Fara í efni

Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2111004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og bygginganefnd - 258. fundur - 15.03.2022

Lögð er fram til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis.

Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.

Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framlagðri tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og telur að hugmyndafræðin sem þar er kynnt, samræmist stefnu bæjarins um sjálfbærni, fjölbreytta og áhugaverða íbúðarkosti, hagkvæmni í landnýtingu, gatnahönnun sem tekur mið af umferðaröryggi, áherslu á gönguvænt umhverfi og aðgengi að frábærum útivistamöguleikum.

Af þeim þremur valkostum sem kynntir voru fyrir mögulega útfærslu á Borgarbrautar (6m gata með gangstétt öðru/báðum megin) og Bauluvík (5m, 5,5m, eða 6m gata með gangstétt öðru/báðum megin). Nefndin telur ákjósanlegast að Borgarbraut verði "tengibraut" með 2x3m akgreinum og 1,5m gangstéttum beggja vegna götu, sérstaklega þar sem gatan gæti orðið aðkomuleið baðaðstöðu sem skv. aðalskipulagi er gert ráð fyrir að rísi í Sundvík. Þá telur nefndin ákjósanlegt að Bauluvík verði "safngata" með 2x2,75 akgreinum og 1,5m gangstéttum báðum megin götu. Nefndin vill einnig að skoðaður verði möguleiki á að hafa gangstéttir meðfram Bauluvík í sömu hæð og gatan þ.e. malbikað með skýrri afmörkun milli götu og gangstígs og hvort til greina komi að nota vatnsrásir fyrir yfirborðsvatn á milli götu og gangstíga.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og leggur til við bæjarstjórn að auglýsa tillöguna. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram með skipulagsráðgjafa að minniháttar breytingum fyrir auglýsingu.

Bæjarráð - 638. fundur - 24.03.2022

Lögð er fram til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis.

Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.

Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.

Skipulags- og byggingarnefnd fagnaði, á 258. fundi sínum, framlagðri tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og telur að hugmyndafræðin sem þar er kynnt, samræmist stefnu bæjarins um sjálfbærni, fjölbreytta og áhugaverða íbúðarkosti, hagkvæmni í landnýtingu, gatnahönnun sem tekur mið af umferðaröryggi, áherslu á gönguvænt umhverfi og aðgengi að frábærum útivistamöguleikum.

Af þeim þremur valkostum sem kynntir voru fyrir mögulega útfærslu á Borgarbrautar (6m gata með gangstétt öðru/báðum megin) og Bauluvík (5m, 5,5m, eða 6m gata með gangstétt öðru/báðum megin). Nefndin telur ákjósanlegast að Borgarbraut verði "tengibraut" með 2x3m akgreinum og 1,5m gangstéttum beggja vegna götu, sérstaklega þar sem gatan gæti orðið aðkomuleið baðaðstöðu sem skv. aðalskipulagi er gert ráð fyrir að rísi í Sundvík. Þá telur nefndin ákjósanlegt að Bauluvík verði "safngata" með 2x2,75 akgreinum og 1,5m gangstéttum báðum megin götu. Nefndin vill einnig að skoðaður verði möguleiki á að hafa gangstéttir meðfram Bauluvík í sömu hæð og gatan þ.e. malbikað með skýrri afmörkun milli götu og gangstígs og hvort til greina komi að nota vatnsrásir fyrir yfirborðsvatn á milli götu og gangstíga.

Nefndin samþykkti fyrir sitt leiti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og lagði til við bæjarstjórn að auglýsa tillöguna. Nefndin fól einnig skipulagsfulltrúa að vinna áfram með skipulagsráðgjafa að minniháttar breytingum fyrir auglýsingu.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu nefndarinnar með þeirri breytingu að breidd Borgarbrautar innan deiliskipulagsbreytingarinnar verði 6,5 m með 2 m gangstétt öðru megin (gatan er safngata og tenging síðar við hugsanlega baðaðstöðu) og að Bauluvík verði 6,5 m með 1,5 m gangstétt öðru megin (einnig safngata) og Imbuvík og Daddavík verði 5,5 m að breidd og verði vistgötur og hannaðar sem slíkar. Bæjarráð óskar eftir að kannað verði með að hönnun hverfis uppfylli vistvottun og felur bæjarstjóra að leggja uppfærðan uppdrátt fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

Bæjarstjórn - 409. fundur - 30.03.2022

Lögð er fram afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar og bæjarráðs um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis.

Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.

Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.

Skipulags- og byggingarnefnd fagnaði, á 258. fundi sínum, framlagðri tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og telur að hugmyndafræðin sem þar er kynnt, samræmist stefnu bæjarins um sjálfbærni, fjölbreytta og áhugaverða íbúðarkosti, hagkvæmni í landnýtingu, gatnahönnun sem tekur mið af umferðaröryggi, áherslu á gönguvænt umhverfi og aðgengi að frábærum útivistamöguleikum.

Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og lagði til við bæjarstjórn að auglýsa tillöguna.

Bæjarráð samþykkti, á 638. fundi sínum, afgreiðslu nefndarinnar með þeirri breytingu að breidd Borgarbrautar innan deiliskipulagsbreytingarinnar verði 6,5 m með 2 m gangstétt öðru megin (gatan er safngata og tenging síðar við hugsanlega baðaðstöðu) og að Bauluvík verði 6,5 m með 1,5 m gangstétt öðru megin (einnig safngata) og Imbuvík og Daddavík verði 5,5 m að breidd og verði vistgötur og hannaðar sem slíkar. Bæjarráð óskar eftir að kannað verði með að hönnun hverfis uppfylli vistvottun og felur bæjarstjóra að leggja uppfærðan uppdrátt fyrir bæjarstjórnarfund.

Fyrir bæjarstjórn er lagður uppfærður uppdráttur í samræmi við bókun bæjarráðs.
Fyrir fundinum lá fyrir tillaga um að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Tillaga Erlu Friðriksdóttur, bæjarfulltrúa O-listans:
Undirrituð leggja til að skref í átt að vistvottuðu skipulagi fyrir hverfið í heild verði stigið til fulls og vinna við að skoða kosti og kostnað hafin. Vistvottun skipulags kallar meðal annars á ríkari aðkomu íbúa að skipulagsgerðinni en ella og samræmist því vel gildum um íbúalýðræði.

Tillaga Lárusar Ástmars Hannessonar, bæjarfulltrúa L-listans:
Leggur til að visa tillögu O-lista til næsta bæjarráðsfundar.

Fundarhlé.

Lögð fram eftirfarandi tillaga eftir fundarhlé og samráð milli bæjarfulltrúa allra lista:
Bæjarstjórn vísar tillögu til næsta bæjarráðsfundar og veitir bæjarráði umboð til fullnæðarafgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða.


Bókun bæjarfulltrúa O-lista:
Deiliskipulag Víkurhverfis var unnið árið 2007. Frá þeim tíma hefur hugsanaháttur fólks breyst og kröfur þess varðandi búsetu og umhverfi. Sífellt meiri áhersla er nú lögð á græn svæði og vistvænt skipulag. Svæðið sem um ræðir er opið svæði sem er nú nýtt til ýmissar útivistar.

Undirrituð fagna því að vilji er til þess að endurskoða skipulagið og taka undir þá útgangspunkta sem hafðir hafa verið til hliðsjónar við framlagðar breytingartillögur. Við teljum þó mikilvægt að skipulagið verði endurskoðað í heild sinni.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir


Til máls tóku:HH,LÁH,GS og EF

Bæjarráð - 639. fundur - 07.04.2022

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis. Fyrir síðasta fund bæjarstjórnar lá fyrir tillaga um að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Samþykkt var að vísa málinu til næsta bæjarráðsfundar og veita bæjarráði umboð til fullnæðarafgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Samþykkt með tveimur atkævæðum Hrafnhildar Hallvarsdóttur og Steinunnar Magnúsdóttur H-lista. Fulltrúi O-lista, Haukur Garðarsson, situr hjá.


Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
Vegna tillögu O-lista um vistvottun hverfisins vilja undirritaðar benda á að með fyrirliggjandi breytingu á skipulaginu er verið að horfa til viðmiða hvað varðar vistvæna hönnun á fjölskylduvænu umhverfi. Með breytingum á skipulaginu er almenn vellíðan og lýðheilsa íbúa sett í forgang. Það liggur fyrir að samkvæmt skipulaginu er stutt í náttúru og gott aðgengi með góðu stígakerfi, barnvæn leiksvæði á svæðinu, hugað að öryggi gangandi og akandi, hugað að því að rými séu sólrík og skjólsæl, tryggt framboð af fjölbreyttu húsnæði fyrir alla aldurshópa, hugað að hleðslu rafbíla o.s.frv. Þá verða göturnar hannaðar og lögð alúð í yfirborð, gróður, götugögn og lýsingu. Samkvæmt framangreindu er tekið mið af þeim markmiðum sem vistvæn hönnun gerir ráð fyrir. Til nánari útskýringa bendum við á skýringahefti sem fylgir deiliskipulagsbreytingunni þar sem farið er nánar yfir markmið og stefnu sem eru grundvöllur deiliskipulagsbreytingarinnar. Við erum hins vegar nú sem áður tilbúnar til að gera breytingar á tillögunni í samræmi við athugasemdir sem kunna að berast í auglýsingarfresti en leggjum áherslu á að íþyngja ekki íbúum og byggingaraðilum hvað varaðar kröfur og kostnað varðandi uppbyggingu á svæðinu.


Hrafnhildur Hallvarðsdóttir

Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir

Skipulagsnefnd - 1. fundur - 22.06.2022

Steindór (SH) víkur af fundi
Lögð er fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis.

Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.

Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
-Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölga íbúðareiningum úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
-Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
-Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
-Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 12. apríl sl. með athugasemdafresti til 25. maí 2022 og var samtímis send til umsagnaraðila. Opinn kynningarfundur var haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms 5. maí sl.

Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9 og eru þær lagðar fyrir fundinn.
Skipulagsnefnd fór yfir athugasemdir sem bárust og fól skipulagsfulltrúa að leggja drög að svörum til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
Steindór (SH) kemur á fund

Skipulagsnefnd - 2. fundur - 15.08.2022

Lögð er fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis.

Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.

Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
-Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölga íbúðareiningum úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
-Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
-Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
-Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 12. apríl sl. með athugasemdafresti til 25. maí 2022 og var samtímis send til umsagnaraðila. Opinn kynningarfundur var haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms 5. maí sl.

Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9. Á 1. fundi skipulagsnefndar tók nefndin athugasemdirnar til umfjöllunar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fól skipulagsfulltrúa að leggja drög að svörum til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram á grunni þeirra ábendinga sem bárust og tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim m.a. minniháttar breytingar á lóðum E1-D, I, L, M, O og P, að gert verði ráð fyrir sólskálum við einbýlishús og aðrar minniháttar breytingar á bílastæðum og lóðarmörkum. Að því búnu verði breytingartillagan uppfærð og lögð fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 18.08.2022

Lögð er fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis.

Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 12. apríl sl. með athugasemdafresti til 25. maí 2022 og var samtímis send til umsagnaraðila. Opinn kynningarfundur var haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms 5. maí sl.

Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9. Á 1. fundi skipulagsnefndar tók nefndin athugasemdirnar til umfjöllunar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fól skipulagsfulltrúa að leggja drög að svörum til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust.

Á 2. fundi sínum fól skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram á grunni þeirra ábendinga sem bárust og tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim m.a. minniháttar breytingar á lóðum E1-D, I, L, M, O og P, að gert verði ráð fyrir sólskálum við einbýlishús og aðrar minniháttar breytingar á bílastæðum og lóðarmörkum. Að því búnu verði breytingartillagan uppfærð og lögð fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 3. fundur - 07.09.2022

GDP og SH yfirgefa fundinn.
Lögð er fyrir tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar ásamt skýringarmyndum og uppfærðri tillögu með minniháttar breytingum.

Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.

Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.

Skipulags- og byggingarnefnd fagnaði, á 258. fundi sínum, framlagðri tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og telur að hugmyndafræðin sem þar er kynnt, samræmist stefnu bæjarins um sjálfbærni, fjölbreytta og áhugaverða íbúðarkosti, hagkvæmni í landnýtingu, gatnahönnun sem tekur mið af umferðaröryggi, áherslu á gönguvænt umhverfi og aðgengi að frábærum útivistamöguleikum. Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og lagði til við bæjarstjórn að auglýsa tillöguna.

Bæjarráð samþykkti, á 638. fundi sínum, afgreiðslu nefndarinnar með þeirri breytingu að breidd Borgarbrautar innan deiliskipulagsbreytingarinnar verði 6,5 m með 2 m gangstétt öðru megin (gatan er safngata og tenging síðar við hugsanlega baðaðstöðu) og að Bauluvík verði 6,5 m með 1,5 m gangstétt öðru megin (einnig safngata) og Imbuvík og Daddavík verði 5,5 m að breidd og verði vistgötur og hannaðar sem slíkar. Bæjarráð óskar eftir að kannað verði með að hönnun hverfis uppfylli vistvottun og fól bæjarstjóra að leggja uppfærðan uppdrátt fyrir bæjarstjórnarfund.

Á 409. fundi bæjarstjórnar þann 30. mars sl. samþykkti bæjarstjórn að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Tillagan var auglýst 12. apríl með athugasemdafresti til 25. maí 2022. Vegna fjölda frídaga á tímabilinu var frestur til að senda inn umsagnir framlengdur til 7. júní 2022. Jafnframt var haldinn opinn kynningarfundur fyrir íbúa og ara hagsmunaaðila í Amtbókasafni Stykkishólms 5. maí sl.

Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9. Umsagnir bárust frá Veitum og Slökkviliði Stykkishólms.

Á 1. fundi skipulagsnefndar tók nefndin athugasemdirnar til umfjöllunar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fól skipulagsfulltrúa að leggja drög að svörum til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Á 2. fundi skipulagsnefndar fól nefndin skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram á grunni þeirra ábendinga sem bárust og tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim m.a. minniháttar breytingar á lóðum E1-D, I, L, M, O og P, að gert verði ráð fyrir sólskálum við einbýlishús og aðrar minniháttar breytingar á bílastæðum og lóðarmörkum. Að því búnu verði breytingartillagan uppfærð og lögð fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis með þeim minniháttar breytingum sem gerðar hafa verið til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Nefndin samþykkir einnig fyrir sitt leyti tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdunum sem bárust.

Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir viðbótargögnum sem sýna ásýnd nýbygginga á reit E-1d frá húsum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9 en þau gögn hafi ekki áhrif á afgreiðslu nefndarinnar enda hafi breytingartillagan umtalsvert minni áhrif á útsýni frá þessum húsum heldur en deiliskipulag það sem nú er í gildi.
GDP og SH koma aftur til fundar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 15.09.2022

Lögð er fyrir tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar ásamt skýringarmyndum og uppfærðri tillögu með minniháttar breytingum. Þá er jafnframt lagt fram yfirlit yfir málsmeðferð og afgreiðslur fastanefnda og bæjarstjórnar vegna málsins.

Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.

Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.

Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti, á 3. fundi sínum, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis með þeim minniháttar breytingum sem gerðar hafa verið til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Nefndin samþykkti einnig fyrir sitt leyti tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdunum sem bárust.

Jafnframt fól nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir viðbótargögnum sem sýna ásýnd nýbygginga á reit E-1d frá húsum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9 en þau gögn hafi ekki áhrif á afgreiðslu nefndarinnar enda hafi breytingartillagan umtalsvert minni áhrif á útsýni frá þessum húsum heldur en deiliskipulag það sem nú er í gildi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 22.09.2022

Lögð er fyrir tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar ásamt skýringarmyndum og uppfærðri tillögu með minniháttar breytingum. Þá er jafnframt lagt fram yfirlit yfir málsmeðferð og afgreiðslur fastanefnda og bæjarstjórnar vegna málsins.

Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.

Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.

Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti, á 3. fundi sínum, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis með þeim minniháttar breytingum sem gerðar hafa verið til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Nefndin samþykkti einnig fyrir sitt leyti tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdunum sem bárust.

Jafnframt fól nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir viðbótargögnum sem sýna ásýnd nýbygginga á reit E-1d frá húsum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9 en þau gögn hafi ekki áhrif á afgreiðslu nefndarinnar enda hafi breytingartillagan umtalsvert minni áhrif á útsýni frá þessum húsum heldur en deiliskipulag það sem nú er í gildi.

Á 3. fundi sínum samþykkti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,JBJ og RMR


Getum við bætt efni síðunnar?