Fara í efni

Jafnréttisstefna Stykkishólmsbæjar 2018-2022

Málsnúmer 1904049

Vakta málsnúmer

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 1. fundur - 24.04.2019

Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skulu sveitarfélög setja sér jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Jafnréttisáætlanirnar skulu lagðar fram til samþykktar í sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Í jafnréttisáætlun sveitarfélags skal m.a koma fram hvernig skuli unnið að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um það hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins.

Jafnréttisstefna Stykkishólmsbæjar lögð fyrir nefndina til afgreiðslu.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja núgildandi jafnréttisáætlun óbreytta til fjögurra ára, en þó þarf að uppfæra fjölda nefndarmanna í áætluninni ásamt heiti nefndarinnar í samræmi við nýja skipan fastanefnda Stykkishólmsbæjar.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 19.11.2019

Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu þar sem koma fram ábendingar frá Jafnréttisstofu varðandi viðbætur við jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árin 2018-2022, m.a. að hægt sé að kveða með skýrari hætti á um það hvernig unnið sé að því að bæta stöðu kynjanna í sveitarfélaginu, sbr. 12. gr. jafnréttislaga.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd vísar umfjöllun til næsta fundar.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 3. fundur - 03.12.2019

Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu þar sem koma fram ábendingar frá Jafnréttisstofu varðandi viðbætur við jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árin 2018-2022, m.a. að hægt sé að kveða með skýrari hætti á um það hvernig unnið sé að því að bæta stöðu kynjanna í sveitarfélaginu, sbr. 12. gr. jafnréttislaga.
Ljóst er að þörf sé á að leggja í þónokkra vinnu samkvæmt ábendingum frá jafnréttisstofu. Velferða- og jafnréttismálanefnd vísar því þessu erindi til áframhaldandi vinnu í nefnd.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 4. fundur - 07.09.2020

Lagt fram að nýju erindi frá Jafnréttisstofu þar sem koma fram ábendingar frá Jafnréttisstofu varðandi viðbætur við jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árin 2018-2022, m.a. að hægt sé að kveða með skýrari hætti á um það hvernig unnið sé að því að bæta stöðu kynjanna í sveitarfélaginu, sbr. 12. gr. jafnréttislaga.

Velferða- og jafnréttismálanefnd vísaði á, 3. fundi sínum, erindinu til áframhaldandi vinnu í nefndinni.

Unnið hefur verið, bæði í nefndinni og af formanni velferðar- og jafnréttismálanefndar, að nýrri jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar sem er nú lögð fram til samþykktar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd samþykkir fyrir sitt leiti jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar og leggur til að bæjarstjórn samþykki áætlunina.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 1. fundur - 16.11.2022

Lögð fram til jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2022. Að afloknum sveitarstjórnarkosningum skal sjá til þess að innan hvers sveitarfélags verði gerð áætlun fyrir nýtt kjörtímabil um markmið og aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun
Velferðar- og jafnréttismálanefnd telur fyrirliggjandi jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar góðan grunn að nýrri áætlun fyrir hið sameinaða sveitarfélag og felur formanni nefndarinnar að uppfæra áætlunina í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.


Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 24.01.2023

Lögð fram til jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2022. Að afloknum sveitarstjórnarkosningum skal sjá til þess að innan hvers sveitarfélags verði gerð áætlun fyrir nýtt kjörtímabil um markmið og aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun

Á fysta fundi sínum taldi velferðar- og jafnréttismálanefnd fyrirliggjandi jafnréttisáætlun góðan grunn að nýrri áætlun fyrir hið sameinaða sveitarfélag og fól formanni nefndarinnar að uppfæra áætlunina í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?