Fara í efni

Velferðar- og jafnréttismálanefnd

1. fundur 16. nóvember 2022 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Klaudia S. Gunnarsdóttir formaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson aðalmaður
  • Guðrún Magnea Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Björn Haraldsson aðalmaður
  • Halla Dís Hallfreðsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Magnea Magnúsdóttir ritari
Dagskrá
Formaður velferðar- og jafnréttismálanefndar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fyrsta fundar nefndarinnar.

Bar formaður upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum og yrði tekið fyrir sem fyrsta mál á dagskrá þrátt fyrir að vera sett inn sem mál númer 6 á dagskrá fundarins:

2211039 - Kosning varaformanns og ritara

Samþykkt samhljóða.

Gengið til dagskrár.

1.Erindisbréf Velferðar- og jafnréttismálanefndar

Málsnúmer 1904050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf Velferðar- og jafnréttismálanefndar sem samþykkt var á 375. fundi bæjarstjórnar þann 30. apríl 2019.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir erindisbréfi nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerðir stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 123. fundar stjórnar FFS sem haldin var 17. október 2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Dagdvalarrými

Málsnúmer 2206021Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning bæjarstjóra frá fundi með heilbrigðisráðherra um dagdvalarrými í Stykkishólmi o.fl. í tengslum við heilbrigðis og öldrunarþjónustu.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundi sínum með heilbrigðisráðherra og stöðu mála hvað varðar dagdvalarrými. Lagt fram til kynningar.

Nefndin hvetur til þess að bæjarfulltrúar fundi með HVE ásamt formanni velferðar- og jafnréttismálanefndar, fulltrúa öldungaráðs, fulltrúum Hollvinasamtaka dvalarheimilisins, fulltrúum Aftanskins og öðrum starfsmönnum Stykkishólmsbæjar eftir atvikum.

4.Jafnlaunastefna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1911016Vakta málsnúmer

Lögð fram Jafnlaunastefna Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar sem samþykkt var af bæjarstjórn á 2. fundi þann 30. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.

5.Móttaka flóttafólks á svæðinu

Málsnúmer 2211031Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks, ásamt kröfulýsingu, kostnaðarlíkani og öðrum gögnum er tengjast móttöku flóttafólks.
Formaður gerir grein fyrir stöðu flóttamanna í Stykkishólmi og því starfi sem verið er að vinna nú þegar í þessum málaflokki.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd vísar frerkari umræðu um þennan málaflokk til næsta fundar.

6.Kosning varaformanns og ritara

Málsnúmer 2211039Vakta málsnúmer

Samkvæmt erindisbréfi skal nefndin kjósa sér varaformann og ritara.
Velferða- og jafnréttismálanefnd kýs Önnu Lind Særúnardóttir sem varaformann og Guðrúnu Magneu Magnúsdóttir sem ritara.

7.Jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar 2018-2022

Málsnúmer 1904049Vakta málsnúmer

Lögð fram til jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2022. Að afloknum sveitarstjórnarkosningum skal sjá til þess að innan hvers sveitarfélags verði gerð áætlun fyrir nýtt kjörtímabil um markmið og aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun
Velferðar- og jafnréttismálanefnd telur fyrirliggjandi jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar góðan grunn að nýrri áætlun fyrir hið sameinaða sveitarfélag og felur formanni nefndarinnar að uppfæra áætlunina í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.


8.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum. Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélasg Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og gjaldskrár.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?