Fara í efni

Skipulagsnefnd

33. fundur 17. september 2025 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) aðalmaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson varamaður
Starfsmenn
  • Þuríður Ragna Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þuríður Ragna Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2509015Vakta málsnúmer

Lóðarhafar Höfðagötu 9 óska eftir að fá að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Þinghúshöfða, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Þinghúshöfða vegna Höfðagötu 9, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir íbúum Höfðagötu 4 og 9a.

2.Beiðni um breytingar á stoppistöð

Málsnúmer 2509013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Vegagerðarinn varðandi breytingar stoppustöðvum strætisvagna í sveitarfélaginu. Þann 1. janúar 2026 mun nýtt leiðarkerfi landsbyggðarvagna verða tekið í notkun og er hluti af því að gera breytingar á einstökum stoppustöðvum víðs vegar um landið.



Vegagerðin vill hætta með stoppustöðina við Olís og færa hana við íþróttamiðstöðina.
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu Vegagerðarinnar á stoppistöð við íþróttamiðstöðina í stað Olísplans. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við þessa staðsetningu.

3.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að að nýju tillögur að hraðatakmarkandi aðgerðum til að auka umferðaröryggi í Stykkishólmi. Tillögurnar byggja m.a. á umferðaröryggisáætlun Stykkishólms sem unnin var af VSÓ árið 2022. Um er að ræða aðgerðir við Borgarbraut.
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögur að hraðatakmarkandi aðgerðum til að auka umferðaröryggi í bænum. Skipulagsnefnd tekur vel í þessar aðgerðir og telur jákvætt að færa gangbrautir til á Borgarbraut.

4.Hólar 5a - br á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og nýju deiliskipulagi í landi Hóla 5a.

Tillögurnar hafa verið auglýstar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Skipulagsfulltrúi leggur fram til samþykktar sbr. 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, umsagnir og athugasemdir og bókun að svari við athugasemdirnar.
Skipulagsnefnd samþykkir svör við umsögnum og athugasemdum við aðalskipulagsbreytingu og tillögu að deiliskipulagi að lokinni auglýsingu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagið taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?