Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Starfsfólk óskast til starfa í Öldrunarmiðstöð Skólastíg 14
Fréttir Laus störf

Starfsfólk óskast til starfa í Öldrunarmiðstöð Skólastíg 14

Öldrunarmiðstöð er ný þjónustu- og félagsmiðstöð í Stykkishólmi sem hefur að markmiði að sameina öldrunar- og velferðarþjónustu sveitarfélagsins undir einn hatt á einum stað. Leitað er eftir starfsfólki í heimaþjónustu, heimilisþrif og félagslega stuðningsþjónustu. Einnig vantar starfsfólk til starfa við þrif á sameign, í þvottahús, ígrip í eldhúsi ofl.
10.10.2023
Frá opnunarhátíð. Mynd: Guðrún Ákadóttir
Fréttir

Nafnasamkeppni fyrir Miðstöð öldrunarþjónustu

Síðastliðinn sunnudag bauð Miðstöð öldrunarþjónustu til grillveislu að Skólastíg 14. Veislan heppnaðist vel og var margt um manninn. Í veislunni var nafnasamkeppni fyrir miðstöðina sett í loftið sem stendur opin til og með næsta sunnudags, 15. október. Hvað viljum við kalla þjónustu- og félagsmiðstöðina sem hér verður mótuð og starfrækt í þeim tilgangi að gott sé að eldast í sveitarfélaginu Stykkishólmi?
10.10.2023
Opin skirfstofa SSV í Stykkishólmi
Fréttir

Opin skirfstofa SSV í Stykkishólmi

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi, verða með opnar skrifstofur á Snæfellsnesi 12. október næstkomandi. Áhugasömum er bent á að nýta sér þjónustu þeirra en þau verða á eftirfarandi stöðum: Ráðhúsið í Stykkishólmi kl. 10:00 - 12:00 Ráðhúsið í Grundarfirði kl. 13:00 - 15:00 Röstin Hellissandi kl. 15:30 - 17:30
09.10.2023
Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tekur gildi
Fréttir Skipulagsmál

Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tekur gildi

Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda 2. október. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð í samræmi við 41. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti þann 18. apríl 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún auglýst 26. apríl 2023 með athugasemdafrest til og með 9. júní 2023. Opinn kynningarfundur var haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms 24. maí. Með afgreiðslubréfi þann 17. ágúst sl., gerði Skipulagsstofnun minniháttar athugasemdir við skipulagstillöguna og var hún uppfært í samræmi við það. Stofnunin afgreiddi skipulagstillöguna án frekari athugasemda þann 22. september sl.
02.10.2023
Helstu fréttir komnar út
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Á vefsíðu sveitarfélagsins Stykkishólms má lesa helstu fréttir sem snúa að rekstri sveitarfélagsins, viðburðum og öðru tengdu sveitarfélaginu. Fréttunum er svo deilt á facebooksíðu Stykkishólms til að ná athygli sem flestra. Fréttaritið Helstu fréttir er samantekt af því sem hæst ber í fréttum frá sveitarfélaginu. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur, sér í lagi eldra fólks. Blaðið liggur því frammi á Miðstöð öldrunarþjónustu, Skólastíg 14 Stykkishólmi. Áhugasömum er bent á að næla sér í eintak þar.
02.10.2023
Getum við bætt efni síðunnar?