Fara í efni

Sjálfbærnistefna Snæfellsness

Málsnúmer 2402022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024

Lögð fram sjálfbærnistefna Snæfellsness sem jafnframt verður lögð fram til samþykktar hjá öllum sveitarstjórnum meðlima Byggðasamlags Snæfellinga.
Bæjarráð samþykkir stefnu Snæfellsness í sjálfbærri þróun og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

Bæjarstjórn - 22. fundur - 29.02.2024

Lögð fram sjálfbærnistefna Snæfellsness sem jafnframt verður lögð fram til samþykktar hjá öllum sveitarstjórnum meðlima Byggðasamlags Snæfellinga.



Bæjarráð samþykkti, á 19. fundi sínum, stefnu Snæfellsness í sjálfbærri þróun og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn samþykkir stefnu Snæfellsness í sjálfbærri þróun.

Bæjarráð - 31. fundur - 24.03.2025

Lagt fram erindi frá verkefnastjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness.
Bæjarráð vísar málinu frekari vinnslu og óskar eftir kynningu á verkefninu frá verkefnisstjóra.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 5. fundur - 15.04.2025

Lögð fram drög að sjálfbærnisstefnu Snæfellsness og aðgerðaáætlun. Einnig er lagt fram erindi frá verkefnastjóra Umhverfisvottunar sem kallar eftir afstöðu sveitarfélaganna vegna aðgerðaáætlunnar. Guðrún Magnea, verkefnastjóri Umhverfisvottunar, kemur til fundar og gerir grein fyrir vinnunni.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkar verkefnastjóra fyrir góða kynningu á þessu mikilvæga verkefni.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd felur nefndarmönnum að rýna betur drögin og senda ábendingar og athugasemdir til verkefnastjóra.

Bæjarráð - 32. fundur - 23.04.2025

Lagt fram erindi frá verkefnastjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness. Á 31. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu frekari vinnslu og óskaði eftir kynningu á verkefninu frá verkefnisstjóra. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd fól, á 5. fundi sínum, nefndarmönnum að rýna betur drögin og senda ábendingar og athugasemdir til verkefnastjóra.



Guðrún Magnea Magnúsdóttir, verkefnastjóri Umhverfisvottunar, kemur til fundar við nefndina og gerir grein fyrir málinu.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 33. fundur - 12.05.2025

Guðrún Magea Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Umhverfisvottunar, mætti á fundinn.
Lagt fram erindi frá verkefnastjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness. Á 31. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu frekari vinnslu og óskaði eftir kynningu á verkefninu frá verkefnisstjóra. Guðrún Magnea Magnúsdóttir, verkefnastjóri Umhverfisvottunar, kemur til fundar við bæjarráð og gerir grein fyrir málinu.
Bæjarráð þakkar verkefnastjóra umhverfisvottunar fyrir kynninguna.

Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu.
Guðrún Magnea vék af fundi.
Getum við bætt efni síðunnar?