Fara í efni

Velferðar- og jafnréttismálanefnd

5. fundur 18. október 2021 kl. 20:00 - 23:15 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Birta Antonsdóttir formaður
  • Heiðrún Höskuldsdóttir (óvirk) aðalmaður
  • Halla Dís Hallfreðsdóttir aðalmaður
  • Ingveldur Eyþórsdóttir (IE) aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birta Antonsdóttir formaður
Dagskrá

1.Fundargerðir stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer

Lögð fram 112. fundargerð stjórnar FSS ásamt eldri fundargerðum.
Lagt fram til kynningar

2.Breyting á barnaverndarlögum

Málsnúmer 2102038Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning frá félagsmálaráðuneytinu um fyrirhuguð áform um breytingu á barnaverndarlögum sem snýr fyrst og fremst að breytingum á stjórnsýslu barnaverndar, ásamt frumvarpi til laga um breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (barnaverndarþjónusta, umdæmisráð barnaverndar, samþætting o.fl).
Ingveldur Eyþórsdóttir kynnti þessa fyrirhuguðu breytingu vel fyrir nefndinni ásamt því að farið var yfir gögnin sem lögð voru til kynningar. Nefndin telur að þarna sé stigið mikilvægt skref í átt að betri velferð barna.

3.Fundargerðir félagsmálanefndar Snæfellinga

Málsnúmer 2106002Vakta málsnúmer

Lögð fram opinber útgáfa fundargerðar 196. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem fram fór þriðjudaginn 4. október sl.
Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir Starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 1. til 7. fundar starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri.
Ingveldur Eyþórsdóttir situr í starfshópnum og gerði hún grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið. Nefndin lýsir yfir ánægju með vinnu starfshópsins og telur mikilvægt að samþætta og samræma þjónustu í þessum málaflokki.

5.Rekstur búsetukjarna FSSF

Málsnúmer 2106018Vakta málsnúmer

Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður félags- og skólaþjónustu Snæfellinga gerir grein fyrir stöðu mála vegna nýs búsetukjarna með þjónustuíbúðir fyrir fatlaða í Snæfellsbæ.
Sveinn Þór Elinbergsson mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu búsetukjarnans og hvert framhaldið verður.
Sveinn víkur af fundi.

6.Stefna í málefnum nýrra íbúa

Málsnúmer 2103029Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti, á 399. fundi sínum þann 12. maí 2021, erindisbréf starfshóps um málefni nýrra íbúa Stykkishólmsbæjar með áherslu á fjölmenningu. Birta Antonsdóttir gerir grein fyrir hlutverki og vinnu starfshópsins en hún er ein af fimm fulltrúum starfshópsins.
Vinnan í nefndinni er tilltölulega skammt á veg komin en Velferðar- og jafnréttismálanefnd fagnar því að búið sé að koma á fót slíkum starfshópi. Mikilvægt sé að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við þennan hóp.

7.Úthlutun félagslegra leiguíbúða í Stykkishólmi

Málsnúmer 2110011Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir um félagslegar leiguíbúðir í Stykkishólmi.
Ákvörðun bókuð í trúnaðarmálabók.

8.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Fyrir Velferðar- og jafnréttisnefnd er lögð fram fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áætlun.

9.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2022 en gjaldskráin tekur mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við gjaldskránna.

10.Önnur mál velferðar- og jafnréttismálanefndar

Málsnúmer 2110021Vakta málsnúmer

Velferðar- og jafnréttismálanefnd lýsir þungum áhyggjum yfir mönnun löggæslu í sveitarfélaginu með tilliti til erfiðra félagslegra mála t.d heimilsofbeldi þar sem mikilvægt er að bregðast skjótt við. Nefndinni þykir þannig vegið að nærþjónustu samfélagsins.

Fundi slitið - kl. 23:15.

Getum við bætt efni síðunnar?