Fara í efni

Bæjarstjórn

19. fundur 30. nóvember 2023 kl. 17:24 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Forseti
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
  • Jón Sindri Emilsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Dreifbýlisráð - 1

Málsnúmer 2310006FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar dreifbýlisráðs.

Lagt fram til kynningar.

2.Skipulagsnefnd - 15

Málsnúmer 2310004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 15. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 31

Málsnúmer 2311001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 31. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

4.Bæjarráð - 16

Málsnúmer 2311007FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargeðr 16. fundar bæjarráðs Stykkishólms.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Framlagt til kynningar.

6.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Málsnúmer 2006017Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá 186. fundi heilbrigðisnefndar Vesturlands.
Framlagt til kynningar.

7.Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 2310032Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórnar vegna ársreiknings 2022.
Framlagt til kynningar.

Til máls tóku:HH,JBSJ og HG

8.Umsagnarbeiðni vegna kristinfræðikennslu í grunnskólum

Málsnúmer 2310034Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar um grunnskóla (kristinfræðikennsla), 47. mál.



Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. nóvember nk.
Framlagt til kynningar.

9.Bráðabirgða níu mánaða uppgjör 2023

Málsnúmer 2311008Vakta málsnúmer

Lagt fram níu mánaða bráðabirgðauppgjör.
Framlagt til kynningar.

Til máls tóku:HH og HG

10.Ágóðahlutagreiðsla 2023

Málsnúmer 2310031Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Brunabótafélagi Íslands þar sem fram kemur að á síðasta aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ hafi verið samþykkt að áfram muni hluti hagnaðar af starfsemi félagsins vera greiddur út til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.
Framlagt til kynningar.
Fylgiskjöl:

11.Gagnaveita Helgafellssveitar

Málsnúmer 2208030Vakta málsnúmer

Lögð fram samþykkt um Gagnaveitu Helgafellssveitar ásamt bókun hluthafa.
Framlagt til kynningar.

12.Dreifbýlisráð - Erindisbréf

Málsnúmer 2311001Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir dreifbýlisráð. Bæjarráð samþykkti á 16. fundi sínum erindisbréf fyrir dreifbýlisráð og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja það.
Bæjarstjórn samþykkir erindisbréf fyrir dreifbýlisráð.

13.Hamraendi 6-8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202020Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðaleigusamningur fyrir Hamraenda 6-8. Á 16. fundi sínum samþykkti bæjarráð lóðaleigusamning fyrir Hamraenda 6-8 og fól bæjarstjóra að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

14.Víkurhverfi dsk br - 12 íbúðir fyrir Brák

Málsnúmer 2311007Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis vegna íbúða fyrir Brák íbúðafélag hses. eftir uppfærslu í samræmi við afgreiðslu á 12. fundi skipulagsnefndar 19. júní sl. sem staðfest var í bæjarráði, í fjarveru bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, 22. júní sl.



Á 15. fundi sínum taldi skipulagsnefnd að um verulega skipulagsbreytingu sé að ræða og samþykkti fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. þó án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna.



Bæjarráð staðfesti, á 16. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. þó án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. þó án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna.

Bæjarstjórn staðfestir með fjórum atkvæðum H-lista, þrjú atkvæði Í-lista sátu hjá.

Til máls tóku:HH og RMR

15.Jónsnes - framkvæmdaleyfi fyrir veg

Málsnúmer 2310004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Jónsness ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi í Jónsnes samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti sem sýnir vegstæði frá Vogsbotni á milli Ögursvatns og Hofstaðavatns eftir Hellisási, Arnarási og Skálaholti að Jónsnesi.



Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.



Þar sem vegurinn er ekki á skipulagi og liggur að hluta til um svæði, sem í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er skilgreint sem náttúruverndarsvæði (almenn náttúruvernd), vísaði skipulagsfulltrúi afgreiðslu málsins til skipulagsnefndar í samræmi við 4. gr. ofangreindrar samþykktar, en samkvæmt greininni gerir skipulagsnefnd tillögu til bæjarráðs sem tekur ákvörðun um fullnaðarafgreiðslu málsins.



Á 14. fundi sínum taldi skipulagsnefnd framkvæmdina vera framkvæmdaleyfisskylda sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin óskaði eftir skriflegu samþykki landeigenda Ögurs og Hofstaða og verklýsingu í samræmi við 7. gr. reglugerðarinnar. Þegar þessi gögn hafa borist, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Náttúrustofu Vesturlands, Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag og vegurinn er ekki sýndur á aðalskipulagsuppdrætti, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar hvort vegurinn teljist skipulags- og/eða matsskyldur sbr. 9. gr. reglugerðarinnar. Framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en ofangreind gögn liggja fyrir og sveitarfélagið hefur tekið afstöðu til athugasemda sem kunna að berast. Stöðvun framkvæmda er því í gildi áfram eða þar til framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.



Á 15. fundi sínum staðfesti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar.



Í samræmi við afgreiðslu málsins óskaði skipulagsfulltrúi eftir umsögn skipulagsstofnunar hvað varðar mögulega skipulagsskyldu og/eða umhverfismatsskyldu og var lögð fyrir 18. fund bæjarstjórnar tillaga að afgreiðslu í samræmi við álit skipulagsstofnunar og ráðleggingar skipulagsfulltrúa. Þar kemur fram að þegar Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 var unnið, var Jónsnes skráð sem jörð í byggð en enginn vegur sýndur að jörðinni á aðalskipulagsuppdrætti eins og gert var við aðrar jarðir í byggð (skilgreindir sem ?aðrir vegir?). Í samræmi við framangreindar ráðleggingar féllst bæjarstjórn á að vinna þurfi breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eða óverulega breytingu sé það mögulegt.



Lagt er fram nýtt álit skipulagsfulltrúa, dags. 17. nóvember 2023, þar sem embættið telur ekki að fara þurfi fram breyting á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna umræddrar veglagningar.



Á 16. fundi sínum samþykkti bæjarráð með vísan til fyrirliggjandi álits skipulagsfulltrúa að ekki sé talin þörf á breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2014 vegna umræddrar veglagningar og vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

16.Umsókn um byggingarheimild - Helgafell

Málsnúmer 2310008Vakta málsnúmer

Jóhanna Kristín Hjartardóttir sækir um leyfi fyrir byggingu þriggja frístundahúsa í landi Helgafells ásamt stofnun nýrra lóða samhliða því.



Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

Samkvæmt Aðalskipuagi Helgafellssveitar 2012-2024 er á landbúnaðarsvæðum heimilt án þess að aðalskipulagi sé breytt að reisa þrjú frístundahús á jörðum eða jarðaspildum sem eru 10 ha eða stærri. Fjöldi þegar byggðra stakra frístundahúsa dregst frá heimildinni. Húsin verða að standa á sérstaklega afmörkuðum lóðum og mælst til þess að þau séu í nágrenni við hvort annað. Framkvæmdir eru deiliskipulagsskyldar. Helgafell er 94 ha jörð. Fyrir eru tvö íbúðarhús og lóðir fyrir þrjú frístundahús.



Á 15. fundi sínum gerði skipulagsnefnd ekki athugasemd við umsókn Jóhönnu Hjartardóttur um byggingu þriggja frístundahúsa í landi Helgafells í samræmi við fyrirliggjandi gögn og að stofnuð verði lóð. Horfir skipulagsnefnd meðal annars til afgreiðslu 1. fundar dreifbýlisráðs og til þess að fyrir liggur undirritað skjal frá öllum hagaðilum á svæðinu sem samþykkja áformin. Horfir skipulagsnefnd einnig til afgreiðslu 15. fundar bæjarstjórnar vegna sambærilegs máls við Lyngholt í landi Helgafells sem var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn. Telur skipulagsnefnd ekki forsendur til þess að fara gegn þeirri stefnumörkun bæjarstjórnar og bókun dreifbýlisráðs.



Á þessum grunni vísar skipulagsnefnd erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.



Afgreiðsla 15. fundar skipulagsnefndar er lögð fram til staðfestingar.



Á 16. fundi sínum samþykkti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn vísar málinu til næsta bæjarráðsfundar.

17.Byggingaheimildir í dreifbýli

Málsnúmer 2310042Vakta málsnúmer

Á fyrsta fundi dreifbýlisráðs fjallaði skipulagsfulltrúi um heimildir til uppbyggingar í dreifbýlinu samkvæmt aðalskipulagi Helgafellssvetitar.



Drefibýlisráð lagði áherslu á að sveitarfélagið haldi sig við þá stefnumörkun og ákvarðanir sem sveitarstjórn Helgafellssveitar tók fyrir sameiningu hvað varðar túlkun á aðalskipulagi þar til aðalskipulagsbreyting verði gerð sem breyti þeirri stefnumörkun. Dreifbýlisráðið lagði áherslu á heilstætt mat fari fram hverju sinni, sér í lagi á bótaábyrgð sveitafélagsins.



Dreifbýlisráð lagði jafnframt til að málsgrein í kafla 4.1. í aðalskipulagi varðandi kröfu um deiliskipulag verði endurskoðað vegna þeirrar óvissu og óskýrleika sem málsgreinin hefur valdið.



Á 15. fundi skipulagsnefndar lagði skipulagsnefnd jafnframt til að felld verði út eftirfarandi setning í kafla 4.1 í aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024: "Framkvæmdir skv. liðum eru allar deiliskipulagsskyldar", vegna óskýrleika ákvæðisins eins og dreifbýlisráðið hefur bent á, og á meðan unnið er að því að fella setninguna úr aðalskipulagi verði ný mál ekki tekin til afgreiðslu án deiliskipulags frá og með samþykkt bæjarstjórnar á tillögu þessari.



Eftir að kvöðin verður felld úr aðalskipulagi gefst ráðrúm til að vinna með íbúum í dreifbýli og dreifbýlisráði að endurskoðun byggingarheimilda samkvæmt aðalskipulagi.



Á 16. fundi sínum samþykkti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn vísar málinu til næsta bæjarráðsfundar.

18.Umsókn um byggingarheimild - Vatnsás 18

Málsnúmer 2310007Vakta málsnúmer

Golfklúbburinn Mostri sækir um vegna breytingu á golfskála og viðbyggingu við hann samkv. uppdráttum frá W7.



Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.



Skipulagsnefnd samþykkti á 15. fundi sínum, framlögð byggingaráform en nefndin taldi grenndaráhrif vera lítil sem engin og því ekki þörf á að grenndarkynna áformin sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.



Afgreiðsla skipulagsnefndar er lögð fram til staðfestingar.



Á 16. fundi sínum samþykkti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

19.Sæmundarreitur 8 - óv br deiliskipulag

Málsnúmer 2306044Vakta málsnúmer

Lögð er fram athugasemd sem barst úr grenndarkynningu vegna umsóknar Jóns Ragnars Daðasonar um að byggja 18,2 m2 sólskála við Sæmundarreit 8 (áður Sæmundarreitur 5).



Húsið var reist árið 1906 og stóð áður við Laugaveg 27b í Reykjavík og nýtur friðunar vegna aldurs sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012. Í því felst að óheimilt er að raska húsinu, spilla því eða breyta, rífa eða flytja úr stað, nema með leyfi Minjastofnunar (flutningsleyfi veitt árið 2015). Meðfylgjandi er álit minjavarðar Vesturlands dags. 22.06.2023 þar sem hann heimilar byggingu sólskála skv. teikningum dags. 25.4.2023 og minnir á 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 varðandi viðbrögð komi fornleifar í ljós við framkvæmdir.Við breytinguna stækkar byggingarreiturinn um 3,5m x 5,5m.



Þar sem sólskáli telst vera viðbygging sem staðsetja þurfi innan byggingarreits skv. gildandi deiliskipulagi frá 2016 m.s.br., taldi skipulagsnefnd á 13. fundi sínum þann 16. ágúst 2023 að breytingin kallaði á óv. br. á deiliskipulagi sem grenndarkynna þyrfti fyrir aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 13. fundi sínum þann 21. ágúst sl.



Grenndarkynningin fór fram 9. október með athugasemdafrest til og með 6. nóvember.



Á 15. fundi sínum taldi skipulagsnefnd innsenda athugasemd réttmæta og að sólskáli skuli ekki hindra útsýni frá nærliggjandi húsum við Sæmundarreit. Á þeirri forsendu hafnaði nefndin framlagðri tillögu.



Afgreiðsla skipulagsnefndar er lögð fram til staðfestingar. Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á 16. fundi sínum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

20.Þingskálanes, Hamrar, Gæsatangi - deiliskipulag

Málsnúmer 2310024Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Þingskálanes, Hamra og Gæsatanga í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Áður hafði sveitarfélagið heimilað landeigendum að hefja vinnu við gerð deiliskipulags Þingskálaness í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Landeigandi telur allar meginforsendur deiliskipulagstillögunnar vera í samræmi við í gildandi Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 og óskar eftir undanþágu frá gerð skipulagsslýsingar sbr. gr. 5.2.2. í skipulagsreglugerð nr 90/2013 m.s.br. Með meginforsendum er átt við stefnu um áherslur og uppbyggingu landnotkunarreita svo sem varðandi nánari notkun á einstökum reitum, þéttleika og byggðamynstur eða umfang auðlindanýtingar.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 15. fundi sínum, fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Þingskálanes, Hamra og Gæsatanga í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin taldi allar meginforsendur tillögunnar vera í samræmi við aðalskipulag og kalli því ekki á skipulagslýsingu sbr. 2. mgr. 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og kynningu vinnslutillögu sbr.4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Nefndin fól skipulagsfulltrúa að vinna með landeiganda og skipulagsráðgjafa að því að uppfæra tillöguna í samræmi við umræður á fundinum, m.a. varðandi stærð bygginga, og auglýsa tillöguna að því loknu.



Afgreiðsla skipulagsnefndar er lögð fram til staðfestingar. Bæjarráð staðfesti, á 16. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Þingskálanes, Hamra og Gæsatanga í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Þingskálanes, Hamra og Gæsatanga í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku:HH og RMR

21.Reglur sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu - Miðstöð öldrunarþjónustu

Málsnúmer 2311017Vakta málsnúmer

Lögð drög að reglum sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu vegna þjónustu Höfðaborgar.



Bæjarráð samþykkti reglurnar á 16. fundi sínum og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa þeim til frekari vinnslu í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku: HH,JBSJ og RMR

22.Samþykkt um gatnagerðargjald og þjónustugjaldskrár í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum

Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer

Lögð fram ný samþykkt um gatnagerðargjöld og þjónustugjaldskrár í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum og öðrum samanburðargögnum.



Bæjarráð samþykkti, á 16. fundi sínum, gatnagerðagjöld og þjónustugjaldskrár í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa samþykkt um gatnagerðagjöld og þjónustugjaldskrám í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum til frekari vinnslu í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Tekið var fundarhlé.

Til máls tóku:HH og RNR


23.Viljayfirlýsing vegna skipta á lóðum

Málsnúmer 2303004Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 10. fundi sínum að veita bæjarráði fullnaðarumboð til þess að ganga frá og samþykkja viljayfirlýsingu vegna skipta á lóðum við Asco Harvester, sbr. fyrirliggjandi drög, þegar minnisblað Landslaga vegna málsins lægi fyrir. Minnisblað Landslaga er lagt fram.



Bæjarráð samþykkti á 16. fundi sínum að ganga til samninga við Asco Harvester ehf., kt. 630216-0360, nú Isea ehf., um skipti á lóðum, Nesvegi 22A, L137230, F2116017 og nýrri óbyggð 23800 m2 lóð merkt Nesvegur 25 á deiliskipulagi, með vísan til fyrirliggjandi álits lögmanns. Bæjarstjóra var falið að ganga frá samningi í samræmi við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar og undirrita samning um skipti á lóðum.
Tillaga frá Í-lista að afrgeiða annars vegar lóðaskipti og hins vegar að samningurinn verði tekin fyrir í bæjarstjórn. Tillaga feld með fjórum atkæðaum H-lista gegn þremur atkvæðum Í-lista.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með fjórum atkvæðum H-lista gegn þremur atkvæðum Í-lista.

Fundarhlé.

Til máls tóku:HH,SIM,RMR,JBSJ og HG

Bókun Í-lista:
Undirrituð telja að allar nýjar lóðir þurfi að auglýsa samkvæmt reglum um lóðarúthlutanir hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Því munum við greiða atkvæði á móti þessum lóðarskiptum.
Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Haukur Garðarsson.

Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
H-listinn vekur athygli á fyrirliggjandi lögfræðiáliti þar sem kemur fram að ekkert í lögum eða reglum sveitarfélagsins standi því í vegi að sveitarfélagið skipti á lóðum við félagið í samræmi við hið nýja deiliskipulag. Að öðru leyti vísar H-listinn til fyrri bókana vegna málsins.

Bæjarfulltrúar H-listans:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir

24.Viðauki 5 við Fjárhagsáætlun 2023-2026

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Bæjarráð samþykkti viðauka 5 við Fjárhagsáætlun 2023-2026 á 16. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2023-2026.

Samþykkt með fjórum atkvæðum H-lista, þrjú atkvæði Í-lista sátu hjá.

Til máls tóku: HH og HG

Bókun Í-lista
Viðauki 5 við fjárhagsáætlun er nauðsynlegur þar sem tekið er tillit til breytinga sem orðið hafa á árinu m.a. aukningu á verðbótum og tekjum sveitarfélagsins. Einnig er sala á eignum dregin til baka. Undirrituð eru ekki sammála þeirri fjárhagsáætlun sem fulltrúar H-lista samþykktu fyrir yfirstandandi ár og viðaukinn byggir á. Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson

25.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Þar sem næsti fundur bæjarstjórnar er áætlaður eftir einungis tvær vikur er umfjöllun um minnispunkta bæjarstjóra vísað til þess fundar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?