Fara í efni

Kerfisáætlun Landnets 2021-2030

Málsnúmer 2107004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 633. fundur - 11.11.2021

Lögð fram umsögn Stykkishólmsbæjar, dags. 28. júlí 2021, sem send var í opið umsagnarferli Landsnets vegna kerfisáætlunar 2021-2030, ásamt viðbrögðum Landsnets við umsögn Stykkishólmsbæjar.
Málinu vísað til næsta bæjarráðsfundar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 9. fundur - 29.11.2021

Lögð fram umsögn Stykkishólmsbæjar, dags. 28. júlí 2021, sem send var í opið umsagnarferli Landsnets vegna kerfisáætlunar 2021-2030, ásamt viðbrögðum Landsnets við umsögn Stykkishólmsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með áliti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að ný 132 kv lína frá Vatnshömrum að Vogaskeiði og ný 132 kv lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð sé forsenda fyrir framtíðarorkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi á Snæfellsnesi. Þegar einnig endurnýjun á Vegamótalínu 1 er lokið verður hægt að tryggja afhendingaöryggi og aflgetu og þar með að mæta framtíðareftirspurn atvinnulífs og samfélags á Snæfellsnesi og Dalabyggð. Þessar framkvæmdir eru forsenda fyrir öflugu atvinnulífi á svæðinu og blómlegri byggð.

Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021

Lögð fram umsögn Stykkishólmsbæjar, dags. 28. júlí 2021, sem send var í opið umsagnarferli Landsnets vegna kerfisáætlunar 2021-2030, ásamt viðbrögðum Landsnets við umsögn Stykkishólmsbæjar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 9. fundi sínum, undir með áliti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að ný 132 kv lína frá Vatnshömrum að Vogaskeiði og ný 132 kv lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð sé forsenda fyrir framtíðarorkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi á Snæfellsnesi. Þegar endurnýjun á Vegamótalínu 1 er einnig lokið verður hægt að tryggja afhendingaöryggi og aflgetu og þar með að mæta framtíðareftirspurn atvinnulífs og samfélags á Snæfellsnesi og Dalabyggð. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd taldi þessar framkvæmdir forsendu fyrir öflugu atvinnulífi á svæðinu og blómlegri byggð.

Á 633. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til næsta fundar.
Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og nýsköpunarnefnd vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 405. fundur - 09.12.2021

Lögð fram umsögn Stykkishólmsbæjar, dags. 28. júlí 2021, sem send var í opið umsagnarferli Landsnets vegna kerfisáætlunar 2021-2030, ásamt viðbrögðum Landsnets við umsögn Stykkishólmsbæjar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 9. fundi sínum, undir með áliti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að ný 132 kv lína frá Vatnshömrum að Vogaskeiði og ný 132 kv lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð sé forsenda fyrir framtíðarorkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi á Snæfellsnesi. Þegar endurnýjun á Vegamótalínu 1 er einnig lokið verður hægt að tryggja afhendingaöryggi og aflgetu og þar með að mæta framtíðareftirspurn atvinnulífs og samfélags á Snæfellsnesi og Dalabyggð. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd taldi þessar framkvæmdir forsendu fyrir öflugu atvinnulífi á svæðinu og blómlegri byggð.

Á 633. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til næsta fundar. Á 634. fundi sínum tók bæjarráð undir með atvinnu- og nýsköpunarnefnd vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefnd varðandi kerfisáætlun Landsnets 2021-2030.
Getum við bætt efni síðunnar?