Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Birkilundur - nýtt deiliskipulag 2024
Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer
Óskað er eftir því að vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi Birkilundar í landi Saura er varðar Birkilund 19, 20 og 21, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Skipulagsnefnd samþykkir að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Birkilundar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
2.Berserkjahraun - Breyting á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags
Málsnúmer 2511001Vakta málsnúmer
Óskað eftir að gera breytingu á aðalskipulagi vegna breytingu á landnotkun, ásamt því að vinna nýtt deiliskipulag þannig að unnt sé að byggja atvinnuhúsnæði og starfrækja ferðaþjónustu á svæðinu.
Málinu var frestað á 35. fundi skipulagsnefndar þann 12. nóvember 2025 og var skipulagsfulltrúa falið að óska eftir frekari gögnum.
Málinu var frestað á 35. fundi skipulagsnefndar þann 12. nóvember 2025 og var skipulagsfulltrúa falið að óska eftir frekari gögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir að landeigandi láti vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar í samráði við skipulagsfulltrúa þar sem landnotkunin verði breytt úr landbúnaðarsvæði yfir í verslun og þjónustusvæði. Enn fremur samþykkir nefndin að unnið verði deiliskipulag af svæðinu á sömu forsendum.
3.Kárstaðir
Málsnúmer 2512009Vakta málsnúmer
Óskað er eftir að fá að byggja ibúðarhús í landi Kársstaða. Um er að ræða 103 m2 íbúðarhús sem væri staðsett um 45 m frá núverandi íbúðarhúsnæði.
Skipulagsnefnd heimilar byggingu nýs íbúðarhús þar sem heimild er fyrir því í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2022, en heimilt er að byggja fjögur stök íbúðarhús á jörðinni.
4.Hraðhleðslustöðvar
Málsnúmer 2405055Vakta málsnúmer
Borist hafa óskir frá Instavolt og ON um staðsetningu fyrir hraðhleðslustöðvar í Stykkishólmi.
Skipulagsfulltrúi kynnir stöðuna.
Skipulagsfulltrúi kynnir stöðuna.
Skipulagsfulltrúi kynnti áform ON og Instavolt sem hafa sótt um svæði fyrir hraðhleðslustöðvar og leggur fram minnisblað.
Skipulagsnefnd leggur til að lóð samsíða Atlantsolíu verði skipulögð undir hraðhleðslustöðvar og vísar málinu að öðru leyti til bæjarráðs.
Skipulagsnefnd leggur til að lóð samsíða Atlantsolíu verði skipulögð undir hraðhleðslustöðvar og vísar málinu að öðru leyti til bæjarráðs.
5.Fundardagar skipulagsnefndar
Málsnúmer 2502014Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að fundaráætlun skipulagsnefndar fram að sveitarstjórnarkosningum í maí 2026.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að fundardögum fram að sveitarstjórnarkosningum í maí 2026.
Fundi slitið - kl. 17:25.