Fréttir Lífið í bænum
Aftur og aftur en aldrei eins - Sýningaropnun í Norska húsinu
Laugardaginn 5. október kl. 14:00 opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla sýningin, Aftur og aftur en aldei eins. Aftur og aftur en aldrei eins vinnur Sigríður Melrós prentverk með tækni dúkristu. Innblástur hennar kemur úr náttúrunni og með þrykkverkum sínum festir hún á blað það sem grær í kringum hana. Verkin eru litrík og næm og unnin í skapandi flæði þar sem bakgrunnur og endurtekið þrykkið gerir útkomuna alltaf nýja og ferska.
03.10.2024