Fara í efni

Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024

Málsnúmer 1907010

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 17. fundur - 12.03.2021

Lögð fram drög að umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024.
Magnús fór yfir áætlunina.
Ungmennaráð er sammála áætluninni og vill jafnframt ítreka mikilvægi viðhalds á gangstéttum og gangbrautum í Stykkishólmi.

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Svanhildur Jónsdóttir samgönguverkfræðingur frá VSÓ ráðgjöf kom inn á fundinn.
Lögð fram kynning VSÓ ráðgjafar vegna vinnu við umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar ásamt drögum að umferðaröryggisáætlun bæjarins.

Til fundar við bæjarráð kemur Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur, M.Sc., frá VSÓ ráðgjöfum, og gerir grein fyrir áætluninni.

Þá eru lögð fram umsögn ungmennaráðs.
Bæjarráð þakkar fyrir greinargóða kynningu og vísar umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar til umsagnar í fastanefndir bæjarins.
Svanhildur vék af fundinum.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 7. fundur - 10.05.2021

Lögð fram drög að umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024, en á 625. fundi bæjarráðs var drögum að umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar vísað til umsagnar í fastanefndum bæjarins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir engar athugasemdir við drög að umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024.

Bæjarráð - 629. fundur - 26.07.2021

Lagðir fram tölvupóstar frá samgöngustofu varðandi mögulegt samstarf Samgöngustofu og Stykkishólmsbæjar sem felst í því að efla umferðaröryggi barna.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í samstarfsverkefninu með fyrirvara um jákvæða afstöðu Grunnskólans í Stykkishólmi.

Bæjarráð - 630. fundur - 19.08.2021

Lagðar fram umsagnir fastanefnda Stykkishólmsbæjar vegna umferðaröryggisáætlunar ásamt breytingartillögu frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd.
Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar umsögnum fastanefnda og ábendingum íbúa til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd.

Skipulags- og bygginganefnd - 255. fundur - 08.11.2021

Lögð fram til umsagnar umferðaröryggisáætlun StykkishÓlmsbæjar 2020-2024 Ásamt umsögnum fastanefnda og breytingartillögu umhverfis- og náttúruverndarnefndar.

Á 630. fundi bæjarráðs 19. ágúst sl., vísaði bæjarráð umsögnum fastanefnda Stykkishólmsbæjar vegna umferðaröryggisáætlunar ásamt breytingartillögu frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir breytingartillögu umhverfis- og náttúrruverndarnefndar en vill þó benda á að hraðatakmarkandi aðgerðir sem hafa nú þegar hafa verið gerðar, sýni góðan árangur og því sé ekki þörf á að lækka hámarkshraða fyrir utan Frúarstíg og Skólastiíg að Hafnargötu, sem nefndin leggur til að verði breytt í 15 km vistgötur.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur einnig til breytingu á umferðaröryggisáætlun sem felur í sér að koma fyrir gangstíg úr timbri meðfram smábátabryggju til móts við Súgandisey í stað gangstéttar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma þeim breytingum á framfæri við VSÓ.

Skipulags- og bygginganefnd - 255. fundur - 08.11.2021

Í kafla 3.6 í Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar er fjallað um að víða sé hættuástand meðfram Súgandiseyjargötu og sérstaklega bent á hættur meðfram Baldursbryggju.

Lögð eru fram drög að tveimur útfærslum að stíg meðfram Baldursbryggju sunnan Súgandiseyjar. Um er að ræða samstarfsverkefni Stykkishólmsbæjar og Vegagerðarinnar, sem unnið verður samhliða umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar.
Skipulags- og byggingarnefnd líst vel á hugmyndir að stíg meðfram Baldursbryggju og vísar þeim til umfjöllunar í Hafnarstjórn.

Bæjarráð - 633. fundur - 11.11.2021

Á 630. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð umsögnum fastanefnda Stykkishólmsbæjar vegna umferðaröryggisáætlunar ásamt breytingartillögu frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd.

Umsagnir fastanefnda Stykkishólmsbæjar vegna umferðaröryggisáætlunar ásamt breytingartillögu frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd voru lagðar fyrir 255. fund skipulags- og bygginganefndar.

Skipulags og byggingarnefnd tók undir breytingartillögu umhverfis- og
náttureverndarnefndar, en benti á að hraðatakmarkandi aðgerðir sem hafa nú þegar verið gerðar, sýni góðan árangur og því sé ekki þörf á að lækka hámarkshraða fyrir utan Frúarstíg og Skólastíg að Hafnagötu, sem nefndin leggur til að verði breytt í 15km vistgötu.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði einnig til breytingu á umferðaröryggisáætlun sem felur í sér að koma fyrir gangstíg úr timbri meðfram smábátabryggju til móts við Súgandisey í stað gangstéttar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma þeim breytingum á framfæri við VSÓ.
Erindinu vísað til frekari vinnslu á næsta bæjarráðsfundi.

Æskulýðs- og íþróttanefnd - 82. fundur - 06.12.2021

Á 625. fundi bæjarráðs fór fram kynning VSÓ ráðgjafar vegna vinnu við umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar og lögð fram drög að umferðaröryggisáætlun bæjarins.

Bæjarráð vísaði umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar til umsagnar í fastanefndir bæjarins.
Æskulýðs- og íþróttanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi umferðaröryggisáætlun.

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

Á 630. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð umsögnum fastanefnda Stykkishólmsbæjar vegna umferðaröryggisáætlunar ásamt breytingartillögu frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd.

Umsagnir fastanefnda Stykkishólmsbæjar vegna umferðaröryggisáætlunar ásamt breytingartillögu frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd voru lagðar fyrir 255. fund skipulags- og bygginganefndar.

Skipulags og byggingarnefnd tók undir breytingartillögu umhverfis- og
nátturuverndarnefndar, en benti á að hraðatakmarkandi aðgerðir sem hafa nú þegar verið gerðar, sýni góðan árangur og því sé ekki þörf á að lækka hámarkshraða fyrir utan Frúarstíg og Skólastíg að Hafnagötu, sem nefndin leggur til að verði breytt í 15km vistgötu.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði einnig til breytingu á umferðaröryggisáætlun sem felur í sér að koma fyrir gangstíg úr timbri meðfram smábátabryggju til móts við Súgandisey í stað gangstéttar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma þeim breytingum á framfæri við VSÓ.

Bæjarráð vísaði málinu, á 633. fundi sínum, til næsta fundar.
Málinu vísað til næsta bæjarráðsfundar.

Skipulags- og bygginganefnd - 258. fundur - 15.03.2022

Lögð eru fram til afgreiðslu Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar því að Umferðaröryggisáætlun liggi fyrir og geti farið að þjóna hlutverki sínu sem leiðbeinandi stoðgagn í ýmsum verkefnum á vegum bæjarins. Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti þessa áætlun.

Bæjarráð - 638. fundur - 24.03.2022

Lögð eru fram til afgreiðslu Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025. Skipulags- og byggingarnefnd fagnaði á 258. fundi sínum, því að Umferðaröryggisáætlun liggi fyrir og geti farið að þjóna hlutverki sínu sem leiðbeinandi stoðgagn í ýmsum verkefnum á vegum bæjarins. Nefndin samþykkti áætlunina fyrir sitt leiti.
Bæjarráð frestar afgreiðslu áætlunarinnar þar til öll viðbrögð frá samráðshópi liggja fyrir.

Skóla- og fræðslunefnd - 192. fundur - 05.04.2022

Lögð fram Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025. Verið er að leggja loka hönd á áætlunina með vinnu úr ábendingum frá samráðshóp. Málið er tekið upp vegna ábendinga frá foreldri barna við grunnskólann, sem kallar eftir bættri lýsingu og merkingu við gangbraut á Borgarbraut við skólann.

Í áætluninni er það greint sem forgangsverkefni að bæta lýsingu við og merkingum við gangbrautina.
Rifjuð voru upp nokkur atriði úr umferðaröryggisáætlun er snerta öryggi nemanda á leið í skólann. Jakob sýndi myndir af snjall gangbraut í Hveragerði sem hefur reynst vel þar. Rætt hvort fleiri slíkar gangbrautir gætu mögulega verið settar upp, Borgarbraut og á 2 stöðum á Aðalgötu (við leikskóla og við stöð Atlantsolíu).

Vonir standa til að þessar úrbætur komi til framkvæmda á næstunni og þegar hefur ein lagfæring hafist í Tjarnarási.

Bæjarráð - 639. fundur - 07.04.2022

Lögð eru fram til afgreiðslu Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025. Skipulags- og byggingarnefnd fagnaði á 258. fundi sínum, því að Umferðaröryggisáætlun liggi fyrir og geti farið að þjóna hlutverki sínu sem leiðbeinandi stoðgagn í ýmsum verkefnum á vegum bæjarins. Nefndin samþykkti áætlunina fyrir sitt leiti.

Bæjarráð frestarði á síðasta fundi afgreiðslu áætlunarinnar þar til öll viðbrögð frá samráðshópi liggja fyrir.
Bæjarráð samþykkir umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

Bæjarstjórn - 410. fundur - 20.04.2022

Lögð eru fram til afgreiðslu Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025. Skipulags- og byggingarnefnd fagnaði á 258. fundi sínum, því að Umferðaröryggisáætlun liggi fyrir og geti farið að þjóna hlutverki sínu sem leiðbeinandi stoðgagn í ýmsum verkefnum á vegum bæjarins. Nefndin samþykkti áætlunina fyrir sitt leiti.

Bæjarráð samþykkti, á 639. fundi sínum, umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn samþykkir umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025.

Til máls tóku:HH,JBJ,SM og HG

Undirrituð gera athugasemd við að framkvæmdar hafi verið hraðatakmarkandi aðgerðir og leiðbeiningar um hámarkshraða breytt án aðkomu bæjarstjórnar. Svo sem hraðahindrun í Tjarnarási, leiðbeiningar um hámarkshraða á Silfurgötu, í Lágholti og Tjarnarási í 30 km hámarkshraða og biðskylda við Hjallatanga tekin niður.

Umferðaröryggisáætlun hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið. Það er þó ekkert sem kallar á að farið sé í slíkar aðgerðir án samþykkis bæjarstjórnar.

Okkar Stykkishólmur

Haukur Garðarsson

Erla Friðriksdóttir


H-listinn bendir á fyrirliggjandi gögn frá VSÓ þar sem m.a. vangaveltum og spurningum sem bárust um verkefnið í vinnsluferlinu er svarað. Búið er að vinna að umferðaröryggisáætlun frá árinu 2019, hún hefur fengið ítarlega umfjöllun innan bæjarins með víðtæku samráði og sátt ásamt því að leitað hefur verið eftir samráði við opinberar stofnanir s.s. Vegagerðina og Lögregluna á Vestulandi eins og sjá má í skýrslunni. H-listinn leggur áherslu á umferðaröryggismál í Stykkishólmi og er þessi áætlun í samræmi við það.Hrafnhildur Hallvarðsdóttir

Gunnlaugur Smárason

Ásmundur Guðmundsson

Steinunn I. MagnúsdóttirÆskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 1. fundur - 21.11.2022

Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar lögð fram til kynningar.
Nefndin telur brýnt að halda áfram að vinna að verkefnum sem liggja fyrir úr umferðaröryggisáætlun.

Brýn nauðsyn er að bæta lýsingar við gangbrautir og telur nefndin að það atriði ætti að vera ofar á forgangslista skýrslunnar. Börn eru gjarnan ill sjáanleg á ferðinni í umferðinni og oft á töluverðum hraða t.d á reiðhjóli eða rafmagnshlaupahjóli. Mikilvægt er að þessar úrbætur verði gerðar hið snarasta til þess að forðast slys.

Öldungaráð - 1. fundur - 28.11.2022

Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025 lögð fram til kynningar.
Farið yfir helstu áhersluatriði í skýrslu um umferðisöryggisáætlun sem gerð var í kjölfar umhverfisgöngu hér í bæ á síðasta kjörtímabili. Farið yfir þá þætti sem snúa að öldruðum og hvernig sé hægt að auðvelda þeim aðgengi og hvetja til hreyfingar sbr. heilsuefling 60 .

Ungmennaráð - 1. fundur - 29.11.2022

Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar lögð fram til kynningar.
Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar var kynnt. Umræður áttu sér stað um tillögur sem koma fram í henni. Ýmsar aðrar hugmyndir komu einnig fram, t.d. :

Hringtorg við gatnamót Silfurgötu og Lágholts
Hringtorg við gatnamót Silfurgötu, Skólastígs og Árnatúns
Kantsteinar á bílastæði við Bónus við Borgarbraut til að hindra akstur yfir gangstétt
Útsýnispallur meðfram sjónum við Hafnargötu, þar sem beygjan kemur af Silfurgötu
Getum við bætt efni síðunnar?