Fara í efni

Kerfisáætlun Landnets 2021-2030 í opnu umsagnarferli

Málsnúmer 2107004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 629. fundur - 26.07.2021

Lagður fram tölvupóstur frá Landsnet þar sem fram kemur að kerfisáætlun 2021-2030 sé komin í opið umsagnarferli. Helsta breyting sem orðið hefur á áætluninni frá síðasta ári er að núna hefur bæst við 10 ára áætlun um styrkingu meginflutningskerfisins á Vestfjörðum. Frestur til að skila inn skriflegum umsögnum er til 30. júlí næstkomandi.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu á Snæfellsnesi, ásamt þeirri viðbót sem sett var upp í Stykkishólmi á síðasta ári til þess að bæta afhendingaröryggi rafmagns á Snæfellsnesi þegar settur var upp stærri spennir í aðveitustöðina á Vogaskeiði og nýir háspennurofar til þess að tengja varaaflsvélar. Bæjarráð leggur áherslu á að þrátt fyrir að um færanlegar varaflsvélar sé að ræða þá verði þær áfram staðsettar við tengivirki Landsnets við Vogaskeið við Stykkishólm.

Bæjarráð hvetur áfram til frekari uppbyggingar í átt að bættu raforkuöryggi og leggur áherslu á að endurnýjun tengivirkisins á Vegamótum, sem áætluð er árið 2022, og Vogaskeiði, sem áætluð er árið 2024, verði ekki fyrir neinum töfum því brýnt er að tryggja enn betur raförkuöryggi á svæðinu.

Bæjarráð leggur áfram áherslu á endurnýjun á Vegamótalínu 1 með nýrri 132 kV línu frá Vatnshömrun í Vogaskeið og telur brýnt að hún verði endurnýjuð hið fyrsta, enda er umrædd lína frá árinu 1974 og núverandi lína með takmarkaða flutningsgetu.

Bæjarráð Stykkirhólmsbæjar leggur þunga áherslu á að flýta þurfi uppbyggingu á nýrri 132 kV stofnlínu frá Glerárskógum í Dalabyggð í Vogaskeið á Snæfellsnesi. Þessi tenging myndi skapa hringtengingu (N-1) við Snæfellsnes, en á Snæfellsnesi er slík hringtenging ekki til staðar í dag. Framtíðartenging með 132 kV stofnlínu frá Vatnshömrum í Vegamót, og áfram í Vogaskeið og Glerárskóga myndi stórauka afhendingaröryggi og aðgang að raforku á Snæfellsnesi, auk þess væri þá komin tenging við Byggðalínu fram hjá Holtavörðuheiðinni inn á Vesturlínu sem myndi gagnast Vestfirðingum vel.

Bæjarráð telur að ný 132 kV lína frá Vatnshömrun að Vogaskeiði og ný 132 kV lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð sé forsenda fyrir framtíðar orkuskiptum í samgöngum á landi og í haftengdri starfsemi á Snæfellsnesi enda er ljóst að með orkuskiptum mun vera þörf á innviðum til þess að mæta aukinni raforkuþörf. Þegar hringtenging með tengingu Vogaskeiðs við Glerárskóga og endurnýjun á Vegamótalínu 1 er lokið verður hægt að segja að afhendingaröryggi og aflgeta sé tryggð á Snæfellsnesi þannig að mæta megi þörfum samfélagsins á hverjum tíma og að þar geti þrifist atvinnustarfsemi með áreiðanlegu aðgengi að raforku. Er því mikilvægt að þessum verkefnum verði flýtt í tíma, enda er uppbygging þeirra og mikilvægi í samræmi við langtímaorkustefnu fyrir Ísland.

Bæjarráð - 633. fundur - 11.11.2021

Lögð fram umsögn Stykkishólmsbæjar, dags. 28. júlí 2021, sem send var í opið umsagnarferli Landsnets vegna kerfisáætlunar 2021-2030, ásamt viðbrögðum Landsnets við umsögn Stykkishólmsbæjar.
Málinu vísað til næsta bæjarráðsfundar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 9. fundur - 29.11.2021

Lögð fram umsögn Stykkishólmsbæjar, dags. 28. júlí 2021, sem send var í opið umsagnarferli Landsnets vegna kerfisáætlunar 2021-2030, ásamt viðbrögðum Landsnets við umsögn Stykkishólmsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með áliti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að ný 132 kv lína frá Vatnshömrum að Vogaskeiði og ný 132 kv lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð sé forsenda fyrir framtíðarorkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi á Snæfellsnesi. Þegar einnig endurnýjun á Vegamótalínu 1 er lokið verður hægt að tryggja afhendingaöryggi og aflgetu og þar með að mæta framtíðareftirspurn atvinnulífs og samfélags á Snæfellsnesi og Dalabyggð. Þessar framkvæmdir eru forsenda fyrir öflugu atvinnulífi á svæðinu og blómlegri byggð.

Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021

Lögð fram umsögn Stykkishólmsbæjar, dags. 28. júlí 2021, sem send var í opið umsagnarferli Landsnets vegna kerfisáætlunar 2021-2030, ásamt viðbrögðum Landsnets við umsögn Stykkishólmsbæjar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 9. fundi sínum, undir með áliti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að ný 132 kv lína frá Vatnshömrum að Vogaskeiði og ný 132 kv lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð sé forsenda fyrir framtíðarorkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi á Snæfellsnesi. Þegar endurnýjun á Vegamótalínu 1 er einnig lokið verður hægt að tryggja afhendingaöryggi og aflgetu og þar með að mæta framtíðareftirspurn atvinnulífs og samfélags á Snæfellsnesi og Dalabyggð. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd taldi þessar framkvæmdir forsendu fyrir öflugu atvinnulífi á svæðinu og blómlegri byggð.

Á 633. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til næsta fundar.
Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og nýsköpunarnefnd vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 405. fundur - 09.12.2021

Lögð fram umsögn Stykkishólmsbæjar, dags. 28. júlí 2021, sem send var í opið umsagnarferli Landsnets vegna kerfisáætlunar 2021-2030, ásamt viðbrögðum Landsnets við umsögn Stykkishólmsbæjar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 9. fundi sínum, undir með áliti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að ný 132 kv lína frá Vatnshömrum að Vogaskeiði og ný 132 kv lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð sé forsenda fyrir framtíðarorkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi á Snæfellsnesi. Þegar endurnýjun á Vegamótalínu 1 er einnig lokið verður hægt að tryggja afhendingaöryggi og aflgetu og þar með að mæta framtíðareftirspurn atvinnulífs og samfélags á Snæfellsnesi og Dalabyggð. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd taldi þessar framkvæmdir forsendu fyrir öflugu atvinnulífi á svæðinu og blómlegri byggð.

Á 633. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til næsta fundar. Á 634. fundi sínum tók bæjarráð undir með atvinnu- og nýsköpunarnefnd vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefnd varðandi kerfisáætlun Landsnets 2021-2030.
Getum við bætt efni síðunnar?