Fréttir
Guðbjörg Halldórsdóttir fyrsti formaður ungmennaráðs Vesturlands
Í gær var haldinn stofnfundur ungmennaráðs Vesturlands þar sem fulltrúar fimm ungmennaráða komu saman og stofnuðu ráðið. Á fundinum var kosinn formaður Gubjörg Halldórsdóttir frá ungmennaráði Stykkishólmsbæjar, varaformaður Guðjón Snær Magnússon hjá ungmennaráði Akraneskaupstaðar og ritari Stefanía Bláfeld Viðarsdóttir hjá ungmennaráði Snæfellsbæjar.
30.01.2020