Fara í efni

Samningur við FAS um samfélagslega viðspyrnu og eflingu samfélagsins

Málsnúmer 2011039

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 6. fundur - 09.02.2021

Bæjarstjóri kynnir drög að samningi við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, en á 623. fundi bæjarráðs tók ráðið jákvætt í samningsdrögin og fól bæjarstjóra að ræða við FAS á grundvelli fyrirliggjandi draga.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar fyrirliggjandi drögum að samningi Stykkishólmsbæjar og Félag atvinnulífsins í Stykkishólmi um samfélagslega viðspyrnu og eflingu samfélagsins á árinu 2021.

Safna- og menningarmálanefnd - 112. fundur - 10.02.2021

Bæjarstjóri kynnir drög að samningi við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, en á 623. fundi bæjarráðs tók ráðið jákvætt í samningsdrögin og fól bæjarstjóra að ræða við FAS á grundvelli fyrirliggjandi draga.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn - 396. fundur - 25.02.2021

Lögð fram að nýju drög að samningi við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi. Drög samningsins voru tekin fyrir á fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar sem fagnaði þeim og á fundi safna- og menningarmálanefndar sem gerði engar athugasemdir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samning við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi.

Safna- og menningarmálanefnd - 113. fundur - 10.03.2021

Á 396. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar samþykkti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samning við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi um samfélagslega viðspyrnu og eflingu samfélagsins, sem hafði áður hlotið umfjöllun í safna- og menningarmálanefnd.

Á fund nefndarinnar kemur fulltrúi Félag atvinnulífs í Stykkishólmi og gerir grein fyrir þeim menningarviðburðum sem áætlað er að halda á árinu samkvæmt samningnum.
Hjördís Pálsdóttir og Greta María Árnadóttir gera, f.h. FAS, grein fyrir menningarviðburðum sem áætlaðir eru á árinu.

Safna- og menningarmálanefnd - 114. fundur - 19.05.2021

Fulltrúi Félags atvinnulífs í Stykkishólmi gerir grein fyrir stöðu á undirbúningsvinnu vegna fyrirhugaðra menningarviðburða á vegum félagsins.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Lagt fram erindi frá Félagi atvinnulífs í Stykkishólmi ásamt ársyfirliti 2022 um markaðsherfð félagsins.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 750.000 í markaðsstarf.

Bæjarráð hvetur FAS til þess að kynna og koma á framfæri verkefninu í auknum mæli við Svæðisgarðinn.
Getum við bætt efni síðunnar?