Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
32. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

32. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

32. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 30. janúar kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
28.01.2025
Almannavarnanefnd fundaði vegna Ljósufjalla
Fréttir

Almannavarnanefnd fundaði vegna Ljósufjalla

Almannavarnanefnd Vesturlands fundaði í síðustu viku, ásamt fulltrúum Lögreglustjóraembættisins á Vesturlandi, með sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum. Aukin jarðskjálftavirkni við Grjótavatn á Mýrum var tilefni fundarins en Grjótárvatn er innan eldstöðvarkerfis Ljósufjalla, sem nær allt frá Snæfellsnesi og í Borgarfjörð. Á fundinum fengu fulltrúar í Almannavarnarnefndar góða kynningu á stöðu mála og viðbrögð við þeim vangaveltum sem á þeim brunnu.
27.01.2025
Mynd frá Vestfjarðarvíkingnum í Stykkishólmi 2020
Fréttir

Víkingurinn í Stykkishólmi

Víkingurinn 2024, keppni sterkustu manna landsins, fór fram á Vesturlandi síðastliðið sumar. Keppnin var haldin á stöðum, í Hvalfjarðarsveit, Grundarfirði, Ólafsvík og endaði í Stykkishólmi.
15.01.2025
Stykkishólmur
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa í Stykkishólmi

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV,  verður í Ráðhúsi Stykkishólms fimmtudaginn 16. janúar frá kl. 13:00 - 15:00. Verkefni atvinnuráðgjafa felast í að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála.
14.01.2025
Þorrablótið 2024
Fréttir Lífið í bænum

Þorrablót 1. febrúar

Þorrablót verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi 1. febrúar næstkomandi. Formenn þorrablótsnefndar í ár eru þau Sigurbjartur Loftsson og Kristbjörg Hermannsdóttir, en með þeim er úrvals fólk sem bíður þess í ofvæni að komast á svið og skemmta Hólmurum, Helgfellingum og öðrum gestum. Miðsala fer fram í íþróttamiðstöðinni 15. janúar, kl. 16:00 - 18:30, og 16. janúar, kl. 17:00 - 19:00,  en 400 miðar verða settir í sölu. Þeim sem ekki hafa tök á að mæta á staðinn er bent á netfangið thorrablotsth@gmail.com.
10.01.2025
Þrettándinn 2025
Fréttir

Þrettándinn í Hólminum

Kveikt var upp í brennu við Vatnsás á þrettándanum þegar jólahátíðin var kvödd. Fjöldi fólks sótti brennuna í ár en áður hafði farið fram friðargangan sem frestaðist frá Þorláksmessu vegna veðurs. Friðargangan var vel sótt, ein sú fjölmennasta til þessa, og endaði gangan við Vatnsás þegar kveikt var í brennunni.
10.01.2025
Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms
Fréttir

Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms

Stjórn Lista og menningarsjóðs kom saman til fundar föstudaginn 3.janúar klukkan 16:00 í Ráðhúsi Stykkishólms. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn snemma í desember og var umsóknarfrestur til 1. janúar í samræmi við reglur sjóðsins. Verkefni stjórnar var að að fara yfir og meta þær átta styrkumsóknir sem borist höfðu fyrir fundinn.
09.01.2025
Þuríður Ragna Stefánsdóttir
Fréttir

Þuríður Ragna ráðin í stöðu skipulags- og umhverfisfulltrúa

Þuríður Ragna Stefánsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skipulags- og umhverfisfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Ráðið var í stöðuna á 31. fundi bæjarstjórnar þann 12. desember síðastliðinn og var bókun bæjarstjórnar eftirfarandi: Bæjarstjórn samþykkir, með vísan til fyrirliggjandi gagna, að ráða Þuríði Rögnu Stefánsdóttur tímabundið í starf skipulags- og umhverfisfulltrúa til 31. ágúst 2025.
03.01.2025
Þrettándabrenna og friðarganga
Fréttir

Þrettándabrenna og friðarganga

Á þrettándanum, mánudaginn 6. janúar, kl. 17:30 verður gengin friðarganga frá Hólmgarði að brennu við Vatnsás fyrir innan tjaldsvæði. Í Stykkishólmi er hefð fyrir friðargöngu á Þorláksmessu en sökum veðurs var göngunni frestað til þrettándans. Rafkertasala á vegum 9. bekkjar verður við upphaf friðargöngu í fjáröflunarskyni, kertið er selt á 1.600 kr.
03.01.2025
Gleðileg jól
Fréttir

Gleðileg jól

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar þér gleðilegra jóla og frasældar á nýju ári.
24.12.2024
Getum við bætt efni síðunnar?