Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Laus staða leikskólakennara í Leikskólanum í Stykkishólmi
Fréttir

Laus staða leikskólakennara í Leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa stöðu frá 1. apríl 2020. Um er að ræða 100% afleysingarstöðu í eitt ár með möguleika á fastráðningu.
24.02.2020
Konudagskaffi í Leikskólanum í Stykkishólmi
Fréttir

Konudagskaffi í Leikskólanum í Stykkishólmi

Föstudaginn 21. febrúar buðu nemendur leikskólans þeim konum sem skipa stóran sess í lífi þeirra í vöfflu- og kleinukaffi í tilefni konudagsins. Mjög góð mæting var og má áætla að vel yfir 300 konur (langömmur, ömmur, mæður, systur, frænkur og vinkonur) hafi mætt í leikskólann af þessu tilefni. Sett var upp kaffihús í salnum þar sem borð voru skreytt með blómavösum og blómum sem börnin höfðu útbúið. Inni á deildum voru það möppur barnanna sem vöktu mesta eftirtekt en í þær safna börnin myndverkum sínum og ýmsum verkefnaskráningum sem þau sýndu gestum sínum með stolti og gleði, auk þess sem ýmiskonar efniviður til leikja var uppivið. Við vorum mjög ánægð með daginn og þökkum fyrir frábæra þátttöku í konudagskaffinu.
24.02.2020
Öskudagurinn 2020
Fréttir

Öskudagurinn 2020

Næstkomandi miðvikudag, 26. febrúar, verður öskudagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Í Stykkishólmi stendur foreldrafélag grunnskólans fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá.
21.02.2020
Hans klaufi í Stykkishólmi
Fréttir

Hans klaufi í Stykkishólmi

Fjölskyldusöngleikurinn Hans klaufi frá leikhópnum Lottu verður sýndur í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17:30. Leikhópurinn Lotta er Hólmurum vel kunnur enda komið hér áður með sýningar og hlotið góðar móttökur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast um land allt með sýningar sínar.
21.02.2020
Hönnunarkeppnin Stíll
Fréttir

Hönnunarkeppnin Stíll

Hönnunarkeppnin Stíll fór fram í íþrótthúsinu Digranesi laugardaginn 1. febrúar. Í ár skráðu sig til leiks hópur frá Stykkishólmi þau Helga María Elvarsdóttir, Birgitta Mjöll Magnúsdóttir, Sara Jónsdóttir, Jóhanna María Ægisdóttir, Metúsalem Páll Sigurbjargarson með stuðningi frá starfsmanni félagsmiðstöðvar Guðbjörgu Halldórsdóttur og grunnskólans Kristbjörgu Hermannsdóttur. Mikil vinna fór í undirbúning og var afraksturinn glæsilegur.
20.02.2020
Beinar útsendingar bæjarstjórnarfunda hefjast að loknum framkvæmdum
Fréttir

Beinar útsendingar bæjarstjórnarfunda hefjast að loknum framkvæmdum

Til stendur að hefja upptökur og beinar útsendingar frá fundum bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar á næstunni. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að upptökur og útsendingar funda hefjist að loknum breytingum á Ráðhúslofti en þar stendur til að færa fundaraðstöðu bæjarstjórnar og auka skrifstofurými.
13.02.2020
Minningarskjöldur um Guðmund Kristinsson afhjúpaður
Fréttir

Minningarskjöldur um Guðmund Kristinsson afhjúpaður

Á aðra miljón króna safnaðist til minningar um Guðmund Kristinsson, um er að ræða frjáls framlög sem gefin voru slökkviliðinu til kaupa á tækjum í minningu Guðmundar. Þetta kom fram í ávarpi Álfgeirs Marinóssonar, slökkviliðsstjóra, við athöfn í slökkviliðsstöðinni í gær. Í athöfninni var afhjúpaður skjöldur til minningar um Guðmund ásamt því að tækin sem keypt voru fyrir gjafaféð voru kynnt.
12.02.2020
HVE gerir ráðstafanir vegna kórónaveirunnar
Fréttir

HVE gerir ráðstafanir vegna kórónaveirunnar

Starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar á Vesturlandi fengið fræðslu um kórónaveiruna og leiðbeiningar verið settar upp fyrir almenning innan stofnanna. Sjúkrahúsið á Akranesi og heilsugæslustöðvar á Vesturlandi hafa fundið úrræði varðandi skoðunaraðstöðu og fyrir einangrun ef svo bæri að.
03.02.2020
Græna ljósið í Stykkishólmi
Fréttir

Græna ljósið í Stykkishólmi

Magnús Ingi Bæringsson tók nú á dögunum við Græna ljósinu frá Orkusölunni fyrir hönd Stykkishólmsbæjar. Græna ljósið staðfestir og vottar að sveitarfélagið notar í rekstri sínum 100% endurnýjanlega raforku með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli.
03.02.2020
Umsögn Stykkishólmsbæjar um samgönguáætlun
Fréttir

Umsögn Stykkishólmsbæjar um samgönguáætlun

Dapurt ástand Skógarstrandarvegar hefur verið töluvert til umfjöllunar undanfarið. Í kjölfar þess að frestur til að senda umsagnir til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna samgönguáætlunar rann út. Um er að ræða umsagnir um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 en auk þess 15 ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 ? 2034.
31.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?