Fara í efni

Skipulag athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda.

Málsnúmer 2206035

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 1. fundur - 22.06.2022

Skipulagsfulltrúi fer yfir þá vinnu sem í gangi er vegna breytingar á aðalskipulagi athafa- og iðnaðarsvæða við Kallahamar og Hamraenda og deilskipulagsáætlana fyrir hvort svæði sem unnar verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Skipulagsnefnd - 3. fundur - 07.09.2022

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022 og tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir nýtt athafnasvæði við Kallhamar (A5) og stækkun á núverandi athafnasvæði (A1) við Hamraenda sem unnin er samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Á 1. fundi skipulagsnefndar, 22. júní sl., fór skipulagsfulltrúi yfir þá vinnu sem í gangi er vegna breytingar á aðalskipulagi athafnasvæða við Kallahamar og Hamraenda og deilskipulagsáætlana fyrir svæðin sem unnar verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda og tillögu að tveimur nýjum deiliskipulagsáætlunum skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sömu svæði sem unnin verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Þar sem hugtakið "grænn iðngarður" er tiltölulega nýtt hér á landi, mælir nefndin með því að hugtakið verði útskýrt frekar í skipulagslýsingunni sbr. texta í skipulagsforsögninni fyrir Kallhamarssvæðið. Einnig telur nefndin að lýsa þurfi betur hvernig hugmyndafræði um grænan iðngarð við Kallhamar skili sér í ítarlegri skilmálum í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið.

Nefndin bendir á að Svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness ætti að vera einn af helstu umsagnaraðilum.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 15.09.2022

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022 og tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir nýtt athafnasvæði við Kallhamar (A5) og stækkun á núverandi athafnasvæði (A1) við Hamraenda sem unnin er samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Á 1. fundi skipulagsnefndar, 22. júní sl., fór skipulagsfulltrúi yfir þá vinnu sem í gangi er vegna breytingar á aðalskipulagi athafnasvæða við Kallahamar og Hamraenda og deilskipulagsáætlana fyrir svæðin sem unnar verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti tillögu að lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda og tillögu að tveimur nýjum deiliskipulagsáætlunum skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sömu svæði sem unnin verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Þar sem hugtakið "grænn iðngarður" er tiltölulega nýtt hér á landi mælti nefndin með því að hugtakið verði útskýrt frekar í skipulagslýsingunni sbr. texta í skipulagsforsögninni fyrir Kallhamarssvæðið. Einnig taldi nefndin að lýsa yrfti betur hvernig hugmyndafræði um grænan iðngarð við Kallhamar skili sér í ítarlegri skilmálum í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið.

Þá benti nefndin á að Svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness ætti að vera einn af helstu umsagnaraðilum.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 22.09.2022

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022 og tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir nýtt athafnasvæði við Kallhamar (A5) og stækkun á núverandi athafnasvæði (A1) við Hamraenda sem unnin er samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Á 1. fundi skipulagsnefndar, 22. júní sl., fór skipulagsfulltrúi yfir þá vinnu sem í gangi er vegna breytingar á aðalskipulagi athafnasvæða við Kallahamar og Hamraenda og deilskipulagsáætlana fyrir svæðin sem unnar verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti tillögu að lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda og tillögu að tveimur nýjum deiliskipulagsáætlunum skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sömu svæði sem unnin verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Þar sem hugtakið "grænn iðngarður" er tiltölulega nýtt hér á landi mælti nefndin með því að hugtakið verði útskýrt frekar í skipulagslýsingunni sbr. texta í skipulagsforsögninni fyrir Kallhamarssvæðið. Einnig taldi nefndin að lýsa yrfti betur hvernig hugmyndafræði um grænan iðngarð við Kallhamar skili sér í ítarlegri skilmálum í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið.

Þá benti nefndin á að Svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness ætti að vera einn af helstu umsagnaraðilum.

Bæjarráð samþykkti á 3. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

Skipulagsnefnd - 6. fundur - 12.01.2023

Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem borist hafa við skipulagslýsingu vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda. Engar athugasemdir bárust frá íbúum eða öðrum hagsmunaaðilum.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem borist hafa við skipulagslýsingu vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda. Engar athugasemdir bárust frá íbúum eða öðrum hagsmunaaðilum.
Framlagt til kynningar.

Bæjarráð - 9. fundur - 21.03.2023

Lögð fram verkefnatillaga KPMG fyrir mótun græns iðngarðs í Stykkishólmi í tengslum við vinnu við skipulag svæðisins.
Bæjarráð óskar eftir að fá fulltrúa frá KPMG á fund til að kynna tillöguna.

Skipulagsnefnd - 15. fundur - 15.11.2023

Bæring Bjarnar Jónsson kom til fundar.
Bæring Bjarnar Jónsson arkitekt kynnir vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Hamraenda.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd - 18. fundur - 10.01.2024

Bæring Bjarnar Jónsson kynnir frumdrög deiliskipulags fyrir Hamraenda.
Skipulagsnefnd þakkar Bæring Bjarnari Jónssyni fyrir kynninguna og felur skipulagsfulltrúa að vinna vinnslutillögu áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, kom inn á fundinn.
Skipulagsfulltrúi kemur til fundar við bæjarráð og gerir grein fyrir vinnu við frumdrög deiliskipulags við Hamraenda.
Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn og gerði grein fyrir deiliskipulaginu. Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, víkur af fundi.

Skipulagsnefnd - 19. fundur - 07.02.2024

Lagðar eru fram til afgreiðslu vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vinnslutillögur deilskipulagsáætlana fyrir athafnasvæðin við Hamraenda og Kallhamar.

Bæjarstjórn samþykkti þann 22. september 2022 að auglýsa sameiginlega skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagslýsingin var auglýst 18. nóvember 2022 með athugasemdafresti til 9. desember 2022. Kynningarfundur var haldinn 30. nóvember 2022. Þann 12. janúar 2023 fjallaði skipulagsnefnd um umsagnir sem bárust frá umsagnaraðilum. Engar athugasemdir bárust frá íbúum eða öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna tillögurnar áfram í samræmi við umræður á fundinum þ.m.t. að skoða eftirfarandi:
Aðalskipulagsbreyting: stækka athafnasvæði A3 þannig að það taki til Kallhamarssvæðisins og gömlu hauganna.
Deiliskipulag - Hamraendar: deiliskipulagsmörk nái utan um flugvallarbyggingar og aðkomuleiðir; gata færð á milli lóðar 12 og 15 með botnlanga að lóð 8; bæta við lítilli/litlum lóðum neðan við núv. byggingar á Hamraendum; sameina fráveitu í eina rotþró eða hafa tvær rotþrær; stækka deiliskipulagssvæðið þannig að það nái utan um geymslusvæði bæjarsins og Snoppu.
Deiliskipulag - Kallhamar: færa inn nýja og öruggari aðkomuleið að Kallhamri inn á deiliskipulag; breyta núverandi aðkomuleið í göngu- og reiðleið með undirgöngum undir Stykkishólmsveg; finna geymslusvæði fyrir efni nýjan stað (núv. A3) t.d. á geymslusvæði bæjarins.
Getum við bætt efni síðunnar?