til að auka valmöguleika nemenda til þess að komast heim, og að verð rútumiða verði lækkað.

3.Knattspyrnuvellir

Málsnúmer 2505002Vakta málsnúmer

Fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins taka ástand og stöðu knattspyrnuvalla til umræðu.
Bæjarstjórn unga fólksins leggur til að nýtt gervigras verði sett á sparkvöllinn og að hafinn verði undirbúningur að lagningu tartans á hlaupabraut á íþróttavelli, en tartan mun koma til með að auka nýtingu allra bæjarbúa til heilsueflingar.

4.Gangstéttir

Málsnúmer 2505003Vakta málsnúmer

Fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins taka gangstéttamál í sveitarfélaginu til umræðu.
Bæjarstjórn unga fólksins vekur athygli á að gangstéttar í sveitarfélaginu geta skapað víða hættu og torveldað eldra fólki og fötluðum einstaklingum að nýta gangstéttar í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn unga fólksins telur brýnt, sérstaklega í því ljósi, að flýta endurnýjun gangstétta í sveitarfélaginu.

5.Ástand gatnakerfis

Málsnúmer 2505004Vakta málsnúmer

Fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins taka ástand gatnakerfis í sveitarfélaginu til umræðu.
Bæjarstjórn unga fólksins hvetur bæjarstjórn til þess að herða á uppbyggingu á þeim götum sveitarfélagsins sem eru holóttar og að þrýst verði á Vegagerðina að malbika Aðalgötu frá Bónus og út úr bænum sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?