Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Guðbjörg Halldórsdóttir fyrsti formaður ungmennaráðs Vesturlands
Fréttir

Guðbjörg Halldórsdóttir fyrsti formaður ungmennaráðs Vesturlands

Í gær var haldinn stofnfundur ungmennaráðs Vesturlands þar sem fulltrúar fimm ungmennaráða komu saman og stofnuðu ráðið. Á fundinum var kosinn formaður Gubjörg Halldórsdóttir frá ungmennaráði Stykkishólmsbæjar, varaformaður Guðjón Snær Magnússon hjá ungmennaráði Akraneskaupstaðar og ritari Stefanía Bláfeld Viðarsdóttir hjá ungmennaráði Snæfellsbæjar.
30.01.2020
Auglýst eftir landvörðum í tímabundin störf í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul
Fréttir

Auglýst eftir landvörðum í tímabundin störf í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum í tímabundin störf í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Í þjóðgarðinum fer starfsemin fram á utanverðu Snæfellsnesi, á gestastofu á Malarrifi, ströndinni við Stapa, og í Búðahrauni. Gert er ráð fyrir að ráða í þrjú störf sem geta varað í 6-24 vikur en flestir landvarðanna starfa yfir sumartímann. Landverðir hafa búsetu á Malarrifi.
30.01.2020
Fundað um framtíð grásleppuveiða í Stykkishólmi
Fréttir

Fundað um framtíð grásleppuveiða í Stykkishólmi

Snæfell félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi hefur boðað til fundar um grásleppumál nk. fimmtudag 30. janúar. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu Stykkishólmi og hefst kl 17:00. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mætir á fundinn og mun hann ávarpa fundargesti og svara fyrirspurnum.
29.01.2020
Þorrablót leikskólans
Fréttir

Þorrablót leikskólans

Á bóndadaginn var haldið þorrablót í leikskólanum. Nemendur og kennarar gerðu ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks í tilefni dagsins og klukkan 15 hófst svo hið eiginlega þorrablót. Börnin buðu til þorraveislu öllum þeim karlmönnum sem skipa stóran sess í lífi þeirra. Þarna mátti því sjá feður, afa, langafa, bræður, vini og frændur sem börnin sýndu stolt möppur sínar. Í salnum var búið að koma fyrir þrautabraut og hlaðborði með þorramat á og inni á deildum var ýmis verkefni að finna.
29.01.2020
Dagur kvenfélagskonunar
Fréttir

Dagur kvenfélagskonunar

Dagur kvenfélagskonunar er í dag, 1. febrúar og eru nú 90 ár liðin frá stofnun Kvenfélagasambands Íslands.
27.01.2020
Vikupóstur stjórnenda
Fréttir

Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir Gleðilegan bóndadag! Við viljum þakka foreldrum kærlega fyrir góða mætingu í gær en þá fóru fram foreldra- og nemendasamtö
24.01.2020
Græna tunnan tæmd í dag
Fréttir

Græna tunnan tæmd í dag

Vegna veðurs hefjast sorphirðumenn handa við að tæma grænu tunnuna í dag, veðurspá fyrir miðvikudag og fimmtudag er slæm og því óvíst hvenær að hægt verði að sinna sorphirðu þá. Ruslabíllinn verður því á ferðinni í dag og eru íbúar eru hvattir til þess að moka frá tunnum sínum þar sem þess er þörf. Eins eru íbúar hvattir til að fylgjast með veðri og gera viðeigandi ráðstafnair.
21.01.2020
Grunnskólinn óskar eftir forfallakennara
Fréttir

Grunnskólinn óskar eftir forfallakennara

Grunnskólinn í Stykkishólmi óskar eftir forfallakennara í 15 tíma á viku. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands. Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Axelsdóttir skólastjóri í síma 433-8178/895-3828 eða á netfangið berglind@stykk.is.
20.01.2020
Sundlaugin lokar snemma vegna Þorrablótsæfinga
Fréttir

Sundlaugin lokar snemma vegna Þorrablótsæfinga

Fimmtudaginn 30., og föstudaginn 31. janúar lokar sundlaug Stykkishólms kl. 19:00 vegna þorrablótsæfinga.
20.01.2020
Stofnfundur Matarklasa Snæfellsness
Fréttir

Stofnfundur Matarklasa Snæfellsness

Eins og íbúar Snæfellsness vita vel þá er svæðið ríkt frá náttúrunnar hendi þegar kemur að mat og endurspeglast það í starfsemi á svæðinu - hér eru stöndug sjávarútvegsfyrirtæki, blómlegur landbúnaður og hágæða veitingastaðir sem bjóða upp á mat úr héraði.
20.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?