Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Helgileikurinn og litlu jólin í leikskólanum
Fréttir

Helgileikurinn og litlu jólin í leikskólanum

Litlu jólin voru haldin í leikskólanum miðvikudaginn 18. desember og hófust að venju með helgileik elstu nemendanna. Búningarnir sem notaðir eru í leiknum eru mjög gamlir og saumaðir af St. Fransiskussystrum. Vekja þeir alltaf mikla athygli auk þess að margir foreldrar rifja gjarnan upp við þetta tækifæri hvaða hlutverk þeir höfðu í leiknum á sínum tíma. Eftir leikinn tók við jólaball en þar spiluðu Villi og Matti fyrir okkur jólalögin og jólasveinar komu í heimsókn og færðu börnunum gjafir. Við þökkum öllum þeim sem hjálpuðu okkur við að gera þetta að góðum degi.
20.12.2019
Áramóta- og þrettándabrenna
Fréttir

Áramóta- og þrettándabrenna

Á Gamlárskvöld verður kveikt áramótabrennu kl. 20:30 við Vatnsás í landi Stykkishólms líkt og undanfarin ár. Fögnum nýju ári og kveðjum það gamla. Mánudaginn 6. Janúar 2020 kl. 20:00 verður kveikt í þrettándabrennu við Vatnsás í landi Stykkishólms. Við brennuna verða ýmis fyrirbæri á sveimi ásamt álfadrottningu og álfakóngi sem færa munu börnum blys. Fólk hvatt til þess að mæta með grímur og hatta og rifja upp gömlu góðu þrettándalögin. Björgunarsveitin Berserkir verður með flugeldasýningu.
20.12.2019
Auglýsing um skipulag
Fréttir

Auglýsing um skipulag

Líkt og áður var auglýst samþykkti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar þann 31. október 2019, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms, Skúlagata 26a samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
19.12.2019
Lýsing fyrir gerð deiliskipulagstillögu austan Aðalgötu Stykkishólmsbæ
Fréttir

Lýsing fyrir gerð deiliskipulagstillögu austan Aðalgötu Stykkishólmsbæ

Líkt og áður var auglýst hefur bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulagstillögu austan Aðalgötu skv. 1. og 2. mgr 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
19.12.2019
Vonskuveður
Fréttir

Vonskuveður

Eflaust hefur veður og fréttir af veðri ekki farið framhjá neinum þennan morguninn, en appelsínugulviðvörun er í gildi á Breiðafirði og Snæfellsnesi. Gera má ráð fyrir að veður versni þegar líður á daginn
10.12.2019
Grunnskólinn óskar eftir forfallakennara
Fréttir

Grunnskólinn óskar eftir forfallakennara

Grunnskólinn í Stykkishólmi óskar eftir forfallakennara í 15 tíma á viku. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 3. janúar næstkomandi. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands
10.12.2019
Skólahald fellur niður
Fréttir

Skólahald fellur niður

Í ljósi nýjustu upplýsinga frá Veðurstofu Íslands hefur verið tekin sú ákvörðun að slíta skóla fyrr og mælumst við til að börn verði sótt eigi síðar en klukkan 10.
10.12.2019
Höfðingleg gjöf
Fréttir

Höfðingleg gjöf

Kvenfélagið Hringurinn Stykkishólmi var í fararbroddi við söfnun fyrir göngubretti sem Endurhæfingadeild SFS, HVE Stykkishólmi fékk að gjöf nýverið. Fengu þær liðstyrk frá Lionsklúbbnum Hörpunni Stykkishólmi og Lionsklúbbi Stykkishólms við söfnunina en heildarverð var tæplega 1.500.000. Formenn klúbbanna mættu til að afhenda göngubrettið þann 21.nóvember sl. og var boðið uppá kaffi og kökur í tilefni dagsins.
09.12.2019
Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024 komin út
Fréttir

Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024 komin út

Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árin 2020-2024 er komin út. Um er að ræða þróunaráætlun landshlutans og felur í sér stöðumat hans, framtíðarsýn, markmið og áherslur til að ná fram þeirri framtíðarsýn.
06.12.2019
Ungmennahús í Stykkishólmi vekur athygli
Fréttir

Ungmennahús í Stykkishólmi vekur athygli

Í gær funduðu í Hólminum starfsmenn ungmennahúsa á Íslandi en hópurinn hittist einu sinni í mánuði til að skiptast á hugmyndum, efla samstarfið og ræða málefni ungs fólks á Íslandi og hvað hægt sé að gera til að bæta starfið.
05.12.2019
Getum við bætt efni síðunnar?