Fara í efni

Skipulagsnefnd

7. fundur 13. febrúar 2023 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gunnar Ásgeirsson (GÁ) aðalmaður
  • Gretar D. Pálsson aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) formaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson varamaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag Skipavíkursvæðis

Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu vinnslutillaga fyrir deiliskipulag hafnarsvæðisins við Skipavík dags. 7. febr. 2023.

Á 2. fundi sínum þann 9. febrúar sl., samþykkti hafnarstjórn fyrir sitt leyti fyrirliggjandi skipulagsuppdrátt vinnslutillögu fyrir deiliskipulag hafnarsvæðisins við Skipavík, með fyrirvara um jákvæð viðbrögð lóðarhafa Nesvegar 22a vegna tillögu um færslu á lóð félagsins.

Hafnarstjórn staðfesti jafnframt fyrir sitt leyti að skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og greinargerð með vinnslutillögu deiliskipulags verði uppfærð til samræmis við skipulagsuppdrátt vinnslutillögu deiliskipulagsins og vísaði málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd, sem útfærir vinnslutillöguna nánar, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endanlega vinnslutillögu til kynningar í samræmi við 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003, 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn fer fram á að fá tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagstillöguna aftur til afgreiðslu að lokinni auglýsingu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu deiliskipulags hafnarsvæðis við Skipavík í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að uppfæra vinnslutillögu deiliskipulagsins í samræmi við umræður á fundinum og í áframhaldandi samtali við lóðarhafa. Nefndin leggur jafnframt til að fallið verði frá breytingu á aðalskipulagi þar sem vinnslutillagan er nú í samræmi við gildandi Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022,
með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar vegna bátasýningar Skipavíkur.

2.Agustson reitur - ósk um skipulagsbreytingu

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Lögð er fram, til kynningar, ósk Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu. Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær -reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?