Fara í efni

Birkilundur - Breyting á DSK

Málsnúmer 2209002

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 3. fundur - 07.09.2022

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Birkilundi í Helgafellssveit frá 2006.

Í gildi er deiliskipulag frá 1987 en umrædd skipulagstillaga frá 2006 var aldrei auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og hefur þar af leiðandi aldrei tekið gildi. einnig eru annmarkar á áritun tillögunnar og auglýsingaferli. Þrátt fyrir að deiliskipulagstillagan frá 2006 hafi ekki tekið gildi, eru vísbendingar um að unnið hafi verið eftir þessari skipulagstillögu í Birkilundi um árabil. Skipulagsfulltrúi leggur til að deiliskipulagið verði klárað í samræmi við 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 17. gr. laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lokið verði við gerð deiliskipulagstillögunnar í samræmi við 8. kafla skipulagslaga. Nefndin mælir með því að bæjarstjórn fari fram á að lóðarhafar/eigendur á deilskipulagssvæðinu stofni með sér félag lóðarhafa/eigenda í Birkilundi í Sauraskógi sbr. 1. mgr. 17. gr laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008. Í kjölfar stofnunar félagsins vinni skipulagsfulltrúi áfram með félaginu að endurskoðun tillögunnar áður en hún verður kynnt fyrir félagsmönnum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að því búnu undirbúa tillöguna til samþykktar bæjarstjórnar til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. laganna.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 15.09.2022

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Birkilundi í Helgafellssveit frá 2006.

Í gildi er deiliskipulag frá 1987 en umrædd skipulagstillaga frá 2006 var aldrei auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og hefur þar af leiðandi aldrei tekið gildi. einnig eru annmarkar á áritun tillögunnar og auglýsingaferli. Þrátt fyrir að deiliskipulagstillagan frá 2006 hafi ekki tekið gildi, eru vísbendingar um að unnið hafi verið eftir þessari skipulagstillögu í Birkilundi um árabil. Skipulagsfulltrúi leggur til að deiliskipulagið verði klárað í samræmi við 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 17. gr. laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008.

Á 3. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að gerð deiliskipulagstillögunnar verði kláruð í samræmi við 8. kafla skipulagslaga. Nefndin mælti með því að bæjarstjórn fari fram á að lóðarhafar/eigendur á deilskipulagssvæðinu stofni með sér félag lóðarhafa/eigenda í Birkilundi í Sauraskógi sbr. 1. mgr. 17. gr laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008. Í kjölfar stofnunar félagsins vinni skipulagsfulltrúi áfram með félaginu að endurskoðun tillögunnar áður en hún verður kynnt fyrir félagsmönnum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að því búnu undirbúa tillöguna til samþykktar bæjarstjórnar til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. laganna.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn. Í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar felur bæjarráð skipulagsfulltrúa að fara fram á að lóðarhafar/eigendur á deilskipulagssvæðinu stofni með sér félag lóðarhafa/eigenda í Birkilundi í Sauraskógi sbr. 1. mgr. 17. gr laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008.

Afgreiðslunni er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 22.09.2022

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Birkilundi í Helgafellssveit frá 2006.

Í gildi er deiliskipulag frá 1987 en umrædd skipulagstillaga frá 2006 var aldrei auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og hefur þar af leiðandi aldrei tekið gildi. einnig eru annmarkar á áritun tillögunnar og auglýsingaferli. Þrátt fyrir að deiliskipulagstillagan frá 2006 hafi ekki tekið gildi, eru vísbendingar um að unnið hafi verið eftir þessari skipulagstillögu í Birkilundi um árabil. Skipulagsfulltrúi leggur til að deiliskipulagið verði klárað í samræmi við 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 17. gr. laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008.

Á 3. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að gerð deiliskipulagstillögunnar verði kláruð í samræmi við 8. kafla skipulagslaga. Nefndin mælti með því að bæjarstjórn fari fram á að lóðarhafar/eigendur á deilskipulagssvæðinu stofni með sér félag lóðarhafa/eigenda í Birkilundi í Sauraskógi sbr. 1. mgr. 17. gr laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008. Í kjölfar stofnunar félagsins vinni skipulagsfulltrúi áfram með félaginu að endurskoðun tillögunnar áður en hún verður kynnt fyrir félagsmönnum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að því búnu undirbúa tillöguna til samþykktar bæjarstjórnar til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. laganna.

Á 3. fundi sínum samþykkti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn. Í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar fól bæjarráð skipulagsfulltrúa að fara fram á að lóðarhafar/eigendur á deilskipulagssvæðinu stofni með sér félag lóðarhafa/eigenda í Birkilundi í Sauraskógi sbr. 1. mgr. 17. gr laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008.

Afgreiðslunni er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

Skipulagsnefnd - 13. fundur - 16.08.2023

Lagt fram til afgreiðslu beiðni nýstofnaðs félags lóðarhafa í Birkilundi um að hefja vinnu við gerð nýs deiliskipulags í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að félag lóðarhafa í íbúðar- og frístundabyggðinni Birkilundi í Sauraskógi ljúki vinnu við gerð nýs deiliskipulags á grunni deiliskipulagstillögu frá 2006. Nefndin fer fram á málsmeðferð í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þegar unnar eru deiliskipulagáætlanir fyrir frístundabyggð á landi í einkaeign, hvílir kostnaður við skipulagsgerðina almennt á landeigendum eða lóðarhöfum þegar það á við. Hinsvegar, þar sem nú er ljóst að sveitarfélagið lauk ekki deiliskipulagsferlinu á lögformlegan hátt á sínum tíma, telur nefndin rétt að vísa mögulegri kostnaðarþátttöku bæjarsjóðs til afgreiðslu í bæjarráði. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að óska eftir kostnaðaráætlun vegna deiliskipulagsvinnunnar sem lögð verður fyrir bæjarráð.

Verði breytingar gerðar á deiliskipulagstillögunni umfram það sem fram kemur í tillögunni frá 2006 og raunteikningu bygginga sem fyrir eru, leggst sá umframkostnaður á félag lóðarhafa að undanskildum mögulegum afleiðingum vegna lagabreytinga og/eða breytinga í skilmálum í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024, sem gerðar hafa verið eftir að deiliskipulagstillagan frá 2006 var unnin.

Bæjarráð - 13. fundur - 21.08.2023

Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi og Hilmar Hallvarðsson formaður skipulagsnefndar komu inn á fundinn.
Lagt fram til afgreiðslu beiðni félags sumarhúsaeigenda í Birkilundi um að hefja vinnu við gerð nýs deiliskipulags í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Á 13. fundi sínum samþykkti skipulagsnefnd fyrir sitt leyti að félag lóðarhafa í íbúðar- og frístundabyggðinni Birkilundi í Sauraskógi ljúki vinnu við gerð nýs deiliskipulags á grunni deiliskipulagstillögu frá 2006. Nefndin fór fram á málsmeðferð í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Nefndin benti jafnframt á að þegar unnar eru deiliskipulagáætlanir fyrir frístundabyggð á landi í einkaeign, hvílir kostnaður við skipulagsgerðina almennt á landeigendum eða lóðarhöfum þegar það á við. Hinsvegar, þar sem nú er ljóst að sveitarfélagið lauk ekki deiliskipulagsferlinu á lögformlegan hátt á sínum tíma, telur nefndin rétt að vísa mögulegri kostnaðarþátttöku bæjarsjóðs til afgreiðslu í bæjarráði. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að óska eftir kostnaðaráætlun vegna deiliskipulagsvinnunnar sem lögð er fyrir bæjarráð.Verði breytingar gerðar á deiliskipulagstillögunni umfram það sem fram kemur í tillögunni frá 2006 og raunteikningu bygginga sem fyrir eru, leggst sá umframkostnaður á félag lóðarhafa að undanskildum mögulegum afleiðingum vegna lagabreytinga og/eða breytinga í skilmálum í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024, sem gerðar hafa verið eftir að deiliskipulagstillagan frá 2006 var unnin.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og þar með kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins vegna deiliskipulags með það að markmiði að gera lóðarhafa jafnsetta og hefði deiliskipulagið verið afgreitt og tekið gildi á sínum, sbr. afgreiðsla skipulagsnefndar. Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að útfæra og vinna málið áfram á þessum grunni.
Kristín og Hilmar véku af fundi.

Skipulagsnefnd - 21. fundur - 15.04.2024

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.Í gildi er deiliskipulag fyrir Birkilund frá 1984, sem tók gildi árið 1987. Samkvæmt því er gert ráð fyrir 44 lóðum frir frístundahús en engir skilmálar fylgja því skipulagi. Árið 2002 var unnin breytingartillaga á deiliskipulaginu sem fól í sér heildarendurskoðun og fjölgun lóða. Tillagan var auglýst og samþykkt í sveitarstjórn en tók aldrei lögformlega gildi þar sem hún var ekki auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Árið 2006 var að nýju unnin tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem byggði á tillögunni frá 2002. Í þeirri tillögu var frístundabyggðin stækkuð um tæpa 5 hektara, íbúðarlóðum fjölgað um tvær og 11 frístundarlóðum breytt í íbúðarlóðir. Jafnframt voru byggingarreitir skilgreindir og skilmálar uppfærðir. Þó svo að sú tillaga hafi verið notuð til grundvallar veitingu byggingarleyfa í gegnum tíðina öðlaðist hún aldrei lögformlegt gildi. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram skilmála og hnitfesta uppdrátt sem er í samræmi við reglugerðir og lög á grunni þeirra skipulagsáætlana sem unnar hafa verið, en deiliskipulagið byggir þó að mestu leyti á deiliskipulagstillögunni frá 2006.Innan deiliskipulagssvæðisins eru skilgreindar 40 frístundalóðir sem eru nú þegar stofnaða, nema Birkilundur 16a, og búið að byggja á sumum lóðum. Á norðanverðu svæðinu eru skilgreindar 15 íbúðarlóðir sem eru nú þegar stofnaðar og byggðar, allar nema Birkilundur 35, 40a, 50a og 50b. Einnig er gert ráð fyrir stórri lóð fyrir útileguhús að austanverðu skipulagssvæðisins. Lóðirnar eru á bilinu 3025 m2 til 27.249 m2 að stærð, en flestar eru um 5000 m2.
Skipulagsnefnd telur á grunni 3. mgr. 40. gr. skipulagslega að ekki forsendur séu til gerðar sérstakrar skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðs deiliskipulags og leggur því til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftir atvikum með áorðnum breytingum á aðalskipulagstillögu.

Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.Í gildi er deiliskipulag fyrir Birkilund frá 1984, sem tók gildi árið 1987. Samkvæmt því er gert ráð fyrir 44 lóðum frir frístundahús en engir skilmálar fylgja því skipulagi. Árið 2002 var unnin breytingartillaga á deiliskipulaginu sem fól í sér heildarendurskoðun og fjölgun lóða. Tillagan var auglýst og samþykkt í sveitarstjórn en tók aldrei lögformlega gildi þar sem hún var ekki auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Árið 2006 var að nýju unnin tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem byggði á tillögunni frá 2002. Í þeirri tillögu var frístundabyggðin stækkuð um tæpa 5 hektara, íbúðarlóðum fjölgað um tvær og 11 frístundarlóðum breytt í íbúðarlóðir. Jafnframt voru byggingarreitir skilgreindir og skilmálar uppfærðir. Þó svo að sú tillaga hafi verið notuð til grundvallar veitingu byggingarleyfa í gegnum tíðina öðlaðist hún aldrei lögformlegt gildi. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram skilmála og hnitfesta uppdrátt sem er í samræmi við reglugerðir og lög á grunni þeirra skipulagsáætlana sem unnar hafa verið, en deiliskipulagið byggir þó að mestu leyti á deiliskipulagstillögunni frá 2006.Innan deiliskipulagssvæðisins eru skilgreindar 40 frístundalóðir sem eru nú þegar stofnaða, nema Birkilundur 16a, og búið að byggja á sumum lóðum. Á norðanverðu svæðinu eru skilgreindar 15 íbúðarlóðir sem eru nú þegar stofnaðar og byggðar, allar nema Birkilundur 35, 40a, 50a og 50b. Einnig er gert ráð fyrir stórri lóð fyrir útileguhús að austanverðu skipulagssvæðisins. Lóðirnar eru á bilinu 3025 m2 til 27.249 m2 að stærð, en flestar eru um 5000 m2.Á 21. fundi sínum taldi skipulagsnefnd, á grunni 3. mgr. 40. gr. skipulagslega, ekki forsendur til gerðar sérstakrar skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðs deiliskipulags og lagði því til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftir atvikum með áorðnum breytingum á aðalskipulagstillögu.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar henni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 24. fundur - 24.04.2024

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.Í gildi er deiliskipulag fyrir Birkilund frá 1984, sem tók gildi árið 1987. Samkvæmt því er gert ráð fyrir 44 lóðum frir frístundahús en engir skilmálar fylgja því skipulagi. Árið 2002 var unnin breytingartillaga á deiliskipulaginu sem fól í sér heildarendurskoðun og fjölgun lóða. Tillagan var auglýst og samþykkt í sveitarstjórn en tók aldrei lögformlega gildi þar sem hún var ekki auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Árið 2006 var að nýju unnin tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem byggði á tillögunni frá 2002. Í þeirri tillögu var frístundabyggðin stækkuð um tæpa 5 hektara, íbúðarlóðum fjölgað um tvær og 11 frístundarlóðum breytt í íbúðarlóðir. Jafnframt voru byggingarreitir skilgreindir og skilmálar uppfærðir. Þó svo að sú tillaga hafi verið notuð til grundvallar veitingu byggingarleyfa í gegnum tíðina öðlaðist hún aldrei lögformlegt gildi. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram skilmála og hnitfesta uppdrátt sem er í samræmi við reglugerðir og lög á grunni þeirra skipulagsáætlana sem unnar hafa verið, en deiliskipulagið byggir þó að mestu leyti á deiliskipulagstillögunni frá 2006.Innan deiliskipulagssvæðisins eru skilgreindar 40 frístundalóðir sem eru nú þegar stofnaða, nema Birkilundur 16a, og búið að byggja á sumum lóðum. Á norðanverðu svæðinu eru skilgreindar 15 íbúðarlóðir sem eru nú þegar stofnaðar og byggðar, allar nema Birkilundur 35, 40a, 50a og 50b. Einnig er gert ráð fyrir stórri lóð fyrir útileguhús að austanverðu skipulagssvæðisins. Lóðirnar eru á bilinu 3025 m2 til 27.249 m2 að stærð, en flestar eru um 5000 m2.Á 21. fundi sínum taldi skipulagsnefnd, á grunni 3. mgr. 40. gr. skipulagslega, ekki forsendur til gerðar sérstakrar skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðs deiliskipulags og lagði því til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftir atvikum með áorðnum breytingum á aðalskipulagstillögu.Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði henni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Ragnar Ingi kom aftur inn á fundinn.
Getum við bætt efni síðunnar?