Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Hallgerður og rest
Fréttir

Hallgerður og rest í beinni útsendingu frá Laugardalshöll

Laugardaginn 6. maí fer fram Söngkeppni Samfés 2023. Hólmarar eiga glæsilega fulltrúa í keppninni í ár en hljómsveitin Hallgerður og rest keppir fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar X-ið. Hljómsveitin flytur lagið Skyfall eftir Adele en alls stíga 30 atriði á stokk í Laugardalshöllinni. RÚV sýnir frá söngkeppninni í beinni útsendingu sem hefst kl. 13:00 laugardaginn 6. maí.
05.05.2023
Munum leiðina - Vitundarvakning Alzheimer samtakanna
Fréttir

Munum leiðina - Vitundarvakning Alzheimer samtakanna

Fjólublár bekkur hefur verið settur niður fyrir utan Ráðhúsið í Stykkishólmi í tengslum við vitundarvakningu Alzheimer samtakanna, Munum leiðina. Fjólublár er alþjóðlegur litur Alzheimer sjúkdómsins og annarra heilabilunarsjúkdóma. Sambærilegir bekkir hafa verið settir niður víða um land í þeim tilgangi að vekja athygli á og auka umræðu og fræðslu um heilabilun í stað þess að fela umræðuna. Á bekkjunum er QR kóði sem hægt er að skanna og styrkja um leið samtökin. Sveitarfélagið hvetur fólk til að taka fallegar og skemmtilegar myndir af sér á bekknum fagra eða bara að setjast niður og njóta útsýnisins yfir höfnina.
03.05.2023
Högni Bæringsson segir þeim til.
Fréttir

Framkvæmdir fyrir utan Ráðhúsið

Framkvæmdir hafa staðið yfir fyrir utan Ráðhúsið í Stykkishólmi undanfarið. Til að byrja með var ráðist í viðgerðir á fráveitukerfi Ráðhússins. Framkvæmdir undu fljótt upp á sig þegar neysluvatnslögn hússins fór í sundur. Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða gamalt stálrör sem var orðið ónýtt og ekki hægt að bjarga með viðgerð. Óumflýjanlegt var því að rífa upp malbikið og skipta rörinu út. Veitur sáu um þá framkvæmd en frágangur á svæðinu er nú langt kominn.
03.05.2023
13. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

13. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

13. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 4. maí kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
02.05.2023
Kvöldsólin í Stykkishólmi 1. maí 2023
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Á vefsíðu sveitarfélagsins Stykkishólms má lesa helstu fréttir sem snúa að rekstri sveitarfélagsins, viðburðum og öðru tengdu sveitarfélaginu. Fréttunum er svo deilt á facebooksíðu Stykkishólms til að ná athygli sem flestra. Í byrjun aprílmánaðar kom fréttaritið Helstu fréttir út í fyrsta sinn. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur.
02.05.2023
Getum við bætt efni síðunnar?