Fara í efni

Heimsókn atvinnu- og nýsköpunarnefndar í fyrirtæki

Málsnúmer 1905101

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 9. fundur - 29.11.2021

Bæjarstjóri og formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar gera grein fyrir heimsókn á vinnustaði í Stykkishólmi dagana 1. til 3. nóvember sl. Samtals voru heimsóttir um 20 vinnustaðir, en stefnt er að heimsækja þá vinnustaði sem eftir eru eftir áramót.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fangar því að Stykkishólmsbær vilji tryggja fyrirtækjunum hagstæð skilyrði, vera hreyfiafl góðra verka og styðja við rannsóknir og nýsköpun. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir ánægju sinni með hvernig til tókst í þeim heimsóknum sem fram fóru í byrjun mánaðarins sem lið í því að Stykkishólmsbær geti betur stutt við hagsmuni atvinnulífs í sinni stefnumótun og hagsmunagæslu.

Samþykkir atvinnu- og nýsköpunarnefnd að fela formanni að skipuleggja fyrirtækjaheimsóknir eftir áramót í samráði við bæjarstjóra, nefndarmenn og fyrirtæki staðarins, í samræmi við tillögu bæjarstjóra sem samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar og staðfest var af bæjarráði.

Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021

Á 9. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir heimsóknum atvinnu- og nýsköpunarnefndar, ásamt bæjarstjóra, á vinnustaði í Stykkishólmi dagana 1. til 3. nóvember sl. Samtals voru heimsóttir um 20 vinnustaðir, en stefnt er að heimsækja þá vinnustaði sem eftir eru eftir áramót.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fangaði því, á 9. fundi sínum, að Stykkishólmsbær vilji tryggja fyrirtækjunum hagstæð skilyrði, vera hreyfiafl góðra verka og styðja við rannsóknir og nýsköpun. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsti jafnfram ánægju sinni með hvernig til tókst í þeim heimsóknum sem fram fóru í byrjun mánaðarins sem lið í því að Stykkishólmsbær geti betur stutt við hagsmuni atvinnulífs í sinni stefnumótun og hagsmunagæslu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkti að fela formanni að skipuleggja fyrirtækjaheimsóknir eftir áramót í samráði við bæjarstjóra, nefndarmenn og fyrirtæki staðarins, í samræmi við tillögu bæjarstjóra sem samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar og staðfest var af bæjarráði.
Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og nýsköpunarnefnd og staðfestir afgreiðsluna.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 10. fundur - 07.02.2022

Lagt fram minnisblað um tillögu að seinni hluta heimsókna bæjarstjóra og atvinnu- og nýsköpunarnefndar á vinnustaði fyrirtækja og stofnana í Stykkishólmi dagana 28. febrúar - 2. mars nk.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir tillöguna að vinnustaðaheimsóknum.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 11. fundur - 04.04.2022

Lagt fram minnisblað um frásögn af seinni hluta heimsókna bæjarstjóra og atvinnu- og nýsköpunarnefndar á vinnustaði fyrirtækja og stofnana í Stykkishólmi dagana 28. febrúar - 2. mars sl. Formaður nefndarinnar gerir grein fyrir heimsóknunum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir ánægju sinni með hvernig til tókst í þeim tæplega 40 heimsóknum sem fram fóru í vetur. Mikilvægt er að Stykkishólmsbær styðji eins og kostur er á við hagsmuni atvinnulífs í sinni stefnumótun og hagsmunagæslu.
Getum við bætt efni síðunnar?