Fara í efni

Skipulagsnefnd

31. fundur 23. júlí 2025 kl. 16:30 - 17:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gunnar Ásgeirsson (GÁ) aðalmaður
  • Gretar Daníel Pálsson (GDP) aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Þuríður Ragna Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þuríður Ragna Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar athugun Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022. Gerðar voru athugasemdir sem þarf að bregðast við.
Lögð fram til kynningar athugun Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu. Skipulagshöfundar skulu látnir vita að þessu og breyta í samræmi við þessar athugasemdir.

2.Ferðaþjónustusvæði í landi Hóla, breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2506024Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu ósk landeiganda að breyta deiliskipulagi Ferðaþjónustusvæðis í landi Hóla 1, skv. 43. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagið var samþykkt 15.11.2001 og birt i B-deild 2. mars 2004, nr. 24/2004. Skv. Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er landnotkun Hóla 1 AF afþreyingar- og ferðamannasvæði. Deiliskipulagssvæðið stækkar og áætlað er að byggja nýtt hótel á lóðinni við hliðina á því eldra sem verður nýtt sem starfsmannarými. Gert verður ráð fyrir allt að 80 herbergjum. Áætlað er að breyta aðkomu að hótelinu frá Snæfellsnesvegi nr. 54, í samráði við Vegagerðina. Einnig er áætlað að skipta upp núverandi landi hótelsins og gera ráð fyrir einbýlishúsalóð með útihúsum og sumarhúsalóð. Tjaldsvæði, sem er á núverandi deiliskipulagi, verður tekið út.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að landeigandi vinni að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd telur þó að breyta þurfi aðalskipulagi Helgafellssveitar þar sem landnotkun breytist úr AF - afþreyingar- og ferðamannasvæði í VÞ - verslunar- og þjónustusvæði þar sem taka á út tjaldsvæði og byggja nýtt hótel. Enn fremur breytist landnotkun þar sem sumarhús eru í F -frístundabyggð. Gera þarf skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar sbr. 30. gr. skipulagslaga ásamt lýsingu fyrir breytingu á deiliskipulaginu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
GPD vék af fundi áður en umræða hófst um deiliskipulagsbreytingu Víkurhverfis.

3.Breyting á deiliskipulagi Víkurhverfis

Málsnúmer 2503009Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingatíma breytingatillögunnar, samanber 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, ásamt tillögu að svörum nefndarinnar.
Lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingatíma í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Einnig eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn þar sem brugðist er við athugasemdum. Samþykkt með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni síðunnar?