Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

188. fundur 07. desember 2021 kl. 17:00 - 18:30 í Grunnskóla Stykkishólms
Nefndarmenn
  • Ásmundur Sigurjón Guðmundsson aðalmaður
  • Björn Sverrisson (BS) formaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Jón Einar Jónsson aðalmaður
  • Agnes Helga Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Axelsdóttir (BA) skólastjóri grunnskóla
  • Arna Sædal Andrésdóttir fulltrúi kennara grunnskóla stykkishólms
Fundargerð ritaði: Jón Einar Jónsson ritari
Dagskrá

1.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi gerir grein fyrir skýslu sinni.

2.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.
Skýrslan er framlögð en forstöðumaður forfallaðist.

3.Starfsemi Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910042Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi, forstöðumaður fer yfir starfsemi safnsins.
Skýrslan er framlögð en forstöðumaður forfallaðist.

4.Endurgerð lóðar við Gunnskóla Stykkishólms og Amtsbókasafn Stykkishólm - Körfuboltavöllur

Málsnúmer 1902014Vakta málsnúmer

Á 625. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Snæfell um umsjón með uppbyggingu íþróttamannvirkja á skólalóð og leggja fyrir bæjarráð niðurstöðu þeirra viðræðna. Á 627. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð uppbyggingu körfuknattleiksvallar á skólalóð grunnskólans, í samræmi við fyrirliggjandi gögn og fjárfestingaráætlun bæjarins, og fól bæjarstjóra að ganga til samninga við Snæfell um uppbygginguna. Snæfell afhenti svo Stykkishólmsbæ formlega nýjan og upphitaðan körfuboltavöll á lóð grunnskólans undir lok síðasta mánaðar. Af því tilefni færði Grunnskólinn í Stykkishólmi formanni Snæfells sérstakar þakkir.

Lagðar eru fram teikningar af skólalóðinni en eftir á að aðlaga teikningarnar að stækkun körfuboltavallarins, sem samþykkt var sl. haust, m.t.t göngustíga þverana á lóðinni.
Lagt fram til kynningar.

5.Stefna í málefnum nýrra íbúa

Málsnúmer 2103029Vakta málsnúmer

Móttökuáætlun fyrir nemendur Grunnskólans í Stykkishólmi af erlendum uppruna lögð fram til samþykktar í samræmi við stefnu Stykkishólmsbæjar í málefnum nýrra íbúa.
Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi móttökuáætlun.

6.Stefna grunnskólana á Snæfellsnesi vegna líkamlegra inngripa

Málsnúmer 2112002Vakta málsnúmer

Lögð fram ný stefna grunnskólana á Snæfellsnesi vegna líkamlegra inngripa.
Gögnin bárust ekki til nefndarinnar fyrir fundinn og því er afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.Ytra mat GSS febrúar 2021

Málsnúmer 2104008Vakta málsnúmer

Lögð fram umbótaáætlun vegna ytra mats Grunnskólanns í Stykkishólmi 2021.
Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við umbótaáætlun.

Fyrir liggur samþykki Menntamálastofnunnar varðandi áætlunina og fjallar skólastjóri um þær breytingar sem hafa orðið skv. ráðleggingum þaðan. Síðustu atriðin til úrbóta koma til framkvæmda 2024 skv. þessari áætlun. Nefndin lýsir yfir ánægju með vinnuna sem leiddi af sér samþykki Menntamálastofnunnar.

8.Húsnæðismál Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2010002Vakta málsnúmer

Skólastjóri Gunnskólans í Stykkishólmi, Berglind Axelsdóttir, og Ragnar Ingi kynntu fyrir skóla- og fræðslunefnd, á 187. fundi nefndarinnar, tillögur húsnæðisnefndar sem skólastjóri skipaði. Var það mat grunnskólans að alltaf myndi vanta eina stofu þó svo að allar framkomnar lausnir innanhúss væru teknar til greina, auk kennslurýmis í Amtsbókasafni (sem er núna nýtt til bráðabirgða). Myndu þær breytingar því ekki leysa húsnæðisvanda skólans til framtíðar, m.a. þar sem kennsluhættir eru orðnir fjölbreyttari en áður var og það kallar á meira rými.

Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi Stykkishólmsbæjar, kemur til fundar og ræðir húsnæðismál Grunnskólans ástamt skólastjóra.
Fannar mætir á Teams og ræddi stöðuna vegna kennslurýmis í Amtsbókasafninu. Fyrir liggja kostnaðartölur um opnanleg fög og breytingar á lýsingu og hljóðvist í kennslustofunni í Amtsbókasafninu.

9.Önnur mál skóla- og fræðslunefndar

Málsnúmer 1811041Vakta málsnúmer

Af málefnum talmeinafræðings sem þjónustar grunnskólann: Berglind segir frá tölvupósti, þar sem sagt er frá því að heimsóknum talmeinafræðings muni fjölga jan-maí skv. endurreikningum Félags- og skólaþjónustu. Sjá einnig fundargerð síðasta fundar, nr. 187.

Fundaráætlun eftir áramót:

Janúar: leikskólinn
Febrúar: Grunnskóli, Amtsbókasafn, Tónlistarskóli og Regnbogaland í febrúar.
Mars: Leikskólinn
Apríl: Grunnskóli, Amtsbókasafn, Tónlistarskóli og Regnbogaland í febrúar.
Maí: sameiginlegur fundur allra.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?