Fara í efni

Laus staða í leikskólanum í Stykkishólmi

09.01.2023
Fréttir Laus störf

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa 100% stöðu í afleysingar í 6 mánuði, viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Góð íslensku kunnátta er skilyrði, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg og viðkomandi þarf að geta unnið undir miklu álagi.

Í leikskólanum er vinnuvikan nú 38 klukkustundir fyrir 100% starf.

Athugið að starfið hentar öllum kynjum.

Allar nánari upplýsingar gefa Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri og Elísabet Lára Björgvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á netfanginu leikskoli@stykkisholmur.is og í síma 4338128 og 8664535.

Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar og á íbúagáttinni á vef bæjarins www.stykkisholmur.is

Umsóknarfrestur er til 17. janúar. Öllum umsóknum verður svarað.

Laus staða í leikskólanum í Stykkishólmi
Getum við bætt efni síðunnar?