Fara í efni

Íþróttastefna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1905025

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og íþróttanefnd - 83. fundur - 13.04.2022

Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar lagði til á 608. fundi bæjarráðs að unnin verði Íþróttastefna Stykkishólmsbæjar eða eftir atvikum verði leitað samstarfs við HSH og sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um sameiginlega stefnu í þessum efnum.

Bæjarráð vísaði tillögunni til umfjöllunar og umsagnar í æskulýðs- og íþróttanefnd sem lagði til á 78. fundi sínum að leitað yrði eftir samstarfi við HSH og sveitafélögin á Snæfellsnesi um sameiginlega íþróttastefnu. Með sameiginlegri íþróttastefnu, hvort sem hún verði sameiginleg stefna sveitarfélaga á Snæfellsnesi eða sameiginleg stefna með íþróttahreyfingunni á Snæfellsnesi, er m.a. verið að stefna að því vinna í samræmi við markmið og aðgerðir sem fram koma í stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttmálum 2019-2030, en með sameiginlegri stefnu er jafnframt tilgangurinn að auka samvinnu og samstarf á sviði íþróttamála á Snæfellsnesi.

Bæjarráð fól bæjarstjóra og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Stykkishólmsbæjar að kanna áhuga sveitarfélaga á Snæfellsnesi og HSH um sameiginlega íþróttastefnu Snæfellinga.

Lögð eru fram svarbréf vegna erindisins. Grundafjarðarbær lýsir yfir áhuga sínum á sameiginlegri íþróttastefnu á Snæfellsnesi en Snæfellsbær taldi ekki þörf fyrir sameiginlegri íþróttastefnu Snæfellinga.

Á 79. fundi æskulýðs- og íþróttanefndar lagði nefndin til við bæjarráð/bæjarstjórn að nefndinni verði falið að vinna drög að íþróttastefnu Stykkishólmsbæjar.

Bæjarráð samþykkti í famhaldi að æskulýðs- og íþróttanefnd yrði falið að vinna drög að íþróttastefnu Stykkishólmsbæjar.

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi lagði fram þá hugmynd að útbúin yrði allsherjar samfélagsstefna hjá Stykkishólmsbæ. Æskulýðs- og íþróttanefnd vinnur drög á íþróttastefnu Stykkishólmsbæjar sem myndi þá falla innan samfélagsstefnunnar.
Æskulýðs- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir því að Grundarfjarðarbær hafi sýnt áhuga á samstarfi við gerð íþróttastefnu en Snæfellsbær taldi ekki þörf á sameiginlegri stefnu. Æskulýðs? og íþróttanefnd leggur til að hafist verði handa við að vinna að íþrótta- og tómstundastefnu með aðgerðaráætlun. Æskulýðs- og tómstundafulltrúi mun gera drög að íþrótta- og tómstundastefnu í samstarfi við nefndina. Hugmyndin er að styðjast við stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum.

Bæjarstjórn - 411. fundur - 28.04.2022

Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar lagði til á 608. fundi bæjarráðs að unnin verði Íþróttastefna Stykkishólmsbæjar eða eftir atvikum verði leitað samstarfs við HSH og sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um sameiginlega stefnu í þessum efnum.

Bæjarráð vísaði tillögunni til umfjöllunar og umsagnar í æskulýðs- og íþróttanefnd sem lagði til á 78. fundi sínum að leitað yrði eftir samstarfi við HSH og sveitafélögin á Snæfellsnesi um sameiginlega íþróttastefnu. Með sameiginlegri íþróttastefnu, hvort sem hún verði sameiginleg stefna sveitarfélaga á Snæfellsnesi eða sameiginleg stefna með íþróttahreyfingunni á Snæfellsnesi, er m.a. verið að stefna að því vinna í samræmi við markmið og aðgerðir sem fram koma í stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttmálum 2019-2030, en með sameiginlegri stefnu er jafnframt tilgangurinn að auka samvinnu og samstarf á sviði íþróttamála á Snæfellsnesi.

Bæjarráð fól bæjarstjóra og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Stykkishólmsbæjar að kanna áhuga sveitarfélaga á Snæfellsnesi og HSH um sameiginlega íþróttastefnu Snæfellinga.

Lögð eru fram svarbréf vegna erindisins. Grundafjarðarbær lýsir yfir áhuga sínum á sameiginlegri íþróttastefnu á Snæfellsnesi en Snæfellsbær taldi ekki þörf fyrir sameiginlegri íþróttastefnu Snæfellinga.

Æskulýðs- og íþróttanefnd lagði til, á 83. fundi sínum, að hafist verði handa við að vinna að íþrótta- og tómstundastefnu með aðgerðaráætlun. Æskulýðs- og tómstundafulltrúi muni gera drög að íþrótta- og tómstundastefnu í samstarfi við nefndina. Hugmyndin er að styðjast við stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum.
Bæjarstjórn samþykkir að æskulýðs- og tómstundafulltrúi vinna íþróttastefnu Stykkishólmsbæjar í samvinnu við æskulýðs- og íþróttanefnd.

Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 1. fundur - 21.11.2022

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins. Þó nokkur vinna var lögð í málið af fyrri nefnd og af Magnúsi Inga. Nefndin stefnir á að halda áfram með þá vinnu.

Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 3. fundur - 16.01.2024

Lögð fram vinnugögn tengd íþróttastefnu sveitarfélagsins. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fer yfir gögn tengd stefnunni. Nefndin telur mikilvægt að marka sér framtíðarstefnu hvað varðar íþróttaiðkun bæjarbúa, bæði hvað varðar aðbúnað og einnig hreyfingu. Nefndin áætlar að reyna að ljúka vinnu við stefnuna fyrir lok árs 2024.

Ungmennaráð - 5. fundur - 06.03.2024

Lögð fram vinnugögn tengd íþróttastefnu sveitarfélagsins. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir gögn varðandi vinnu við íþróttastefnu sveitarfélagsins. Meðal annars var komið með dæmi frá öðrum sveitarfélögum eins og t.d. Mosfellsbæ, Garðabæ og Akureyri og hvernig stefnur þar er unnið með. Stefnan þarf m.a. að vinnast með Snæfell og öðrum félagasamtökum í sveitarfélaginu. Íþrótta- og tómstundafulltrúi heldur ungmennaráði upplýstu um gang vinnunnar við stefnuna.
Getum við bætt efni síðunnar?