Fara í efni

Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH)

3. fundur 16. janúar 2024 kl. 20:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Birta Antonsdóttir formaður
  • Gunnhildur Gunnarsdóttir (GG) aðalmaður
  • Rebekka Sóley Hjaltalín aðalmaður
  • Rósa Kristín Indriðadóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Smárason varamaður
Starfsmenn
  • Magnús I. Bæringsson æskulýðs -og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Birta Antonsdóttir formaður
Dagskrá
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson kemur til fundar.

1.Samningur við Snæfell

Málsnúmer 1905032Vakta málsnúmer

Lagður fram samstarfssamningur sveitarfélagsins við UMF Snæfell sem bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á 392. fundi sínum, en samningurinn rann sitt skeið um sl. áramót. Á 16. fundi sínum vísaði bæjarráð samningnum til frekari vinnslu og fól bæjarstjóra að eiga viðræður við fulltrúa Snæfells.
Umræður um samninginn við Snæfell, nefndin telur mikilvægt að viðhalda þessum samningi við Snæfell.

Nefndin vill einnig hvetja til þess að ráðin verði starfsmaður fyrir Snæfell, sem myndi þá sinna ýmiskonar vinnu fyrir félagið. Það er gríðarlega mikil vinna á sjálfboðaliðum félagsins, við að halda út öllu yngri flokka starfi barnanna okkar, launaður starfsmaður myndi létta mikið undir og auðvelda það að fá sjálfboðaliða til starfa.
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson víkur af fundi.

2.Yfirferð tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 2311013Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir starfsemi innan málaflokksins í sveitarfélaginu.
Magnús Ingi Bæringsson tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir málaflokkinn og gerði grein fyrir breytingum á hans starfi. Nefndinni líst vel á þessar breytingar sem fram undan eru.

3.Áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf

Málsnúmer 2401010Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur að frumvarpi til laga um æslulýðs- og íþróttastarf ásamt mati á áhrifum lagasetningar og umsögnum.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti þessi áform fyrir nefndinni þar sem fram kemur að lögbinda skuli starf og hlutverk félagsmiðstöðva einnig stendur til að starfsemin verði fyrir börn að 18 ára aldri.

Nefndin fangar því að farið sé í þessa vinnu og telur hana mjög mikilvæga fyrir ungmennin okkar. Í farsældarlögum eru félagsmiðstöðvar nefndar sem mikilvægur þjónustuveitandi og margt hefur breyst frá því að æskulýðslögin voru sett. Nefndin tekur undir að nauðsynlegt sé að endurskoða núverandi æskulýðslög og þá sérstaklega mikilvægt að binda í lög starfsemi félagsmiðstöðva og tryggja framtíð þeirra og þess mikilvæga starfs sem þar fer fram.

4.Greining á notkun íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 2401014Vakta málsnúmer

Æskulýðs og íþróttanefnd lýsti á 2. fundi sínum yfir áhuga á því að fara í greiningu á notkun íþróttamiðstöðvarinnar með tilliti til mönnunar og opnunartíma.
Æskulýðs og íþróttanefnd skipar þriggja manna nefnd til þess að fara í þessa vinnu. Birta Antonsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Rósa Kristín Indriðadóttir munu taka að sér að fara í greiningu á notkun íþróttamiðstöðvarinnar. Þessi nefnd mun síðan skila tillögum til baka til Æskulýðs og íþróttanefndar.

5.Íþróttastefna Stykkishólms

Málsnúmer 1905025Vakta málsnúmer

Lögð fram vinnugögn tengd íþróttastefnu sveitarfélagsins. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fer yfir gögn tengd stefnunni. Nefndin telur mikilvægt að marka sér framtíðarstefnu hvað varðar íþróttaiðkun bæjarbúa, bæði hvað varðar aðbúnað og einnig hreyfingu. Nefndin áætlar að reyna að ljúka vinnu við stefnuna fyrir lok árs 2024.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?