Umhverfis- og náttúruverndarnefnd
Dagskrá
1.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar nýjustu fundargerðir Breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Lögð fram skipulagsgögn vegna vinnu við ný deiliskipulög fyrir Kallhamar og Hamraenda.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 27. fundi sínum, að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögur að deiliskipulagi fyrir annars vegar Hamraenda og hins vegar Kallhamar, samhliða því að kynnt verði vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnarsvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar.
æjarráð staðfesti, á 30. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 27. fundi sínum, að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögur að deiliskipulagi fyrir annars vegar Hamraenda og hins vegar Kallhamar, samhliða því að kynnt verði vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnarsvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar.
æjarráð staðfesti, á 30. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirleggjandi áætlanir.
3.Stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi
Málsnúmer 2110019Vakta málsnúmer
Lagt fram erindisbréf starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lýsti, á 4. fundi sínum, yfir áhuga nefndarinnar á að halda áfram vinnu starfshópsins, sem nú hefur hætt störfum.
Bæjarstjórn samþykkti á 30. fundi sínum að fela umhverfis- og nátturuverndarnefnd að halda áfram vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.
Skipulagsnefnd gerði, á 26. fundi sínum, fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi vinnu og lýsti yfir vilja til þess að fá til skoðunar hugmyndir til umsangar á síðari stígum. Skipulagsnend lagði áherslu á að leitað verði umsagnar Rarik áður en farið verði í gróðursetningar á svæðum þar sem finna má lagnaleiðir.
Bæjarráð staðfesti, á 29. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vakti athygli umhverfis- og náttúruverndarnefnd á afgreiðslu skipulagsnefndar.
Málefnið tekið til umfjöllunar og lagaðar fram tillögur að áningarstöðum.
Bæjarstjórn samþykkti á 30. fundi sínum að fela umhverfis- og nátturuverndarnefnd að halda áfram vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.
Skipulagsnefnd gerði, á 26. fundi sínum, fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi vinnu og lýsti yfir vilja til þess að fá til skoðunar hugmyndir til umsangar á síðari stígum. Skipulagsnend lagði áherslu á að leitað verði umsagnar Rarik áður en farið verði í gróðursetningar á svæðum þar sem finna má lagnaleiðir.
Bæjarráð staðfesti, á 29. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vakti athygli umhverfis- og náttúruverndarnefnd á afgreiðslu skipulagsnefndar.
Málefnið tekið til umfjöllunar og lagaðar fram tillögur að áningarstöðum.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd samþykkir fyrirliggjandi staðsetningar áningastaða og fangar þeim áformum sem liggja fyrir.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggur til að farið verði í vinnu við að móta heilstæða tillögu að staðsetningu bekkja annars vegar í bæjarlandi og hins vegar innan þéttbýlis.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd vísar að öðru leyti málinu til frekari vinnslu í nefndinni.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggur til að farið verði í vinnu við að móta heilstæða tillögu að staðsetningu bekkja annars vegar í bæjarlandi og hins vegar innan þéttbýlis.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd vísar að öðru leyti málinu til frekari vinnslu í nefndinni.
4.Gönguleiðir og forgangsröðun göngustíga
Málsnúmer 1904037Vakta málsnúmer
Lögð fram vinnugögn vegna hönnunar á gönguleiðum í sveitarfélaginu. Við gerð fjárhagsáætlunar lagið umhverfis- og náttúruverndarnefnd árherslu á áframhaldandi uppbyggingu á göngustígum. Nefndin lagði sérstaka áherslu á göngutengingu við strandlengju Kirkjustígs og Daddavíkur áfram að Grensás, tengingu Sundabakka við Reitarveg og áfram holtið og tengingu í enda Hjallatanga niður að reiðveg.
Lagðar fram tillögur að göngustígatengingum innanbæjar og göngustígum í bæjarlandinu í samræmi við fyrri umræður þar um.
Lagðar fram tillögur að göngustígatengingum innanbæjar og göngustígum í bæjarlandinu í samræmi við fyrri umræður þar um.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd fagnar þeim tillögum sem liggja fyrir og samþykkir þær tillögur sem liggja fyrir.
5.Sjálfbærnistefna Snæfellsness
Málsnúmer 2402022Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að sjálfbærnisstefnu Snæfellsness og aðgerðaáætlun. Einnig er lagt fram erindi frá verkefnastjóra Umhverfisvottunar sem kallar eftir afstöðu sveitarfélaganna vegna aðgerðaáætlunnar. Guðrún Magnea, verkefnastjóri Umhverfisvottunar, kemur til fundar og gerir grein fyrir vinnunni.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkar verkefnastjóra fyrir góða kynningu á þessu mikilvæga verkefni.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd felur nefndarmönnum að rýna betur drögin og senda ábendingar og athugasemdir til verkefnastjóra.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd felur nefndarmönnum að rýna betur drögin og senda ábendingar og athugasemdir til verkefnastjóra.
6.Stóri plokkdagurinn 2025
Málsnúmer 2504017Vakta málsnúmer
Stóri plokkdagurinn 2025 verður haldinn sunndaginn 27. apríl næstkomandi. Fyrirkomulag dagsins í sveitarfélaginu Stykkishólmi er tekið til umræðu.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd samþykkir að halda utan um og skipuleggja stóra plokkdaginn 2025 í sveitarfélaginu og tryggja þannig þátttöku sveitarfélagsins í þessu mikilvæga verkefni.
Fundi slitið - kl. 14:04.