Fara í efni

Bygging á félagsaðstöðu við Fákaborg 1

Málsnúmer 2511010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 38. fundur - 13.11.2025

Lagt fram erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og óskar eftir að fá fulltrúa HEFST á fund ráðsins til að ræða fyrirliggjandi hugmyndir.

Bæjarráð - 39. fundur - 04.12.2025

Íris Huld Sigurbjörnsdóttir, Högni Högnason og Kristján Gunnlaugsson mættu á fundinn fyrir hönd Hesteigendafélags Stykkishólms.
Lagt fram á ný erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms. Bæjarráð óskaði á 38. fundi sínum eftir að fá fulltrúa HEFST á fund ráðsins til að ræða fyrirliggjandi hugmyndir.



Fulltrúar HEFST koma til fundar við bæjarráð.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Hesteigendafélags Stykkishólms fyrir upplýsandi og góða kynningu á fyrirhugaðri uppbyggingu félagsaðstöðu við Fákaborg 1. Bæjarráð tekur jákvætt í framtíðarsýn félagsins og undir þær metnaðarfullu hugmyndir sem fram komu um eflingu aðstöðu fyrir hestaíþróttir í sveitarfélaginu.

Bæjarráð vill hrósa félaginu fyrir vandaðan undirbúning málsins, en fyrir liggja ítarleg gögn sem meðal annars fela í sér greinargerð um starfsemi og fjárhag félagsins, kostnaðaráætlun verkefnisins og drög að teikningum. Gögnin gefa greinargóða mynd af verkefninu, markmiðum þess og mögulegum samfélagsávinningi.

Bæjarráð lýsir yfir vilja til að eiga áframhaldandi samtal við félagið um mögulegt samstarf og felur bæjarstjóra að funda með félaginu um næstu skref. Bæjarstjóra er jafnframt falið að leggja fram drög að mögulegu samkomulagi og/eða valkostum í framhaldi af þeim viðræðum, til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð vísar málinu jafnframt til vinnu við fjárhagsáætlun 2026 eða til vinnu við fyrsta viðauka á næsta ári, eftir því sem við á.
Gestirnir véku af fundi.

Bæjarstjórn - 43. fundur - 11.12.2025

Lagt fram á ný erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms. Bæjarráð óskaði á 38. fundi sínum eftir að fá fulltrúa HEFST á fund ráðsins til að ræða fyrirliggjandi hugmyndir.



Bæjarráð þakkaði á 39. fundi sínum fulltrúum Hesteigendafélags Stykkishólms fyrir upplýsandi og góða kynningu á fyrirhugaðri uppbyggingu félagsaðstöðu við Fákaborg 1. Bæjarráð tók jákvætt í framtíðarsýn félagsins og undir þær metnaðarfullu hugmyndir sem fram komu um eflingu aðstöðu fyrir hestaíþróttir í sveitarfélaginu.



Bæjarráð hrósaði félaginu fyrir vandaðan undirbúning málsins, en fyrir liggja ítarleg gögn sem meðal annars fela í sér greinargerð um starfsemi og fjárhag félagsins, kostnaðaráætlun verkefnisins og drög að teikningum. Gögnin gefa greinargóða mynd af verkefninu, markmiðum þess og mögulegum samfélagsávinningi.



Bæjarráð lýsti yfir vilja til að eiga áframhaldandi samtal við félagið um mögulegt samstarf og fól bæjarstjóra að funda með félaginu um næstu skref. Bæjarstjóra var jafnframt falið að leggja fram drög að mögulegu samkomulagi og/eða valkostum í framhaldi af þeim viðræðum, til frekari umfjöllunar í bæjarráði.



Bæjarráð vísaði málinu jafnframt til vinnu við fjárhagsáætlun 2026 eða til vinnu við fyrsta viðauka á næsta ári, eftir því sem við á.



Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt með 6 atkvæðum.

Ragnar Már situr hjá.
Getum við bætt efni síðunnar?